Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2003, Blaðsíða 13
Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2003
13
boðsgesti í Eyjum á myndinni
Stormviðri en Vestmannaeyingurinn
Sólveig Anspach var leikstjóri hennar.
Myndin var að hluta tekin upp í
Eyjum og nokkrir leikarar fengnir
héðan. Myndin fékk góða dóma
gagmýnenda.
Lehað að lyfjum
Sýnt þótti eftir innbrot í Hamarsskóla,
eina helgina, að þar hefðu þjófamir
verið að leita að lyfjum, þar sem
gramsað var í hirslum hjúkrunar-
fræðings skólans. Hjúkxunarfræð-
ingurinn vildi hins vegar upplýsa að í
skólanum væm engin lyf geymd ef frá
væm taldar magnyltöflur sem varla
væra ástæða til innbrota. Öll skóla-
böm sem þyrftu lyf, fengju þau heima.
Vika símenntunar
Um allt land var haldin vika sí-
menntunar og hefur dagskráin aldrei
verið viðameiri í Eyjum en var að
þessu sinni. Fræðslu- og símennt-
unarstöðin Viska hafði yfímmsjón
með viku símenntunar og var m.a.
gefinn út glæsilegur og ítarlegur
bæklingur um það sem í boði var.
Sérstaklega var lögð áhersla á þá
möguleika sem fjamám býður upp á.
Vinavika í Hamarsskóla
Hamarsskólinn stendur á hverju hausti
fyrir vinaviku og er þá margt gert til
að byggja upp anda vináttu og já-
kvæðra samskipta innan skólans.
Einn daginn fóm svo flestir nemendur
skólans upp á Há þar sem þeir
mynduðu orðið VINIR.
Útrás hjá Skipalyftunni
Forráðamenn Skipalyftunnar gengu
frá kaupum á rekstri þriggja vélsmiðja
Kaupfélags Ámesinga, á Selfossi, í
Þorlákshöfn og á Hvolsvelli. KÁ
hefur átt við mikla rekstrarerfðileika
að stríða. Þórarinn Sigurðsson, stjóm-
arformaður skipalyftunnar sagði að
kaupin væm fýrst og fremst leið til að
ná í meiri vinnu og þetta þýddi aukin
sóknarfæri.
Kútmagakot
fékk gæðaverðlaun
Starfsmenn Kútmagakots höfðu á-
stæðu til að gleðjast þegar fréttir bámst
af því að fyrirtækið hefði verið eitt
fjögurra á Islandi sem fengið hefði
gæðaverðlaun Coldwater Seafood í
Bandaríkjunum.
Átta sagt
upp 1 bræðslunni
Átta starfsmönnum í bræðslu ísfé-
lagsins var sagt upp störfum og
jafnframt sagt upp samkomulagi um
fasta yfirvinnu þeirra og fleira.
Forsvarsmenn Isfélagsins sögðu þetta
vera vegna endurskipulagningar og
stefnt væri að því að bjóða þessum
aðilum endurráðningu á ný. For-
maður Drífanda stéttarfélags sagði
vinnubrögð á borð við þessi ekki leysa
nokkum vanda í atvinnumálum.
Eyjabúð 50 ára
Verslunin Eyjabúð fagnaði 50 ára af-
mæli sínu um mánaðamótin en
verslunin hefur verið í eigu sömu
ljölskyldunnar frá upphafi.
Hrund ráðin „Húsfteyja."
Auglýst var eftir forstöðumanni íyrir
Húsið, kaffi- og menningarhús ungs
fólks. Var Hmnd Scheving ráðin í
starfið.
Glæsilegt lundaball
Úteyjakarlar héldu sitt árlega lunda-
ball og var það að þessu sinni opið
öllum. Góð jjátttaka var í því enda vel
að öllu staðið hjá Ystaklettsmönnum
Kvintettinn Grimson five tók lagið á Lundaballinu en Grimson five skipa Hallgrímur Þórðarson og synir hans.
sem sáu um hátíðina að þessu sinni.
