Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2003 Vinabæjar- sambandið við Götu Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs, lagði fyrir ráðið bréf vegna vinabæjarsamskipta milli Vestmanna- eyjabæjar og Götu kommunu í Færeyjum. Þar kemur Andrés inn á ferð sína til Færeyja síðasta sumar þar sem hann fór sem fulltrúi Vestmannaeyjabæjar til að stofna formlega til vinarbæjar- sambands. Fór hann ásamt konu sinni með hópi Kiwanismanna úr Eyjum sem hafði áður undirbúið ferðina til að afhenda stóra eftirlíkingu af fótbolta sambærilegum og er hér við Hásteins- völl. Skrifað var undir samkomulag um vinabæjarsamband sunnudaginn 15. júní og kom það í hlut Andrésar og Halldóru Ranghamar bæjarstjóra Götu. Upplýsti Andrés einnig í bréfinu að það hafi verið samkomulag á milli þeirra að Eyjamenn listuðu upp félög og samtök í bænum sem með starfsemi sinni gætu eflt og styrkt samstarf og vináttu á milli bæjar- félaganna. Guðmundur Þ.B. Ólafsson íþrótta- fulltrúi vann listann og var hann lagður fram ásamt bréfi Andrésar. Fjárhagsáætl- un í lok janúar Samþykkt var á fundi bæjarráðs 22. desember sl. að nefndir á vegum bæjarins skulu skila tillögum sínum vegna íjárhagsáætlunar fyrir næsta ár fyrir 18. janúar. Fór fjárhagsáætlun í gegnum fyrri umræðu í bæjarstjóm 18. desember sl. Má því búast við að áætlunin verði afgreidd úr bæjarstjóm í lok janúar eða byijun febrúar. Styrkja áramótaball Körfuknattleiksdeild ÍV sendi bæjarráði tölvupóst í síðustu viku þar sem farið er fram á 150 þúsund króna styrk til að halda áramótadansleik fyrir 16 til 18 ára unglinga eins og samþykkt var á síðasta ári. Bæjarráð samþykkti erindið. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyja fyrir árið 2004: Heildartekjur 1.470 milljónir króna -Gjöld verða 1.382 milljónir - Laun og launatengd gjöld eru 855,6 milljónir eða um 58% af útgjöldum - Vöm- og þjón- ustukaup eru 482,2 milljónir, eða um 33% af útgjöldum. Styrkir og framlög eru 106,6 milljónir eða um 7% af útgjöldum Bæjarstjóri fylgdi fjárhagsáætlun Vestmannaeyja fyrir árið 2004 úr hlaði á fundi bæjarstjómar síðasta þann 18. desember sl. Þar kemur fram að útsvarshlutfall er óbreytt frá fyrra ári, eða 13,03% og em tekjur áætlaðar 926 milljónir króna. Álagður fast- eignaskattur er áætlaður 93,2 m. kr. sem er hækkun um 3% milli ára. Elías Bergur Ágústsson, bæjarstjóri, sagði að fjárhagsáætlunin fyrir árið 2004, sem lögð var fram til fyrri umræðu á fundinum, væri unnin í samræmi við nýjar reglur um bókhald sveitarfélaga og byggði á hugmyndum um rammafjárhagsáætlun og því væri ekki um hefðbundna áætlun að ræða frá því sem verið hefur. „Þær breyt- ingar sem urðu á bókhaldi sveitar- félaga gera allan samanburð við fyrri ár erfiðan ef ekki ómögulegan. Er það bæði að uppsetning fjárhagsáætlun- arinnar er með breyttu sniði og einnig eru nokkrar breytingar á bókhaldi hjá hinum ýmsu rekstrareiningum. Nú skiptist rekstur sveitarfélagsins í A- og B-hluta, þar sem A-hlutinn er einingar sem að mestu leyti eru íjármagnaðar með skatttekjum meðan B-hlutinn er að mestu fjármagnaður með eigin tekjum. Jafnframt eru nú skarpari skil milli A- og B-hluta fyrir- tækja en verið hefur og vextir reiknaðir á milli eininganna. A-hlutinn