Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 12
12
Fréttir/ Þriðjudagur30. desember 2003
í leiðangrinum sem farinn var til að
kanna botnlög við Vestmannaeyjar,
sagði að samkvæmt þeim gögnum
sem fyrir lægju væru niðurstöðumar
jákvæðar. Engin misgengi eða stórar
sprungur hefðu komið fram sem
hindmðu að fara vestari leiðina.
Ólafur hættur
Ólafi Ólafsyni, bæjartæknifræðingi,
sem var sagt upp störfum í kjölfar
skipulagsbreytinga hjá bænum, var
boðið að taka við starfi umhverfis- og
byggingafulltrúa, þar sem Jökull
Pálmar Jónsson hafði sagt því starfí
lausu. Ólafur ákvað að taka ekki því
boði og sagðist vera á fömm úr
bænum.
Guðríður Ásta
skal vera varamaður
I miklu stappi hafði staðið, allt frá því
að nýr meirihluti var myndaður, fyrr á
árinu, um hver skyldi vera varamaður
Andrésar Sigmundssonar í bæjarráði.
Samkvæmt lista framsóknar og
óháðra átti Guðríður Ásta Halldórs-
dóttir að vera varamaður en þar sem
hún og raunar fleiri af listanum höfðu
lýst andstöðu við áðumefnda
meirihlutamyndun og sögðust myndu
starfa áfram með sjálfstæðismönnum,
skipaði Andrés Stefán Jónasson sem
sinn varamann.
Því undi Guðríður Ásta ekki og
skaut málinu til félagsmálaráðu-
neytisins sem kvað upp þann úrskurð
að hún væri rétt kjörin sem varamaður
Andrésar. Hótaði ráðuneytið alvar-
legri áminningu ef bæjarstjóm færi
ekki að sveitastjómarlögum í störfum
sínum.
Nýr stigi 1 Heimakletti
Þeir sem lögðu leið sína á Heimaklett
þurftu að vera vel fótafímir þar sem
engir stigar höfðu verið um nokkurt
skeið í uppgöngunni, eins og var fyrir
mörgum ámm. En nú var gerð
bragarbót á. Jóhann Jónsson í Lifrar-
samlaginu og Friðbjöm Valtýsson áttu
mestan heiðurinn af því að nýjum
stigum var komið fyrir á ný.
Minni
lundaveiði en oft áður
Lundaveiði gekk mun verr í ár en
næstu ár á undan. þeir einu sem vom
sæmilega sáttir við sinn hlut vom
veiðimenn í Ystakletti en annars
staðar kvörtuðu veiðimenn sáran. Þá
var pysjan mun seinna á ferð í ár en
venjulega og dæmi þess að fólk sem
gagngert kom til Eyja til að stunda
pysjuveiðar, eyddi hér heilli helgi án
þess að finna eina einustu pysju. Var
komið undir lok ágúst þegar fyrsta
pysjan fannst.
Byr VE seldur
Fyrstu tilraun íslendinga til túnfisk-
veiða lauk þegar túnfiskbáturinn Byr
var seldur héðan bandarísku fýrirtæki.
Sveinn Rúnar Valgeirsson, annar
útgerðarmanna Byrs, sagði að sjávar-
útvegsráðherra hefði reynst þeim hvað
erfiðastur en vildi þó ekki kenna
honum alfarið um endalok útgerðar-
innar.
Ákveðið að leggja
Þróunarfélagið niður
Á fundi í stjóm Þróunarfélags Vest-
mannaeyja var ákveðið að leggja
félagið niður og setja á stofn
nýsköpunarmiðstöð sem gæti haft
jákvæðari áhrif á atvinnulífið en
Þróunarfélagið hefði gert.
20 tíma á leiðinni til Eyja
Hann var ekki hýr á manninn, hann
Kormákur Geirharðsson, þegar hann
lýsti hrakfömm sínum við að komast
til Eyja. Hann ætlaði upphaflega að
fljúga með Flugfélagi Vestmannaeyja
mannaeyjum og þar var svonefnt
masterclass námskeið stærsta atriðið
en þar æfa efnilegir tónlistamemendur
undir handleiðslu hæfustu kennara.
Lokaatriði þessara tónlistardaga vom
tónleikar við kertaljós í Klettshelli um
borð í bátnum Víkingi.
Tæplega 700 nem-
endur 1 grunnskólunum
Skólastarf hefst nú mun fyrr en áður
var og er venjan sú að hefja kennslu
þegar vika er eftir af ágúst. I
Hamarsskóla em nemendur um 330
en í Bamaskólanum 443 og em þetta
heldur færri nemendur en í fyrra sem
skýrist að mestu af fækkun íbúa í
Eyjum. Þá var Framhaldsskólinn
einnig settur í sömu viku.
Eftírlit með pysjuveiðum
Rannsóknasetur Vestmannaeyja og
Náttúrugripasafnið stóðu fyrir því að
koma upp eftirliti með pysjuveiðum í
samstarfi við Sparisjóð Vestmanna-
eyja. Markmiðið var að skrá sem
gleggstar upplýsingar um fjölda
fúglanna og ástand þeirra og vom
sérstök eyðublöð útbúin vegna þessa.
frá Selfossi en því flugi var hvað eftir
annað frestað eða það afboðað og
endaði með því að hann fór með
Herjólfi og hafði þá verið í ferða-
fötunum í 20 tíma þegar loks var
komið til Eyja. Að vonum kvartaði
hann yfir slæmri þjónustu.
