Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 14
14
Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2003
Umfangsmikil æfing
Fjölmenn flugslysaæfing var haldin í
Vestmannaeyjum. Gekk hún út á að
flugvél hefði hlekkst á við suðurenda
flugbrautarinnar og voru síðan björg-
unarstörf og viðbrögð æfð út ífá þeirri
forsendu. Æfingin þótti takast hið
besta en í ljós kom að sá þáttur sem
snýr að fjarskiptatækjum björgunar-
manna mætti vera betri.
Nýr menningarfulltrúi
og bókasafnsfræðingur
Sigurgeir Jónsson var ráðinn í stöðu
menningarfulltrúa bæjarins, í 50%
starf, tímabundið í níu mánuði og
Halla Einarsdóttir í 50% starf
bókasafns- og upplýsingafræðings,
tímabundiðtil l.júnínk.
Fjölsótt
verslunarmannabail
Ein af stærstu uppákomunum á árum
áður í skemmtanalífinu í Eyjum voru
verslunarmannaböllin. Og miðað við
þann flölda sem sótti ballið að þessu
sinni, má ætla að þessi uppákoma sé
komin til að vera áfram.
Talandi hjartastuðtæki
Félag hjartasjúklinga í Vestmanna-
eyjum afhenti Heilbrigðisstofnun tvö
hjartastuðtæki að gjöf en verðmæti
tækjanna er um 400 þúsund krónur.
Tækin eru mælt á enska tungu en
verður fljótlega skipt út fyrir önnur
sem tala ástkæra ylhýra málið.
Atgangur I þrumuveðri
Þrumur og eldingar eru ekki algengir
atburðir í Vestmannaeyjum og ekki
oft sem þau nátúrufyrirbrigði raska ró
íbúa í Eyjum. En það gerðist þó eina
nóttina og var atgangurinn slíkur að
fjöldi fólks hrökk upp af nætursvefni
og varð sumum ekki svefnsamt á ný
fyrr en seint og um síðir meir.
Sauðfé 1 Eyjum 1 hættu?
Flutningar á sauðfé til Eyja eru
bannaðir vegna hættu á sjúkdómum
en í Eyjum er að fínna eina full-
komlega örugga svæðið á landinu
með tilliti til sauðíjársjúkdóma. Því
kom það eins og köld vatnsgusa
framan í marga þegar upp komst að
einhveijir úr hópi sauðfjárbænda
hefðu smyglað tveimur hrútum hingað
ofan af landi. Ekki var það til að bæta
stöðuna að þeir voru báðir frá
riðuveikisvæði. Yfirvöld brugðu
skjótt við, tóku hrútana og fluttu þá á
rannsóknastöðina að Keldum, auk
þess sem gerðar voru ráðstafanir til að
koma í veg fyrir hugsanlegt smit. Þeir
sem stóðu fyrir þessum búfjár-
flutningum til Eyja mega eiga von á
kæm vegna þessa.
Alvaiiegt einelti
Einelti er alltaf alvarlegt en þótti í
alvarlegra lagi þegar tveir drengir, 15
og 16 ára, réðust að 13 ára stúlku í
miðbænum. Kunnugir sögðu að þetta
einelti hefði staðið yfir um nokkurt
skeið. Móðir stúlkunnar sagði að
stúlkan væri farin úr bænum og dveldi
nú annars staðar enda hefði umhverfið
verið henni ógnvænlegt, bæði í skóla
og utan hans.
Góðir unglingar
en daprir í Eyjum
Það vakti athygli þegar birt var könn-
un, sem fyrirtældð Rannsóknir og
greining stóð fyrir, að unglingar í
Eyjum em undir landsmeðaltali í
neyslu áfengis, tóbaks og fíkniefna og
enn lægri sé miðað við unglinga á
höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti
kom líka fram að unglingum í Eyjum
líður ekki vel, sálarlega, og sérstaklega
var sú líðan slæm hjá strákum. Þá
kom einnig fram í þessari fróðlegu
Védís Guðmundsdóttir hélt tónleika ásamt foður sínum og tókst einkar vel
upp eins og búast mátti við.
skýrslu að nemendur í Eyjum skrópa
mun oftar úr skóla en jafnaldrar þeirra
annars staðar á landinu.