M.a. frumsýndu þeir fræðslu- og
heimildamynd sem þeir höfðu látið
gera og þótti vel heppnuð. Höfðu
menn á orði að erfitt yrði að toppa
þessa frammistöðu.
Október
Gámaþjónustan áfram?
Sjö starfsmenn Gámaþjónustunnar
fengu uppsagnarbréf um mánaða-
mótin. Gámaþjónustan hefur rekið
Hskikör fuku
Mikinn norðvestan hvell gerði
snemma í mánuðinum og virtist hann
koma sumum á óvart, a.m.k. þeim
sem áttu fiskikör við Friðarhöfn því
hátt í þrjátíu þeirra fuku í höfnina og
möruðu þar í hálfu kafi þar til þeim
var aftur komið á land.
Blómaverslun
flytur og önnur opnuð
Guðný Þorleifsdóttir, sem á og rekur
Blómastofuna, flutti sig af Bára-
stígnum, þar sem hún hafði verið
Lög um
heimaslátrun óskýr
Lögregla fékk til rannsóknar tvö mál
þar sem gmnur lék á að heimaslátraðu
kjöti hefði verið dreift og það selt
innanbæjar. Sláturtíð var í fullum
gangi og öllu slátrað heima þar sem
ekkert löggilt sláturhús er í Eyjum.
Aftur á móti em aðeins þrjú lögbýli í
Eyjum þar sem löglegt er að slátra
heima en annars staðar ekki. Sam-
kvæmt því voru flestir fjáreigendur í
Eyjum kolólöglegir með slátmn á fé
sínu og gekk á kæmm og klögumálum
vegna þessa. Þegar leitað var til
Efnt var til færeyskra daga á veitingahúsinu Fjólunni þar sem m.a. var boðið upp á færeyskan mat en einnig var
dansað að færeyskum hætti og Iagið tekið.
Sorpeyðingarstöðina og séð um
sorphirðu samkvæmt samkomulagi
við bæjaryfirvöld. Sá samningu
rennur út um áramót og þar sem ekki
var búið að semja upp á nýtt var gripið
til þessa ráðs. Bæjarstjóri sagði að
samningaviðræður stæðu yfir við
Gámaþjónustuna um áframhald.
síðan hún keypti reksturinn af Ingi-
björgu Bemódusdóttur, og á
Skólaveginn. Ekki stóð þó húsnæðið
við Bámstíginn lengi autt því að
Ingibjörg ákvað að opna blómaverslun
þar á ný og nefndi sína verslun
Blómaskerið.
lögfróðra manna um þessi mál kom í
ljós að lög um heimaslátmn em mjög
óskýr og erírtt að henda reiður á hvað
megi og hvað ekki í þeim efrium.
Hæstu launín
borguð í Eyjum
Samkvæmt lista Frjálsrar verslunar
yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins,
vakti það athygli að þau þijú íyrirtæki
sem greiða hæstu launin, eru í Eyjum.
Það em allt útgerðarfyrirtæki, Huginn
hf. í efsta sæti með meðalárslaun upp
á 9,4 milljónir, eða 783 þúsund á
mánuði. I öðru sæti Isleifur sf., sem
fyrir skömmu sameinaðist Vinnslu-
stöðinni, með mánaðarlaun upp á 710
þúsund krónur og í þriðja sæti Bergur
Huginn ehf. með mánaðarlaun upp á
697 þúsund krónur.
Hatrömu deilumáli lokið
Loks sást fyrir endann á hatrömu
deilumáli þegar bærinn gerði samning
við líkamsræktarstöðina Hressó um að
kaupa ákveðinn fjölda af tímaein-
ingum, bæði hjá Hressó og í
íþróttamiðstöðinni. Elliði Vignisson
gerði athugasemd við að málið skyldi
afgreitt samhljóða í bæjarstjóm án
þess að íþrótta- og æskulýðsráð hefðu
fengið það fyrst til umfjöllunar.
