Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 4
4
Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2003
Líkamsárás
Alls voru 162 færslur skráðar í
dagbók lögreglunnar um hátíðamar
og ekki hægt að segja að stórvægileg
atvik hafi átt sér stað yfir jólin.
Ein líkamsárás var pó kærð til
lögreglu en hún átti sér stað aðfaranótt
annars í jólum fyrir utan Lundann.
Þama höfðu tveir menn lent í átökum
sem enduðu með því að flytja þurfti
annan á sjúkrahús með skurð á höfði.
Kærulausir
ökumenn
Af umferðarmálum er það helst að
frétta að einn ökumaður var stöðvaður
vegna gmns um ölvun við akstur. Þá
var ökumaður kærður sem var að aka
utan vega í Heijólfsdal og annar sem
var að aka um bæinn með tvo menn á
sleða í eftirdragi.
Tvö umferðaróhöpp vom kærð til
lögreglu í vikunni. Annað átti sér stað
á Þorláksmessu þar sem árekstur varð
á Strandvegi þegar bifreið sem ekið
var afturábak lenti á kyrrstæðri
bifreið. Hitt óhappið átti sér stað að
morgni föstudags við Höfðaból en
ökumaður missti stjóm á bifreið sinni
með þeim afleiðingum að bifreiðin
lenti utan vega. Ekki urðu slys á fólki
í þessum óhöppum.
Farið varlega
með skotelda
Lögreglan óskar Vestmannaeyingum
sem og landsmönnum öllum gleðilegs
nýs árs og hvetur fólk til að fara
varlega með skotelda og gæta íyllstu
varúðar í meðferð þeirra. Lögreglan
vill sérstaklega beina því til foreldra
að ræða við böm sín um þá hættu sem
skapast getur við meðferð skotelda.
Breytingar á gjaldskrá leikskólanna:
Afsláttur fyrir skólafólk
og einstæða foreldra
Tekist var á um gjaldskrá leikskólanna
á fundi bæjarráðs 22. desember sl.
Meirihluti skólamálaráðs lagði til á
fundi ráðsins að þrískipta verðskránni
þannig að mismunandi sé hversu hátt
leikskólagjald fólk borgar.
Þannig er almennt gjald fyrir átta
tíma vistun með fullu fæði 24.752
krónur. Flokkur 2 veitir 25% afslátt af
leikskólagjöldum en samkvæmt hon-
um greiða foreldrar þar sem annað
foreldrið er í námi og ef annað foreldri
er öryrki. Gildir þetta fyrir háskóla-
nemendur en einnig þá sem stunda
fullt nám í framhalds-, mennta, fjöl-
brauta- og iðnskóla. Kostar þá átta
tíma vistun með fullu fæði 19.644
krónur. 30% afsláttur er svo veittur
einstæðum foreldmm og foreldrum
þar sem báðir em í námi. Þá er átta
tíma vistun 18.622 krónur.
Arnar Sigurmundsson (D) sagði í
bókun á fundi bæjarráðs að með til-
lögunum sé gert ráð fyrir að lækka
gjaldskrá leikskóla fyrir ákveðinn hóp
skólafólks, án þess að fram komi með
hvaða hætti tekjutapi skuli mætt í
rekstri leikskólanna á næsta ári.
Sagðist Amar andvígur því að lækka
leikskólagjöld hjá sumum aðilum, en
hækka hjá öðmm á sama tíma. Oskaði
hann eftir því að fyrir næsta fundi
bæjarráðs liggi útreikningar á væntan-
legri tekjulækkun leikskólanna.
Andrés Sigmundsson og Stefán
Jónasson bókuðu þá og sögðu að ekki
væri um neina hækkun að ráða.
„Skólamálaráð er með samþykkt sinni
að koma til móts við barnafólk er
stundar framhaldsnám. Þessi ákvörð-
un ráðsins fellur að stefnu meirihluta
bæjarstjómar í málefnum bæjarins.
