Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2003 15 HALLDÓR og Guðbjörg voru meðal gesta á afmæli Surtseyjar. INGVAR Atli Sigurðsson, for- stöðuniaður Náttúrustofu Suður- lands flutti athyglisvert erindi um afmælisbarnið. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands: Myndun og mótun lands Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðu- maður Náttúmstofu Suðurlands, flutti mjög athyglisverðan fyrirlestur um Surtsey í Náttúrugripasafninu um helgina. Hét fyrirlesturinn Myndun og mótun lands. Er titillinn kominn frá kennslubók Þorleifs Einarssonar í jarðfræði og á líklega hvergi betur við en einnritt í Surtsey. Byrjaði Ingvar á því að sýna legu Surtseyjar í jarðfræðilegu samhengi. Sagði hann frá hluta þeirra jarð- fræðirannsókna sem gerðar hafa verið eftir að gosi lauk og byggði hann mest á rannsóknum sem Sveinn P. Jakobsson kom að ásamt fleirum. Þar á meðal er 180 metra djúp borhola sem nær svo til alveg niður að hinunr foma sjávarbotni og sýnir innri gerð eyjarinnar. Vestmannaeyjar hluti af eystra gosbeltinu Sýndi hann yfirlitsmynd af gosbeltum jarðarinnar. Island situr á mið- Atlantshafshryggnum á mörkum Evrasíu- og Norður-Ameríkuflekanna en þá rekur í sundur með um tveggja sentimetra hraða á ári. Gosbeltum á íslandi má skipta í tvö aðalrekbelti þar sem landið er að gliðna og ný skorpa að myndast. Þetta eru vestara gosbeltið sem nær frá Reykjanesi og norður fyrir Langjökul og eystra gosbeltið sem nær frá Öxarfirði og suður fyrir Torfajökulsvæðið. Einnig em reklaus gosbelti eins og Snæfells- nesgosbeltið, Snæfell og Óræfajökull og svo syðsti hluti eystra gosbeltisins sem Vestmannaeyjar eru hluti af. Gosvirknin er svo mest í svokölluðum eldstöðvakerfum, oft með megineld- stöðvum og teljast Vestmannaeyjar eitt eldstöðvakerfi með miðju í Heimaey. Alls eru á milli sjötíu og áttatíu eldstöðvar í Vestmannaeyja- kerfinu. Virkni hefur ekki verið mikil frá því land byggðist og aðeins er getið um tvö neðansjávargos í heimildum þar til gaus í Surtsey. Brennisteinslykt fannst nokkrum dögum fyrir gos Skipverjar á ísleifi II VE 36 urðu fyrst varir við gosið á svæði þar sem haf- dýpi fyrir gosið var um 130 nretrar. Gosið gerði ekki nein boð á undan sér en Ingvar sagði að ekki hafi verið net jarðskjálftamæla þá eins og er í dag og því er mögulegt að einhver skjálfta- virkni hafi verið. Einnig taldi fólk sig linna brennisteinsþef í lofti þremur dögum áður á Heimaey og tveinrur dögum áður í Vík í Mýrdal og að auki mældist hærri sjávarhiti á afmörkuðu svæði við gosstöðvarnar aðfaranótt 13. nóvember. Gosmökkurinn komst í átta kílómetra hæð en mest var það gufa sem myndaðist þegar 1200 gráðu heit kvikan komst í snertingu við sjóinn. 174 metra há eyja myndast Þann 28. desember 1963 varð vart við gos urn 2,5 kílómetra austnorðaustur af Surtsey og var gígurinn nefndur Surtla. 6. janúar 1964 hætti svo gos á þessum stað en þá hafði myndast um 100 metra neðansjávarhryggur. 31. janúar hætti svo að gjósa úr þeim gíg sem mest var virkur, það er eystri gígnum og 1. febrúar byrjaði að gjósa úr vestari gígnum. Þann 4. apríl hófst hraunrennsli úr vestari gígnunr og stóð þar til 29. apríl. Gosið hófst 14. nóvember 1963 og stóð með hléum til 5. júní 1967. Sjávardýpt á svæðinu var 130 metrar fyrir gos en þegar gosi lauk var Surtsey 2,65 ferkílómetrar og 174 metrahá. Mótun Surtseyjar heldur áfram Næst sýndi Ingvar jarðfræðikort af Surtsey eins og hún var við lok gossins. Ereyjan byggð upp af þremur aðaleiningum, gjósku, hrauni og svo strandsetinu norður af Surtsey. Að auki mynduðust tvær aðrar eyjar, Syrtlingur og Jólnir sem báðar brotn- uðu fljótlega niður vegna sjávargangs. AIls kom upp um einn rúmkílómetri af efni og þar af var um þrjátíu prósent hraun. Stærð Surtseyjar var mest 2,7 ferkílómetrar. Mótun eyjarinnar hélt áfram og er í gangi enn í dag þar sem sjávaraldan og jarðhitinn leika stærsta hlutverkið. Ekkert bólstraberg I borholunni I rannsóknarskyni var boruð hola niður á 180 metra dýpi árið 1979. Munaði litlu að hún næði niður á hinn foma sjávarbotn en hætta þurl'ti borun þar sem efnið neðst var það laust í sér að borinn festist. Þótti ekki svara kostnaði að halda bomn áfram. Það sem kom kannski mest á óvart við borunina var að ekki skyldi finnast bólstraberg f holunni. Þar sem talið var líklegt að gos hefði hafist