Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 30. desember 2003
að hvetja fullorðna til hins sama.
Tilfæringar í verslun
Nokkuð var um að verslanir flyttu
milli staða. Krakkakot flutti af Báru-
stígnum á Heiðarveginn í húsnæðið
þar sem Bókabúðin var lengst af til
húsa. Og Skóverslun Axels O flutti á
Bárustíginn eftir áratuga veru á
Vestmannabrautinni.
Oddur kvaitar
og vill einstefnu
Þó svo að nokkuð hefði dregið úr
bréfasendingum Odds Júlíussonar til
bæjaryftrvalda voru þau ekki með öllu
úr sögunni. Til að mynda kvartaði
Oddur yftr því við umboðsmann
alþingis að landnytjanefnd svaraði
ekki erindum hans og óskaði umboðs-
maðurinn eftir því að upplýsingar yrðu
gefnar Oddi. Þá vildi Oddur einnig að
einstefna yrði tekin upp á Heimagötu
og var því erindi vísað til skipulags-
og bygginganefndar.
Djassgeggjarar á ferð
Áhugamenn um djass í Eyjum stóðu
fyrir djasstónleikum í Höllinni. Þeir
vom vel sóttir enda mikið og gott
úrval djassleikara af fastalandinu þar á
ferð, með söngkonuna Ragnheiði
Gröndal í broddi fylkingar.
Maí
Árni enn á fullu
Þó svo að Ámi Johnsen hefði látið af
þingmennsku var engan bilbug á
honum að ftnna í hlutum sem við-
koma Eyjum. Fyrir hans atbeina
ákvað Vegagerðin að úthluta tveimur
milljónum króna til að setja bundið
slitlag á hlaupabrautina í Herjólfsdal
en verkefnið var tengt ferðamanna-
vegum.
Hiti 1 kosningabaráttunni
Helgina fyrir kosningar var tilkynnt til
lögreglu að auglýsingaskilti utan á
kosningaskrifstofu Samfýlkingarinnar
hefði verið skemmt og lék grunur á
hverjir þar hefðu verið að verki.
Daginn eftir var svo tilkynnt um rúðu-
brot í kosningaskrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins og var ekki talið ósennilegt
að þessi tvö mál tengdust eitthvað.
Góð afkoma
Vinnslustöðvarinnar
Á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar kom
fram að rekstur ársins 2002 hefði
gengið mjög vel og þetta væri besta ár
í sögu félagsins. Hagnaður hefur
aldrei verið meiri og fjárhagslegur
styrkur sömuleiðis aldrei meiri. Aftur
á móti vom horfur fyrir árið 2003 ekki
taldar eins góðar.
Talsverðar sveiflur
Alþingiskosningarfóm fram 10. maí.
I Suðurkjördæmi töpuðu rikisstjómar-
flokkamir nokkru. Framsóknarmenn
fengu tvo menn kjöma en náðu ekki
því takmarki sínu að koma ísólfi
Gylfa Pálmasyni inn. Þá fengu
Sjálfstæðismenn þrjá þingmenn og
misstu Kjartan Olafsson út af þingi.
Samfylkingin er orðin stærsti flokk-
urinn í kjördæminu með 29,7%
atkvæða og kom íjómm mönnum inn
á þing og öllum að óvömm náði efsti
maður á lista Frjálslyndra, Magnús
Þór Hafsteinsson, kjöri. Fulltrúar
Vestmannaeyja, þeir Lúðvík Berg-
vinsson og Guðjón Hjörleifsson, vom
aldrei í hættu með að ná ekki kjöri.
Bæ)arbúar harmi slegnir
Það hörmulega slys varð á sunnu-
dagsnótt, eftir kosningar laugar-
dagsins, að ung stúlka, Anna Ragn-
heiður ívarsdóttir, lét lífið í bflslysi og
tvær stúlkur á svipuðum aldri
Mynd Inga T. Björnssonar, Súlur, prýddi forsíðu Frétta í tilefni
sjómannadagsins.
Upp-
stokkun 1 bæjarkerfinu
IBM viðskiptaráðgjöf lagði fyrir
bæjarstjóm tillögur um breytingar á
stjómskipulagi Vestmannaeyjabæjar,
sem fyrirtækið hafði unnið fyrir
bæjaryfirvöld. Meðal annars var lagt
til að leggja niður störf bæjarritara,
bæjargjaldkera, ritara og bæjartækni-
fræðings. Þá var og lagt til að fækka
sviðum úr sjö í þrjú og ráða fram-
kvæmdastjóra að þeim.
Séra Kristján
kveður -1 biii
Séra Kristján Bjömsson, sóknar-
prestur, tók sér ársleyfi til námsdvalar
í Bandaríkjunum. Hann kvaddi Eyja-
menn, í bili, og sagðist eiga miklu
ólokið sem Eyjaklerkur.
23 stúdentar útskrifaðir
Framhaldskólanum var slitið í maí og
brautskráðir 23 stúdentar. Þá vom sjö
aðrir nemendur sem einnig útskrif-
uðust af verknámsbrautum.
Júni
Rólegur sjómannadagur
Sjómannadagurinn var að venju
haldinn hátíðlegur og fór helgin rólega
fram að sögn lögreglu þrátt fyrir að
margir væm að skemmta sér. Aðal-
hátíðahöldin fóm fram bæði við
höfnina og á Stakagerðistúni en nú var
sú breyting á gerð að miðpunktur
Hátíðahöld 17. júní þóttu takast vel og betur en oft áður. Lára Skæringsdóttir var í hlutverki Fjallkonunnar.