Skólamálaráð mun skila sinni fjár-
hagsáætlun til bæjarráðs eins og aðrar
nefndir og þá munu umbeðnar
upplýsingar liggja fyrir.
KEIKÓ dvaldi í fjögur ár í kví sinni í Klettsvík.
Að Keikó gengnum:
Einn og hálfur millj-
cirður króna til einskis?
Háhymingurinn Keikó dó úr lungna-
bólgu laugardaginn 13. desembersl.,
sama dag og Saddam Hussein var
dreginn upp úr holu í Irak. Þó dauði
háhymingsins hafi ekki vakið eins
mikla athygli og handtaka einræðis-
herrans fyrrverandi vom margir sem
stöldmðu við fréttina.
Keikó varð frægur þegar hann lék í
Hollywood kvikmyndinni, Free
Willy. Hann var fluttur til Vestmanna-
eyja haustið 1998 og dvaldi í Klettsvík
næstu árin meðan verið var að reyna
að sleppa honum aftur út í náttúmna.
Þær tilraunir heppnuðust ekki og
sumarið 2002 synti háhymingurinn
inn í fjörð við Noreg þar sem hann
dvaldi síðustu mánuði ævi sinnar.
Nú hafa vaknað upp spumingar í
Bandaríkjunum um verkefnið og þær
tjárhæðir sem fóm í það. í grein í
dagblaðinu New York Times þann 27.
desember sl. skrifar Clive D.L.
Wynne, prófessor við Flórídaháskóla,
grein þar sem hann segir að nú ætti
fólk að staldra við og spyrja sig hvort
það sé réttlætanlegt að láta slíkar
Qárhæðir í eina skepnu þegar mikill
fjöldi fólks líður skort í heiminum.
Segir hann að yfir 20 milljónir
bandaríkjadala hafi farið í verkefnið
en það samsvarar einum og hálfum
milljarði íslenskra króna. Hann segir
aldrei neitt hafa legið fyrir að Keikó
sjálfur hafi viljað frelsið líkt og þeir
sem sáu um hann og í raun hafi allt
bent til þess gagnstæða.
I lok greinarinnar segir: „Undir það
síðasta var Keikó umkringdur sér-
fræðingum sem fæddu hann með
dauðum fiski og árlegur kostnaður við
það var um hálf milljón bandaríkja-
dala og unnu þeir skipulega að því að
frelsa hann. Þrátt fyrir allan þann
pening, tíma og einbeittan vilja, dó
Keikó ekki nálægt sínum líkum,
heldur liggjandi hálfur upp á bryggju,
leitandi ásjár manna.“
Fræðslu- og símenntunarmiðstoð
Vestmannaeyja
Fyrirlestur - opinn almenningi
Magnús og Snœfríöur - um tvíleik alkóhólismans
mánudaginn 5. janúar kl. 20 í Akóges
í þessum fyrirlestri fjallar Hlín Agnarsdóttir, höfundur
bókarinnar Aö láta lífið rœtast - ástarsaga
aöstandanda, um tilurö bókar sinnar og speglar reynslu
sína, sem aöstandandi alkóhólista, í frcegum sögu-
persónum Halldórs Laxness, hjónunum Magnúsi í
Brœöratungu og Snœfríði íslandssól. Magnús átti viö
alvarlega drykkjusýki aö stríöa og Snœfríður fór ekki
varhluta af henni. Hlín skoöar drykkjumunstur Magnúsar
og viöbrögö Snœfríðar eiginkonu hans viö því. í
fyrirlestrinum talar hún um kvöl aðstandandans og hvort
hún sé óumflýjanleg.
íþrótta- og æskulýðsráð
Ágreiningur um fundarsköp
-Minnihlutafulltrúi neitaði að skrifa undir fundargerð ráðsins
fyrir en vissi náttúrulega ekki hvað
hafði gerst og ímyndaði mér því allt
það versta. Eg var ótrúlega feginn
þegar ég frétti það strax eftir messu að
enginn hefði meiðst, þetta minnir
mann á það hvað dauðir hlutir hafa í
raun lítið gildi í samanburði við líf og
heilsu," sagði Fjölnir.