Landsmót saumaklúhha var haldið með glæsibrag í Vestmannaeyjum.
Geisli 30 ára
Raftækjastofan Geisli fagnaði 30 ára
afmæli sínu á margvíslegan hátt og
var margt um manninn í afmælis-
fagnaði sem efnt var til vegna þess.
Ánægðir fuglaskoðarar
Fuglaskoðunarmenn gerðu góðar
ferðir til Vestmannaeyja til að sinna
áhugamáli sínu. Þeir fundu hér
nokkra sjaldgæfa fugla, til að mynda
blátoppu, sem er amerískur fugl og er
þetta í annað skiptið sem sá fugl finnsl
í Evrópu.
Ármann og
Þórður með uppákomu
Ármann Reynisson, rithöfundur, gaf
út þriðju Vinjettubók sína og hélt
kynningu á henni í Eyjum. Hann fékk
í lið með sér Þórð Svansson sem sýndi
skúlptúra í Vélasalnum þar sem
kynningin fór fram en gestum var
boðið til veislu þar sem vel var veitt,
bæði í mat og drykk.
Litía ljót aftur á fjalirnar
leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi
leikritið Litlu Ijót í leikstjóm Sigrúnar
Sólar Ólafsdóttur en leikgerðina
sömdu þær Halldóra Magnúsdóttir og
Edda Antonsdóttir fyrir Leikfélagið
fyrir allmörgum ámm þegar leikritið
var fyrst sett upp. Þessari sýningu var
mjög vel tekið af áhorfendum.
Leirtau 1 trollið
I sumar fékk ffystitogarinn Vest-
mannaey nokkuð óvenjulegan með-
afla í trollið þegar skipið var við
veiðar austur af Eyjum. Hér var um
að ræða ýmsa leirmuni sem greinilega
vom komnir talsvert til ára sinna og
komu skipverjar mununum til Hlífar
Gylfadóttur safnvarðar á Byggða-
safninu sem tók við þeim tveim
höndum, hreinsaði þá og opnaði síðan
sýningu á þeim. Hlíf sagði að ekki
væri búið að aldursgreina munina en
taldi að þeir gætu verið úr franskri
skútu sem farist hefði á þessum
slóðum íyrir u.þ.b. hundrað áram.
Tveir
fuHtrúar Eyja 11dol
Mjög svo vinsæll sjónvarpsþáttur hóf
göngu sína á Stöð 2, Idol stjömuleitin,
þar sem ungt fólk reyndi sönghæfi-
leika sína. Eyjamenn áttu tvo fulltrúa
í þeirri keppni, þær Amdísi
Einarsdótuir og Evu Natölju Róberts-
dóttur. Báðar náðu þær langt í
keppninni en tókst ekki að komast inn
í aðalúrslitin
Styrr um
ráðningu hafnarvarðar
Alls sótti 21 um þegar auglýst var laus
staða hafnarvarðar við Vestmanna-
eyjahöfn. Kristján Eggertsson, raf-
virki og fyrrverandi framkvæmdastjóri
Drangs og Skipaviðgerða, var valinn
úr þeim hópi. Ekki vildu allir una
þeirri ráðningu og kom málið m.a. til
umræðu í bæjarstjóm þar sem
minnihlutinn hélt því fram að ekki
hefði verið rétt að málum staðið.
Nóvemben
Kútmagakotí lokað
Fiskvinnslufyrirtækinu Kútmagakoti
var lokað vegna vanrækslu á greiðslu
vörsluskatta, það innsiglað og tekið til
gjaldþrotaskipta. Þar með vom 30
manns, sem störfuðu hjá fyrirtækinu. í
óvinnu með atvinnu sína. Kútmaga-
kot hafði m.a. unnið bolfisk fyrir
Vinnslustöðina og framkvæmdastjóri
þess fyrirtækis sagði að sá fiskur væri
ekkert á fömm úr byggðarlaginu, hann
yrði unninn hér.