Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2003, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2003 Til hamingju með afmælið! hann framkvæmda- stjóri Viðlagasjóðs í Eyjum og hafði m.a. það erfiða hlutverk að semja við marga tjónaþola um bætur og fékk fyrir það ýmist hrós eða bölv eins og gengur. Fljótlega eftir gosið fór hann að starfa fyrir Vinnuveitenda- félag Vestmannaeyja og Samfrost og síðan leiddi eitt af öðru og hann gerðist for- maður Samtaka fisk- Amar Sigurmundsson varð sextugur í gær. 19. nóvember. Hann þarf vart að kynna fyrir Vestmannaeyingum, svo kunnur er maðurinn. Hann fæddur er og uppalinn í Eyjum, og hcfur alla sína tíð búið þar. Víða hefur Arnar komið við sögu Eyjanna og þá gjaman látið til sín taka. Sem sannur miðbæjar-Eyjapeyi iðkaði hann íþróttir og þótti mjög liðtækur, bæði sem frjálsíþróttamaður og knatt- spyrnumaður. Um tíma starfaði hann við verslunarstörf og á þeim árnin var hann formaður Verslunarmanna- félags Vestmannaeyja. í gosinu var vinnslunnar, starf sem hann gegnir enn. En að fara að telja upp allar þær stjómir og nefndir sem afmælisbamið hefur fengist við, væri að æra óstöðugan. En rauði þráðurinn í lífi hans, - eða kannski sá blái - er pólitíkin. Þar stimplaði hann sig inn sem unglingur og hefur alla tíð verið einlægur sjálfstæðismaður. Verið formaður fulltrúaráðs flokksins og bæjarfulltrúi til margra ára og bæði verið sigurvegari og tapari, en alltaf jafn trúr sinni sannfæringu. Vinsæll og óvinsæll eins og gengur, en alltaf virtur, hvort sem er af samherjum eða pólitískum andstæðingum. Er skemmst að minnast orða sem féllu á síðasta bæjarstjórnarfundi, þar sem Arnar var fjarstaddur, að hans væri sárt saknað á fundinum, þar sem hann héldi uppi málefnalegri og skipulegri umræðu. Eða orð kunns lögfræðings, sem þekktur er fyrir annað en stuðning við Sjálfstæðisflokkinn. í grein í Fréttum fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar segist hann geta hugsað sér Amar Sigurmunds- son, sem næsta bæjarstjóra og segir að hann muni leysa það farsællega af hendi í samráði við alla aðila og koma skútunni, bæjarfélaginu, á réttan kjöl og stýra upp úr öldudalnum. Þar fari maður sem vinni þau verk, sem hann tekur að sér, af einurð og kostgæfni og hlaupi ekki undan ábyrgð. Arnar hefur mjög kynnt sér sögu Vestmannaeyja og standa fáir honum þar á sporði, og þessar vikumar stýrir hann námskeiði á vegum Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja, sem hann kallar Húsin í götunni. En Viska er einmitt verkefni, sem hann öðrum fremur á heiður að og gott dæmi um hverju hann hefur áorkað. Ekki er ætlunin að rekja allan hans feril í þessum fátæklegu orðum, en tipla aðeins á þeim hliðum þar sem ég hef kynnst honum. Seint um haustið 1972 stofnaði hann við fjórða mann prent- smiðjuna Eyjaprent. Ekkert varð af því að fyrirtækið hæfi rekstur það árið. Fyrsta prentvélin sem fyrirtækið keypti, var á leið með Herjólfi aðfaranótt 23. janúar 1973, gosnóttina. Fór vélin því aftur með skipinu til Reykjavíkur, daginn eftir. En strax og gosinu lauk, var farið að huga að prentsmiðjunni á ný og fyrsta blað Frétta leit dagsins ljós síðla júní- mánaðar 1974. Það má því segja að saga Frétta og Arnars Sigurmunds- sonar sé samtvinnuð og verður ekki sundurskilin. Hann varð stjómar- formaður Eyjaprents árið 1986 og hel'ur verið það sfðan. Þótt oft sé sagt að menn fái ekki lofið fyrr en þeir eru látnir, verð ég að segja það, að meiri drengskaparmanni en Amari Sigurmundssyni, hef ég ekki kynnst. Eiginkona Amars er Guðrún Stefánsdóttir, þau hjónin voru að heiman á afmælisdaginn, en ef ég þekki Arnar rétt, verður ijarveran ekki löng, hann unir sér alltaf best í Vestmannaeyjum, þar á hann heima. Gísli Valtýsson Bflskúrsútsala Mll kv. í knattspymu hefur ákveðið að halda bflskúrsútsölu / flóamarkað í byrjun desember. Ef þú átl