Þeir sem sóttu messu þessa jólanótt
sögðust ekki hafa séð það á presti hve
mjög honum var brugðið og þótti
messan hin ágætasta.
að búið sé að ráða í stöðuna.
„Við hörmum það hvemig staðið
var að auglýsingu og ráðningu í um-
rætt starf og teljum að hefði íþrótta- og
æskulýðsráð farið með málið, hefði
það ekki þróast á þennan veg.“
Neðst í fundargerðinni stóð svo að
Elliði Vignisson hafi neitað að skrifa
undir fundargerðina og tjáði að Helga
B. Olafsdóttir myndi gera það einnig.
Amar Sigumundsson (D) tók undir
gagnrýni Elliða og Helgu og
jafnframt lýsti hann furðu sinni á
þeim vinnubrögðum formanns
ráðsins að neita að taka bréf Erlings
Richardssonar á dagskrá fundarins,
nema undir liðnum önnur mál.
„Á sama hátt er vægast sagt mjög
sérstakt að ritari ráðsins skuli bóka
neðanmáls í fundargerðinni án þess
að geta þess að ágreiningur hafi verið
um fundarsköp og vinnubrögð
formanns ráðsins.“
Andrés Sigmundsson og Stefán
Jónasson bókuðu og sögðu formann
íþrótta- og æskulýðsráðs hafa tekið öll
þau mál á dagskrá er beðið var um af
nefndarmönnum. Eðlilegt sé að ritari
ráðsins geri grein fyrir því ef ein-
hverjir nefndarmenn neiti að rita undir
fundargerðina eins og í þessu tilviki.
Eftirminnileg
jól hjá klerki
Um miðnætti á jólanótt var slökkvilið
kallað að prestssetrinu við Hólagötu
vegna þess að kviknað hafði í kerta-
skreytingu betur fór þó en á horfðist
þar sem bamfóstmnni hafði þá tekist
að ráða niðurlögum eldsins.
Presturinn, séra Fjölnir Ásbjöms-
son, var á
sama tíma að
syngja mið-
næturmessu í
Landakirkju.
„Mér varð
ekki um sel
þegar ég sá,
þar sem ég
stóð í prédikunarstólnum, að eigin-
konan yfirgaf kirkjuna eftir að henni
höfðu verið færð skilaboð. Eg áttaði
mig á því að eitthvað hefði komið
Enn em átök í íþrótta- og æsku-
lýðsráði. Undir liðnum önnur mál var
lagt fram bréf Erlings Richardssonar
vegna ráðningar á íþrótta- og
æskulýðsfulltrúa.
Elliði Vignisson og Helga Olafs-
dóttir (D) lögðu fram bókun í
framhaldinu þar sem segir meðal
annars að bréfritari haldi því fram að
ráðningin hafi verið pólitískt ákveðin
og ekki stuðst við þær kröfur sem
gerðar vom í auglýsingu um starfið.
Jafnframt fer hann fram á að aðrir
umsækjendur verði beðnir afsökunar á
þessum slælegu vinnubrögðum og að
þeir sem stóðu að ráðningunni segi af
sér. Segjast þau áður hafa bent á að
vitlaust hafi verið staðið að málum og
benda þau á að enn liggur ekki fyrir
starfslýsing þessa nýja starfs þrátt fýrir
Nýfæddir 9«
Vestmannaeyingar
Þann 26. júlí sl.
eignuðust Laufey
Ómarsdóttir og
Marteinn Ingason
dóttur sem skírð
hefur verið Halla
Líf. Hún fæddist á
Sjúkrahúsi
Suðumesja og var
3055 grömm og 48
cm við fæðingu.
Fjölskyldan býr í
Garði.