11 ára Ijóðskáid
Birgitta Ósk Valdimarsdóttir, 11 ára
nemandi í Hamarsskóla, hlaut þriðju
verðlaun í ljóðasamkeppni sem
samtök bókasafna stóðu fyrir. Ljóðið
hennar hét Sumardagurinn fyrsti.
Nýr íþrótta-
og æskulýðsfulltrúi
Sjö umsóknir bámst um stöðu æsku-
lýðs- og íþróttafulltrúa þegar starfið
var auglýst laust til umsóknar. Af
þeim var mælt sérstaklega með
tveimur umsækjendum, þeim Erlingi
Richardssyni og Ólöfu Aðalheiði
Elíasdóttur. íþrótta- og æskulýðsráð
klofnaði í afstöðu sinni og var ákveðið
að ráða Ólöfu Aðalheiði með
atkvæðum meirihlutans en minni-
hlutinn studdi Erling. Erlingur
íhugaði að kæra þessa niðurstöðu á
þeirri forsendu að hann hefði þá
menntun sem krafist hefði verið,
umfram Ólöfu, en ákvað síðan að
draga kæruna til baka.
bakarí á ný og opnuðu svonefnt
sælkerabakarí að Hólagötu 28.
Landsmót saumakiúbba
fjölskylda hans, fögnuðu því að 30 ár
voru liðin frá stofnun verslunarinnar.
Svavar sagði Vestmannaeyinga
kröfuharða en gott að þjóna þeim.
Arni kvaddi með stæl
Ámi Johnsen lauk afplánun sinni á
Kvíabryggju með stæl þegar hann fór
beint þaðan og var viðstaddur af-
hjúpun á minnismerki, sem hann gerði
og er staðsett í Grundarfirði. Og Árni
hafði dundað sér við fleiri verk í
útlegðinni því að alls þurfti limm
vömbfia til að flytja burt þau listaverk
sem hann hafði skapað þar vestra.
Arnór
bakari aftur í slaginn
Þau hjón, Amór bakari Hermannsson
og Helga Jónsdóttir, ákváðu að opna
Það var fjölmennt í Vestmannaeyjum
þegar þar var haldið Landsmót
saumaklúbba. Fjölbreytt dagskrá var
á þessu landsmóti en hvað mesta
athygli vakti semingarathöfnin í
sundhöllinni sem þótti einstaklega vel
heppnuð.
Surtsey fertug
Þess var minnst að 40 ár em liðin frá
Surtseyjargosinu. M.a. var opnuð
sýning í Náttúmgripasafninu í tilefni
þess.
Brimnes 30 ára
Svavar kaupmaður í Brimnesi og
Hjólbarðastofan 30 ára
Þau vom óvenjumörg fyrirtækin í
Eyjum sem héldu upp á 30 ára afmæli
sitt á árinu. Ástæðan var sú að mörg
ný fyrirtæki vom stofnuð árið 1973
þegar uppbyggingin var að hefjast í
Eyjum eftir gosið og ýmsa þjónustu
vantaði sem áður hafði verið til staðar.
Eitt þessara fyrirtækja var Hjólbarða-
stofan og þeir feðgar Bragi og Magnús
héldu upp á afmælið með pompi og
pragt.
Enn minnkar flotinn
Skipafloti Eyjamanna minnkaði vem-
Húsnæði íslandsbanku var allt tekið í gegn auk þess sem umboð Sjóvár Almennra hefur nú flutt sig þangað.
MjKj
1
I
Fastur liður í starfi Ki\Vanismanna er að fara í heimsókn á Hraunbúðir á aðventunni og syngja fyrir vistmenn.