eitthvað „dót“ s.s. bækur. húsgögn, föt, leikföng sem þú vilt losna við þá myndum við vilja þiggja það með þökkum og gætum sótt það ef þess er óskað. Hvernig væri að byrja á jólahreingerningunni strax og styrkja gott málefni í leiðinni. Ef þið hafið áhuga halið þá samband í síma 481 -2779 eða 695-5753. Með fyrirfram þökk M.fl. kv. ÍBV Iftctri næring - bætt licilsa Yiltu léitnsi Eda þyngjasi ? Þú geiur þad med Herbalife! Iltifðn samhaiMl. Sirrý (iuriliirs. Síini: UU7 fittlMi l.inila .lólianni'sil. Sínii: áfM>2 Wlöf Arn&jríniMl. Sinii: l«i I á.'táli MURVALUTSYN Ur^boö í Eyjum Friöfinnur Finnbogason yj|7w 481 1166 481 1450 Snyrtistofa & verslun Skólavcgi 6 - 481 3330 Fanney öísladóttir snyrtifrœðingur Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Ólafs Sveinbjörnssonar Illugagötu 73 Guð blessi ykkur öll Kristín Georgsdóttir Georg Óskar Ólafsson Hera Dís Karlsdóttir Oddný Bára Ólafsdóttir Gunnar Kristjánsson Vignir Ólafsson Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir Þórir Ólafsson Guðmunda Jóna Hlífarsdóttir Bamaböm FRAMHALDSSKÓLINN í VESTMANNAEYJUM Sjómannanámskeið VÉLGÆSLUNÁMSKEIÐ - TRILLUR. Framhaldsskólinn ráðgerir að halda vélgæslunámskeið fyrir trillukarla og konur. Námskeiðið verður 65 tímar og verður skipulagt í samráði við þátttakendur. Nánari upplýsingar fást hjá Gísla Eirílcssyni, yfirmanni vélstjómarbrautar, sími 488-1085. Þeir sem áhuga hafa á að sitja námskeiðið, þurfa að skrá sig á skrifstofu skólans, sími 488-1070. SKIPSTJÓRNARNÁMSKLIÐ - PUNGAPRÓF. Ef næg þátttaka fæst verður boðið uppá 30 tonna námskeið á vorönn. Fullkominn tækjabúnaður og fúll réttindi til þessarar kennslu eru fyrir hendi í skólanum. Áhugasamir skrái sig á skrifstofu, í síma 488-1070 Skólameistari Auqnlæknir___________________— Gunnar Sveinbjörnsson augnlæknir verður með móttöku 24. - 28. nóvember.Tímabókanir verða mánud. 24. og þriðjud. 25. nóv. kl. 9 -14. Sími 481 -1955. Húðsjúkdómalæknir Birkir Sveinsson húðsjúkdómalæknir verður með móttöku 28. og 29. nóv.Tímabókanir veröa mánud. 24. og þriðjud. 25. nóv kl. 9-14. Sími 481 1955. Barnalæknir er væntanlegur í byrjun desember. Háls- nef- og eyrnalæknir er væntanlegur 10. desember. Verður nánar auglýst síðar. Heilbricðisstofnunin Vestmannaeyjum Smáar Herbalife Vantar þig aukatekjur - miklar tekjur, eða/og betri heilsu, þyngjast, léttast, meiri orku og gott með íþróttum. Kíktu á www.heilsufrettir.is/sigrune. sími 867-0467. Til sölu 4 nýleg negld vetrardekk á 5 bita álfelgum. Verð 35 þús. Uppl. í s. 896-3640. íbúð til leigu Tveggja herbergja íbúð í austur- bænum til leigu. Laus strax. Uppl. í s. 481-1811. Til sölu Til sölu hvítur háfur með viftu. Uppl. ís. 481-2569. Handverksfólk Þeir sem vilja vera með á Jóla- markaði handverksfólks láti vita í s. 481-1804 / 866-2743. Odda Bára. Til sölu King size hjónarúm frá Svefn og Heilsu, 3 mánaða gamalt. Kostar nýtt 160 þús. Tilboð óskast. Uppl. í s. 868-2126/481-2453. Til sölu Hljómborð 3ja ára með innbyggðu studio. Verð 20-25 þús. Einnig til sölu sófasett (3+1+1), stólar þarfnast lagfæringar. Tilboð. Uppl. í s. 481-2147. Til sölu Barnarúm, Símó barnavagn, skipti- taska, kerrupoki, baðborð og bílstóll (9-18 kg). Notað af einu barni, vel með farið. Uppl. í s. 481-1979 eftir klukkan 17.00. Einstaklings íbúð til leigu Lítil 2ja herbergja íbúð til leigu. laus strax. Uppl. ís. 481-2597 Erna Jónsdóttir frá Gerði verö 60 á þriðjudaginn 18. nóv. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Ásgarð laugardaginn 22. nóvfrá kl. 18.-21 AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun. kl. 11.00 mán. kl. 20.30 Sporafundur, reyklaus þri. kl. 18.00 Nýliðadeild þri. kl. 20.30 Kvennafundur mið. kl. 20.30 reyklaus fundur fim. kl. 20.30 fös. kl. 19.00 reyklaus fundur lau. kl. 20.30 opinn fjölsk.fundur, reykl. Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.