Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 16
16 Fréttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2003 ÞÆR höfðu góða ástæðu til að brosa um helgina, stöllurnar Sigrún og Bergþóra, cnda heppnaðist helgin frábærlega í alla staði Gaman að fara á stutt námskeið Velheppnað landsmót Sigrún Þorsteinsdóttir, í framkvæmdastjórn Landsmóts saumaklúbba, kom að verkinu í gegnum Gallerí Heimalist. Hún er ánægð með hvernig til tókst. Annars sagði Sigrún að sér þyki hugmyndin, Landsmót "sauma- klúbba", svo sniðug af því að saumaklúbbar séu í sjálfu sér mjög óskipulagðir. " Upphafið er að fyrir einu og hálfu ári síðan hittust tvær konur, sem voiu að skemmta sér hvor með sínum saumaklúbb, á barnum í Höllinni. Þær fóru að ræða saman, og þar sem þær skemmtu sér báðar mjög vel varð til hugmyndin að Landsmóti "saumaklúbba". Þannig að hugmyndin kemur beint úr grasrótinni," sagði Sigrún. Mótið er nú samt ekki hugsað eingöngu fyrir konur sem eru í saumaklúbbum heldur allar konur sem vilja taka þátt. Einstaklinga, gönguhópa o.s.f. Það er samdóma álit allra sem að komu, að föstudagskvöldið í Sundhölinni hefði verið stórkostlegt. Hún sagði að margt hefði verið í boði á laugardaginn og sum námskeiðin hafí verið fullbókuð, t.d. hafi færri komist að en vildu í spænska matreiðslu. Annað minna sótt eða ekki "Af þessu má ýmislegt læra." Það var líka gaman að sjá hvað konumar í framkvæmdastjóminni voru tilbúnar til að leggja mikið á sig til að þetta yrði að veruleika. Tilgangurinn er að konur hittist tilað láta sér líða vel og afli sér þekkingar og að hressa upp á bæjarlífið um leið á þessum árs tíma þegar frekar dauflegt er oft í bænum. Það reyndist ekki svo dauft en tónninn hefur verið í þá áttina. Allt er þetta undir fólkinu komið og nú verðum við að byggja upp til framtíðar. Við reyndum að kynna framtakið uppi á landi og fengum mjög góðar viðtökur. Til dæmis fengum við hvatningarbréf frá Kvenfélagasambandi Islands, sem Ólafía Hrönn las upp á laugardags- kvöldið." "Við ætlum að hittast á fimmtudaginn og meta hvemig til tókst" sagði Sigrún þegar rætt var við hana á þriðjudaginn. "Mér fannst landsmótið heppnast mjög vel en það skiptir ekki máli hvað mér finnst heldur hvað konunum sem sóttu mótið fannst. Ég hef rætt við nokkrar þeirra og þær em ánægðar með margt, en komu líka með ábendingar um hvað mætti betur fara næst og það verður tekið til greina . Allar ábendingar em vel þegnar, bætti Sigrún við að lokum. Bergþóra Þórhallsdóttir var í fram- kvæmdastjórn landsmótsins og vann mikið að undirbúningi þess. „Ég er yfir mig ánægð með árangurinn. Allt skipulag gekk upp og miðað við allt lofið sem við í nefndinni höfum fengið er óhætt að halda áfram á þessari braut,“ segir Bergþóra þegar hún er spurð um hvemig til hafi tekist. „Undirbúningur var gífurlegur en við búum að honum næstu árin. Við höfum fengið ábendingar um það sem betur mætti fara og tökum fúslega á mótislíku. Takmarkiðeraðgeraþetta að einum af stærstu viðburðum ársins hér f Eyjum.“ Bergþóra segir að umgjörðin á Skansinum hafi vakið mikla athygli en Matthildur Sveinsdóttir, spákona, las í spil í Landlyst um helgina. „Ég vænti þess að ömámskeiðin verði betur sótt næst en þau fengu góða kynningu núna. Konur eru að átta sig á HÚN var notaleg stemmningin í sund- höllinni á föstu- daginn. fjölbreytileikanum og hvað það getur verið gaman að fara á stutt námskeið, að ég tali nú ekki um í góðra vinkvenna hóp. Allir sem ég hef heyrt í og tóku þátt eru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag." Bergþóra nefnir kaffihúsa- stemmninguna í sundlauginni sem dæmi um það sem tókst einstaklega vel. „Það var gaman að finna hvað allir voru samtaka um að gera þetta kvöld eins notalegt og hægt var. Glæsikvöldið heppnaðist ekki síður vel, stór hluti kvenna fór heim með gjafir frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Olafía Hrönn fór á kostum og allar konumar vel stemmdar til að taka þátt í uppákomum kvöldsins. Vinnings- ÞÆR systur Guðmunda og Jónína Hjörleifsdætur kynntu leirlistavörur og hár-, húð- og snyrtivörur frá Volare. ^ OG ÞÁ VAR KÁTT í HÖLLINNI. Glæsikvöldið á laugardeginum ^ heppnaðist mjög vel og allar konumar vel stemmdar til að taka þátt í uppákomum kvöldsins. hópurinn á Létt fm. kom sterkur inn með kynningu á sjálfum sér og hæfileikum sínum.“ Landsmótsslitin vom klukkan tvö á sunnudag þar sem mótskonur hittust yfir kaffi og konfekti. „Farið var ybr það sem helst stóð upp úr eftir helgina og konur kvaddar með ósk um að fá að sjá þær aftur að ári. Simmi setti tónlist á frá kvöldinu áður og konur létu ekki standa á sér og enduðu mótið með frábærum danstöktum enda jákvæðar, sterkar og bjartsýnar eftir helgina." \

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.