skiptist í aðalsjóð, eignarsjóð, Áhalda- hús, Malbikunarstöð og grjótnám en B-hlutinn skiptist í hafnarsjóð, fráveitu, líkamsræktarsal, félagslegar íbúðir og Hraunbúðir," sagði Bergur Elías. Hann sagði að til hagræðis, og í samræmi við ný lög um bókhald sveitarfélaga, sé áætluninni skipt í aðalsjóð, sem er nokkum veginn gamli bæjarsjóðurinn, aðra sjóði og stofnanir og loks samstæðu. „Þessi nýja framsetning á fjárhagsáætlun og ársreikningi er í takt við það sem almennt gerist í atvinnulífinu og gefur gleggri mynd en áður af afkomu heildarinnar. Áætlunin var að mestu unnin af bæjarstjóra, framkvæmdastjórum og íjáimálastjóra. Gert er ráð fýrir því að milli umræðna taki forstöðumenn og nefndir við og geri sínar tillögur til bæjarstjórnar. Þar sem hér er um rammafjárhagsáætlun að ræða, og í fyrsta skipti sem slík er gerð hjá Vestmannaeyjabæ, er líklegast að áætlunin taki þó nokkuð miklum breytingum milli umræðna. Það er þó kostur við fyrirliggjandi ramma að allar breytingar eru gagnsæjar og fljótlegt að taka ákvarðanir um fjár- mögnun ef þörf krefur.“ Tekjuforsendur - Útsvar: Útsvarshlutfall er óbreytt frá fyrra ári, eða 13,03%. Gert er ráð fyrir tekju- aukningu um 4,5% í samræmi við spá Sambands íslenskra sveitarfélaga og eru tekjur áætlaðar 926 milljónir króna, þar af staðgreidd útsvör 906 m. kr. og eftirágreidd útsvör 20 m. kr. Gert er ráð að atvinnustig á árinu 2004 verði ekki lakara en það var á árinu 2003. Fasteignaskattur: Álagður fasteignaskattur er áætlaður 93,2 m. kr. sem er hækkun um 3% milli ára. Á þessari stundu liggur ekki fyrir niðurstaða fasteignamats í Vest- mannaeyjum frá Fasteignamati ríkisins en það er vonandi að ofan- greind hækkun sé varlega áætluð. Gert er ráð fyrir því að framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fasteignaskatts verði 67 m. kr. á móti framlagi að upphæð 63,7 m. kr. á árinu 2003. Holræsagjald: Holræsagjald verður 37,2 m. kr. en var 36,1 m. kr. árið 2003. Holræsagjaldið tekjufærist nú undir Fráveitu í B-hluta samstæðunnar. Jöfnunarsjóður: Þjónustuframlag verður 50 m. kr. og grunnskólaframlag 30 m. kr. Er um verulega lækkun að ræða á grunn- skólaframlaginu en á árinu 2002 bárust 61,5 m. kr. og 30 m. kr. árið 2003. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru þó nokkuð miklar sveiflur á þessu framlagi milli ára og eru sveiflur jafnaðar tvö ár aftur í tímann miðað við álagningu útsvars. Það veldur því að mjög erfítt er að gera raunhæfa áætlun um þennan tekjustofn og er mikil óánægja hjá sveitarfélögum vegna þess. Aðalsjóður - Rekstur: Aðalsjóður skilar hagnaði að upphæð 87.8 m. kr. og veltufé frá rekstri er 88.9 m. kr. þegar tekið hefur verið tillit til reiknaðra liða, s.s. afskrifta. Gjöld eru 1.382 m. kr. samtals og tekjur 1.469,7 m. kr. Laun og launa- tengd gjöld eru 855,6 m. kr. eða um 58% af útgjöldum. Vöru- og þjón- ustukaup eru 482,2 m. kr. eða um 33% af útgjöldum. Styrkir og framlög eru 106,6 m. kr. eða um 7% af út- gjöldum. Aðrir liðir vega minna en það er nokkuð sérstakt að fjármagns- liðir sýna jákvæða útkomu. Er það vegna þess að reiknaðir eru vextir milli aðalsjóðs og annarra sjóða og stofnana. Þar ber hæst vaxtareikning milli Eignarsjóðs og Aðalsjóðs að