Eyjamenn fengu hlýjar móttökur í Götu í Færeyjum.
slösuðust alvarlega. Þær vom allar
nemendur í Framhaldsskólanum í
Eyjum. Bæjarbúar vom harmi slegnir
yfir þessum atburði og fjölmenni var
við bænastund í Landakirkju á
sunnudagskvöld.
Vinabæjar-
samband við Götu
Bæjarfulltrúar í bænum Götu í Fær-
eyjum lýstu yfir formlegum áhuga
sínum að stofna til vinabæjarsam-
bands við Vestmannaeyjar. í
bæjarstjóm var samþykkt að koma
slíku sambandi á.
Hótel Mamma
Gísli Valur Einarsson, hóteleigandi í
Eyjum, og dóttir hans, Helga Dís,
ákváðu að færa enn út kvíamar í
hótelrekstri með húseigninni að
Vestmannabraut 25. Þar var sett upp
gistihús undir fjölskylduvænum for-
merkjum og fékk nafnið Hótel
Mamma.
þeirra hátíðahalda var við vatnslista-
verkið en ekki minnisvarðann um
Oddgeir Kristjánsson. Vom ekki allir
á eitt sáttir við þá tilfærslu.
Allir
unglingar fengu vinnu
Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri, lagði til
að farið yrði í atvinnuátak fyrir
unglinga um sumarið og lagðar fram
þrjár milljónir úr bæjarsjóði til þess
með öðm fé sem fengist út sjóðum til
átvinnuátaksverkefna. Allsvarum 10
milljónum króna varið til slíkra
verkefna á vegum bæjarins. Með
þessu tókst m.a. að tryggja öllum
unglingum í 8., 9. og 10. bekkjum
gmnnskólanna atvinnu einhvem hluta
sumarsins, auk þess ssem aðrir nutu
einnig góðs af.
Mann-
margt um hvitasunnu
Að vanda var margt um manninn yfir
hvítasunnuhelgina í Eyjum. Fastir
liðir vom á sínum stað, svo sem opið
golfmót, sjóstangveiðimót og Dagar
lita og tóna í Akógeshúsinu, þar sem
margt þekktra djassleikara kom
saman.
Hamarsskóli 20 ára
Hamarsskólinn fagnaði 20 ára afmæli
sínu og var mikið um dýrðir á
skóladegi hans. Þar á meðal vom
sýnd líkön sem nemendur höfðu gert
af bænum og höfninni og vöktu mikla
athygli.
Ofanbyggjarar
neita að borga
Nokkur kurr kom upp meðal Ofan-
byggjara þegar þeim barst mkkun frá
bænum fyrir gatnagerðargjöld vegna
nýbygginga. Töldu flestir þeirra sér
ekki skylt að greiða slík gjöld þar sem
þeir kæmu ekki til með að njóta
gatnagerðar og gangstétta við hús sín.
Fyrir mótmælendum fór Ámi Johnsen
á Höfðabóli. Bæjarstjórn ákvað að
gefa Ofanbyggjurum kost á að skýra
afstöðu sína frekar en lyktir málsins
urðu þær að þeim var gert að greiða
þessi gjöld eins og öðmm þeim sem
hafa staðið í nýbyggingum.
17. júní á Stakkó
Hátíðahöld 17. júní fóm fram á
Stakagerðistúni að þessu sinni og var
vandað til þeirra af hálfu menningar-
málanefndar sem hefur yfimmsjón
með þeim. Leikskólaböm settu mik-
inn svip á hátíðahöldin en öllu minna
fór fyrir þátttöku hinna eldri.
Smáey hæst
Annað árið í röð skilaði Smáey VE
mestu aflaverðmæti togskipa á landinu
á síðasta ári. Var aflaverðmætið 318
milljónir króna en var árið 2001 305
milljónir.
Skúlason
stóð ekki við sitt
Það þótti mikil lyftistöng fyrir at-
vinnulíf í Eyjum þegar fyrirtækið
Skúlason ehf. ákvað að hefja hér
starfsemi, enda naut það fjárhagslegrar
fyrirgreiðslu bæjarins upp á sex
milljónir sem í það vom lagðar.
Minna varð þó um atvinnu og efndir
og þrjár af starfsstúlkum íyrirtækisins
sögðu sínar farir ekki sléttar vegna
samskipta við það. Sögðust þær
stöllur eiga inni hundmð þúsunda í
ógreiddum launum sem óvíst væri
hvort og þá hvenær fengjust greidd.
Rotaryþing í Eyjum
Fimmtugasta og sjöunda umdæmis-
þing Rotaryhreyfingarinnar á íslandi
var haldið í Eyjum að þessu sinni.
Mættu um 170 manns til Eyja af því
tilefríi. Halldóra Magnúsdóttir, forseti
Rotaryklúbbs Vestmannaeyja, sagði
að þingfulltrúar hefðu gefið Vest-
mannaeyingum hæstu einkunn fyrir
þinghaldið.
Fjölmennt tll Færeyja
Óvenjumargir Vestmannaeyingar
lögðu leið sína til Færeyja í mánuð-
inum. Eyverjar fóm í fjölmenna ferð
þangað og hið sama gerðu Kiwanis-
menn undir fararstjóm Gísla
Magnússonar sem sjálfur segist vera
orðinn a.m.k. hálfur Færeyingur. Þá
fór og Andrés Sigmundsson, forseti
bæjarstjómar á vegum bæjarins vegna
vinabæjarsambandsins við Götu. Allir
luku þessir ferðalangar upp einum
munni um ágæti þess að heimsækja
þessa frændur okkar.