Það gerðu þeir einnig að þessu sinni en ekki virðast allir hafa verið sáttir við sönginn, a.rn.k. ekki ef marka má
viðbrögð drengsins neðst á myndinni.
lega þegar eitt nýjasta skipið í honum,
Guðni Ólafsson VE, var selt til Nýja
Sjálands. Reyndar var skipið búið að
vera í leigu ytra um margra mánaða
skeið en vonir höfðu verið bundnar
við að geta komið því heim á ný til
veiða. En Guðjón Rögnvaldsson, einn
af eigendum skipsins, sagði að það
hefði því miður ekki gengið og þetta
hefði orðið þrautalendingin enda
fyndist sér lítill áhugi hjá stjóm-
völdum á Islandi fyrir nýsköpun í
sjávarútvegi.
Desemben
Bubbi kom til Eyja
Allajafna hefði það ekki þótt stór-
merkileg frétt að Bubbi Morthens
hefði komið til Eyja að halda tónleika.
En að þessu sinni var það nokkuð
fréttnæmt, vegna þess að alloft á árinu
höfðu verið auglýstir tónleikar með
honum sem síðan var svo aflýst.
Tónlistarmaðurinn gaf þá skýringu að
sér væri afskaplega illa við að ferðast
með skipum en að þessu sinni gaf til
flugs og þar með var honum ekkert.að
vanbúnaði að koma og halda tónleika.
Slæmur endir
á fyrstu boxkeppninni
í þessum annál er ekki íjallað um þá
atburði sem tengjast íþróttum, það er
gert á öðrum vettvangi í Fréttum. Þó
er ekki annað hægt en að minnast á
slæman endi sem fyrsta opna
hnefaleikakeppnin, sem haldin var í
Eyjum, fékk. Einn þátttakenda fékk
slæmt höfuðhögg og var fluttur á
sjúkrahúsið og þaðan til Reykjavíkur.
I ljós kom að blætt hafði inn á heila.
íslandsbanki
1 endurbætt húsnæði
Miklar framkvæmdir voru í Islands-
banka og þar var síðan opnað í mjög
svo endurbættu húsnæði þar sem nær
öll þjónusta er nú orðin á neðstu
hæðinni. Þá flutti tryggingafyrirtækið
Sjóvá Almennar einnig starfsemi sína
í húsnæði bankans.
Védls með tónleika
Tónlistarkonan Védís Guðmundsdótt-
ir er að ljúka burtfararprófi frá
Tónlistarskólanum í Kópavogi og
þótti vel við hæfi að leyfa sveitungum
sínum í Eyjum að heyra það sem hún
mun leika þar. Guðmundur faðir
hennar lék með henni á tónleikum í
Landakirkju og Safnaðarheimili og
voru þeir margir sem sóttu þessa
tónleika.
jólatónleikar
Kórs Landakirkju
Fastur liður á jólaföstu er að Kór
Landakirkju býðurtiljólatónleika. Að
þessu sinni voru einsöngvarar með
kómum þau Bergþór Pálsson og Anna
Alexandra Zwalinska en heimakonan
Helga Jónsdóttir söng einnig einsöng.
Húsfyllir var í Landakirkju á þessum
tónleikum og undirtektir áheyrenda
góðar enda tóku þeir einnig virkan þátt
í söngnum.
Útför Þróunarfélagsins
Sögu einhvers mesta vandræðabams í
sögu Vestmannaeyja, Þróunarfélags-
ins, lauk endanlega á bæjar-
stjómarfundi þegar félagið var
formlega slegið af. Þetta félag, sem
byrjaði svo vel á sínum tíma, er búið
að vera mikill höfuðverkur bæði
fyrrverandi og núverandi meirihluta
og skuldir þess hafa farið sívaxandi.
En það er hér með úr sögunni og
vonandi að sú stofnun sem mun rísa á
rústum þess eigi sér farsælli framtíð
íyrir höndum.
Keikó allur
Og önnur útför átti sér einnig stað í