upphæð 86 m. kr. Fjárfestingar: Helstu fjárfestingar Aðalsjóðs eru 40 m. kr. til byggingar menningarhúss, 5 m. kr. til undirbúnings að nýjum leikskóla, 25 m. kr. til gatnagerðar, 10 m. kr. til að ljúka framkvæmdum við íþróttamiðstöð og 15 m. kr. úl sérstaks átaks í upplýsingatækni í grunn- skólum bæjarins. Aðrir sjóðir og stofnanir: Aðrir sjóðir og stofnanir sýna rekstr- arhalla að upphæð 132,2 m. kr. en skila jákvæðu veltufé frá rekstri sem nemur 20 m. kr. þar sem afskriftir nema 152,3 m. kr. Eignarsjóður: Þar eru flestar eignir bæjarins sem notaðar eru til eigin nota, þ.e. ekki í útleigu til annarra. Eignarsjóður skilar 20,5 m. kr. en afskriftir eru 33,6 m. kr. Ekki er gert ráð fyrir viðhaldi húsnæðis í fyrirliggjandi áætlun. Það þarf því við síðari umræðu um fjárhagsáætlunina að ákveða hversu miklu skuli varið til viðhalds húsnæðis og jafnframt ákveða hvemig það skuli fjármagnað. Áhaldahús og skyld starfsemi: Gert er ráð fyrir venjubundnum rekstri en ívið minni umsvifum en oft áður. Áhaldahúsið er með rekstrarhalla að upphæð 21,9 m. kr. og em afskriftir að upphæð 2,3 m. kr. Malbikunarstöð og gijótnám em gerð upp á núlli eins og venjan hefur verið lengi. Hafnarsjóður: Rekstur er óbreyttur frá fyrra ári. Hafnarsjóður er með rekstrarhalla að upphæð 84,5 m. kr. en afskriftir nema 103,4 m. kr. Veltufé frá rekstri er því um 19 m. kr. Áætlaðar fjárfestingar nema nettó 125 m. kr. og er gert ráð fyrir lántöku til fjármögnunar því sem á vantar í fyrirliggjandi áætlun. Fráveita: Fráveita sýnir rekstrarhalla að upphæð 3,8 m. kr. en þá hefur verið tekið tillit til ffamkvæmda að upphæð um 25 m. kr. Líkamsræktarsalur: Er nú í fyrsta skipti gerð sérstök áætlun um Líkamsræktarsal íþrótta- miðstöðvar í samræmi við úrskurð Samkeppnisstofnunar. Rekstur salar- ins sýnir hagnað að upphæð 247 þús. krónur Félagslegar íbúðir: Félagslegar íbúðir eru reknar með halla að upphæð 28,8 m. kr. en þar að auki er gert ráð fyrir fjárfestingu að upphæð 25 m. kr. Gert er ráð fyrir lántöku til fjármögnunar á þessu. Hraunbúðir: Gert er ráð fyrir halla að upphæð 13,9 m. kr. í rekstri Hraunbúða. Samstæða: Samstæðan sýnir rekstrarhalla að upphæð 44,4 m. kr. en jákvætt veltufé frá rekstri að upphæð 109 m. kr. Fjárfesting er að upphæð 245 m. kr„ afborganir lána nema 234,7 m. kr. og ný lán eru 364,7 m. kr. Lokaorð: „Rekstur Vestmannaeyjabæjar verður nokkuð þungur á árinu 2004 og á ég ekki von á því að það fari að sjá batamerki fyrren á árinu 2005. Ýmsar aðgerðir em þó í gangi sem ég vona að skili okkur fram á veginn s.s. hug- myndir um fasteignafélag og athugun á skuldasamsetningu. Vil ég í lokin þakka þeim sem unnið hafa að gerð áætlunarinnar um leið og ég legg hana fram til fyrri umræðu í bæjarstjóm Vestmanna- eyja,“ sagði Bergur Elías að lokum. Þann 22. desember var haldinn fundur númer 2700 í bæjarráði. Hann sátu Páll Einarsson, Andrés Sigmundsson, Stefán Jónasson, Bergur Elías Ágústsson og Arnar Sigurmundsson. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursvejnn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: f retti r @ eyjaf retti r. is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, Bónusvideó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.