Sparisjóðurinn
færir út kvíarnar
Sparisjóður Vestmannaeyja eignaðist
meirihluta í Sparisjóði Homafjarðar.
Þar með þjónar Sparisjóður Vest-
mannaeyja svæði, sem auk Vest-
mannaeyja spannar allt frá Selfossi
austur á Djúpavog.
Máluðu skólann svartan
Ekki er vitað hvað þeim gekk til eða
hvaða skilaboðum var verið að koma
til skila þegar einhverjir í skjóli nætur
úðuðu svartri málningu á veggi
Bamaskólans. Ekki var heldur vitað
hverjir þar vom að verki.
Gjafar burt með kvóta
Enn fækkaði í skipastól Eyjanna þegar
útgerðarfyrirtækið Sæhámar samein-
aðist Gjögri á Grenivík. I þeim
kaupum fylgdi að Gjafar VE færi
héðan með þann kvóta sem skipinu
fylgir. Guðjón Rögnvaldsson, útgerð-
armaður, sagði þetta gert af illri
nauðsyn og væri vamarleikur í erfiðri
stöðu.
Masterclass 1 Klettshelli
Tónlistardagar vom haldnir í Vest-
Pysjan var seint á ferðinni í ár og þessir ungu menn voru með þeim fyrstu
til að finna eina slíka þegar liðið var langt á ágúst.
Nemendur Hamarsskóla fóru upp á Há og mynduðu þar orðið VINIR í tilefni af vinadögum skúlans.
Fræðslufulltrúi ráðinn
Lagt var til í bæjarráði að í stað þess
að ráða ferða- og menningarfulltrúa
yrði ráðinn fræðslufulltrúi í eitt ár til
reynslu og var það samþykkt. Staðan
var auglýst og Ema Jóhannesdóttir
síðan ráðin.
Dettifoss
sigldi á Mardísi VE
Litlu mátti muna að illa færi þegar
flutningaskipið Dettifoss sigldi á
trilluna Mardísi VE austur á
Kötlugmnni. Trillan skemmdist
nokkuð við áreksturinn en skipvetjar á
Dettifossi urðu einskis varir. Halldór
Jón Jóelsson, sem var einn um borð í
Mardísi, sagði að hefði höggið komið
aðeins innar á bátinn hefði ekki þurft
að spyija að leikslokum.
Septemben
Sigurður ósáttur
Sigurður Símonarson, skóla- bg
menningarmálafulltrúi, hætti störfum
hjá bænum um mánaðamótin í kjölfar
skipulagsbreytinga. Hann sagðist
ósáttur við að hafa ffétt það í gegnum
fjölmiðla að starf hans hefði verið lagt
niður.
Séra Fjölnir
mættur til starfa
Þar sem séra Kristján Bjömsson hvarf
á braut í námsleyfi, þurfti að ráða prest
í hans stað um eins árs skeið. Til þess
var ráðinn séra Fjölnir Ásbjömsson og
leist honum vel á sig í Eyjum, sagði
hér unnið öflugt kirkjustarf.
Andrés formaður
stjómar menningarhúss
Á fundi bæjarstjómar var borin fram
tillaga um að Bergur E Ágústsson
bæjarstjóri tæki sæti í verkefnastjóm
menningarhúss, í stað Inga Sig-
urðssonar og Andrés Sigmundsson
yrði formaður stjómarinnar. Varþað
samþykkt með atkvæðum meiri-
hlutans.
Varað við línuívtlnun
Bæjarstjóm Vestmannaeyja lagði
fram tillögur um 5% ívilnun á allan
afla sem færi til vinnslu innanlands.
Magnús Kristinsson, formaður Út-
vegsbændafélags Vestmannaeyja,
sagði þær tillögur óraunhæfar og
ennfremur að svonefnd línuívilnun
myndi bitna illa á útgerð í Eyjum.
Samkvæmt útreikningum LIÚ þyrftu
Vestmannaeyingar að sjá á eftir
rúmlega 2200 þorskígildum héðan ef
kröfur smábátaeigenda næðu fram að
ganga. Sjávarútvegsnefnd alþingis
fundaði með hagsmunaaðilum í
Eyjum um þetta mál.
Deildar
meiningar um þurrkví
Fyrr á árinu höfðu fulltrúar Skipa-
lyftunnar lýst áhuga sínum á því að
þurrkví yrði komið upp í Eyjum. í
íyrri umræðum um þurrkví var gengið
út frá því að ríkið myndi íjármagnaa
slíka framkvæmd að 60% móti 40%
heimamanna. I greinargerð frá hafh-
arstjóm kom ffam að ekki sé ástæða til
að höfnin komi frekar að þeirri
fjármögnun enda sé höfnin skuldsett
og aðrar nauðsynlegar endurbætur í
gangi. Var lagt til að bærinn léti gera
úttekt á arðsemi þurrkvíar. Stefán
Jónsson, hjá Skipalyftunni, taldi þetta
fáránlega afstöðu og menn væm að
skjóta sig í fótinn með slíkum bók-
unum.
Stormviðri 1 Eyjum
Efnt var til sérstakrar sýningar fyrir