ein- hveijum dögum áður en þess varð vart á yfirborði var talið líklegt að fyrstu dagana hefði bólstrabergshryggur verið að byggjast upp í sökkli Surtseyjar. Það bólstraberg fannst ekki í borholunni en þó sagði Ingvar að það þýddi ekki endilega að það væri ekki lil staðar. Hitínn hækkaði 1983 Hili í holunni hefur verið mældur með reglulegu millibili. Kemur í ljós að kólnun hefur verið töluverð á tíma- bilinu en mest þó efst og neðst í holunni. Það að hitinn sé mestur á miðri leið bendir til þess að það séu gangar eða innskot á því svæði sem gefa hitann og einnig sýnir þetta að Surtsey er nokkuð lek við gamla sjávarbotninn, það er að sjór virðist eiga nokkuð greiða leið þar undir. Þetta sést einnig á því að sjávarfalla gætir í borholunni og er tiltölulega lítil seinkun á sjávarföllum þar miðað við hafið umhverfis. Athygli vakti að á árunum 1983 til 1985 hækkaði hitinn nokkuð. Var það talið stafa af sigi hraunspildunnar. Fyrir utan þennan tíma lækkar hitinn um eina gráðu á ári og ef dregin er bein lína í gegnum punktana verður hitinn kominn niður í tíu gráður eftir 250 ár. Myndun móbergs hófst strax að loknu gosi og hefur hlutur móbergs á eyjunni aukist jafnt og þétt. Niðurbrot mest í aftakaveðrum Flatarmál eyjarinnar hefur tekið mikl- unr breytingum á þeim íjörutíu árum sem liðin eru frá því að hún mynd- aðist. Eins og áður hefur komið fram var Surtsey stærst 2,65 ferkílómetrar en í dag er hún komin niður í um 1,4 ferkílómetra. Það sem hefur komið mest á óvart er það hvað hraunið hefur brotnað hratt niður. Hefur komið í Ijós að dag frá degi er lítið að gerast hvað rof varðar og að niðurbrotið verður fyrst og fremst í aftakaveðrum. Gríð- arlega nrikið hefur brotnað niður af hrauninu og þá sérstaklega suðvestan- megin. Þegar hraunið hefur allt brotnað má reikna með að strandsetið hverfi einnig fljótlega og að eftir standi aðeins móbergskjaminn sem er 0,39 ferkílómetrar. Mun eyjan þá verða svipuð og aðrar úteyjar í kringum Heimaey eftir 150 til 200 ár. Sýndi hann mynd af Bjamarey til samanburðar en hún er talin vera fimm til sex þúsund ára gömul. Mótun Surtseyjar hefur sýnt vísindamönnum að allar úteyjar Vestmannaeyja em myndaðar á sama hátt við gos í sjó. Fæðing Surtseyjar í nóvember upphófust hamfarir hér I hafinu sunnan við Vestmannaeyjar Fóstra vor fjallkonan umbylti sér Og fijótlega fæddust hér þríburameyjar Einni við fögnunr, sem fertugri mær Fóm þær hinar í hafdjúpin tær. Ólafur Vestmann með færið sitt var Vasklega er dorgað á Isleifi gamla Húkkar hann ufsann úr kolsvörtum mar Hvað var nú þetta við síðuna að damla? Skútan svo hringsnýst og reknetin með Skrítið er margt, sem á sjó getur skeð. Fæðingarhríðamar hörðnuðu brátt Með hávæmm þmmum og mengandi gjalli Strókamir stigu í himininn hátt Og Surtsey var orðin að heilmiklu fjalli Sköpunin stóð meir en hálft Ijórða ár En fæðingarstyrkurinn var ekki hár Fjölmargir fræðingar biýndu sín nef, Fengu hér stórkostlegt rannsóknarfæri Framþróun lífsins á vísindavef Er vandlega færð svo að heimurinn læri Surtsey var lögð undir vísinda væng Og verður það meyjunnar framtíðarsæng. Þetta kvæði frumllutti Hilmir Högnason á Náttúrugripasafninu í tilefni þess að 40 ár voru frá því Surtsey var til. Þeir Kristján Guðmundsson, Kristján Egilsson og Egill Egilsson fóru fyrstir Islendinga út í Surtsey fyrir um fjörutíu árum síðan. Var það mikil svaðilför sem var rifjuð upp þegar þeir hittust í tilefni fjörutíu ára afmælis Surtseyjar í Náttúrugripasafninu á laugardaginn. Fáir á góðum tónleikum Einn efnilegasti tónlistarmaður á íslandi í dag, Hera, hélt tónleika í Eyjum á töstudagskvöldið. Hera er að kynna nýjan disk sem nýkominn er út og heitið Hatlð þennan dag. Er þetta annar diskur hennar á íslandi og hefur honum verið vel tekið af gagnrýnendum. Reyndar er þetta fimmti diskurinn sem hún gefur út en í fyrsta skipti syngur hún á íslensku. Á diskinum er bæði að finna frumsamin lög sem og lög eftir aðra tónlistarmenn. Syngur hún meðal annars lög eftir Megas, Bubba Morthens og KK. Það olli henni og aðstandcndum tónleikanna vonbrigðum hversu fáir mættu en aðeins um þrjátíu gestir komu. Reyndar kom það ekki niður á gæðum tónleikanna en Hera flutti lög af nýja diskinum sem og eldri lög og kunnu tónleikagestirnir vel að meta frammistöðu hennar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.