Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Qupperneq 5

Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Qupperneq 5
Frcttir / Fimmtudagur 14. apnl 2005 5 HSÍ leggur ÍBV ekki í einelti ✓ -segir framkvæmdastjóri HSI I síðustu viku vom forráðamenn ÍBV afar ósáttir við vinnubrögð HSI þegar fyrsta leik ÍBV og Fram var frestað. 1 kjölfarið var íjallað um málið í Fréttum og spurning vikunnar á eyjafrettir.is var: Níðist HSI á ÍBV? Þegar þetta er skrifað höfðu 292 greitt atkvæði í könnuninni, 153 höfðu svarað spumingunni játandi, 90 neitandi og 49 höfðu ekki skoðun. Einar Þorvarðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ, hafði samband við Fréttir og sagðist ekki sáttur við könnunina. „Það er ekki rétt að við séum að níðast á einhvem hátt á IBV og í raun er langur vegur frá því. Málið varðandi þennan tiltekna leik er það að Fram ætlaði að fljúga með Landsflugi til Eyja. Við fengum tilkynningu þess efnis að ófært sé til Eyja. Því var ekkert annað að gera en að fresta leiknum," sagði Einar. „í kjölfarið óskuðum við eftir greinargerð frá Landsflugi vegna málsins sem þeir sendu okkur og þar kom fram að ófært var til Eyja síðdegis á þriðjudaginn og máli sínu til stuðnings létu þeir fylgja með veðuryfirlit frá þeim tíma. Það er alveg ljóst að þegar við höfum hvorki flugvél né flugfélag sem getur flogið til Eyja er erfitt að gera annað en að fresta leik. Við gemm okkur grein fyrir því að aðdragandinn á frestuninni var snarpur og ákvörðunin var tekin snemma dags en samkvæmt þeim upplýsingum sem við fengum frá Landsflugi þá var ákvörðunin rétt.“ Nú segjast forráðamenn ÍBV hafa verið í flugtuminum á flugvelli Vest- mannaeyja og þar hafi flugi ekki verið frestað fyrr en sex. Þá höfðu þeir heyrt að vél Landsfiugs hafi verið biluð og það sé ástæðan fyrir því að ekki var flogið til Eyja? , Já, ég hef heyrt af því að vélin hjá þeim hafi verið biluð en það breytir því ekki að á meðan við höfum hvorki vél né flugfélag þá er ekki hægt að fijúga til Eyja. Málið er einfaldlega það að það er ekki hægt að kenna HSI um eitthvað sem við ráðum ekki við,“ sagði Einar. Nú hefur IBV liðið stundum lagt fyrr af stað í leiki ef veðurspá er slæm. Er hægt að gera sömu kröfu til annarra liða í deildinni? „Það hefur vissulega gerst að lið hafi komið fyrr til Eyja og jafnvel komið með Herjólfi vegna slæmrar veðurspár. Við höfum það í reglugerð að í síðustu umferðum deildarkeppninnar eigi lið að mæta í leiki þar sem úrslit í einum leik geli haft áhrif á aðra leiki. Þessi regla gildir ekki í sjálfri úrslitakeppninni. Við höfum hins vegar lagt mikið upp úr því að félög hafi fyrirvara á ferðum til Eyja, panti með góðum fyrirvara og fylgist vel með veðurspá því eins og þið Eyjamenn þekkið manna best hefur samgöngum við Eyjar farið aftursíðustu 10 til 15 ár,“ sagði Einar að lokum. ÚTBOÐ Fasteign hf. óskar er eftir tilboðum í utanhússviðgerðir og málun á Barnaskólanum Vestmannaeyjum, tilboðið felur í sér múrklæðningu, steypuviðgerðir, málun o.fl. Hægt verðurað hefja verkið 20. maí og skal því vera lokið 15. ágúst 2005. Útboðsgögn verða afhent hjá Friðbirni Valtýssyni, eftirlitsmanni Fasteignar hf. Smáragötu 2 og Teiknistofu PZ Kirkjuvegi 23 Vestmannaeyjum frá og með föstudeginum 15.apríl. Tilboð í verkið verða síðan opnuð á Smáragötu 2 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, föstudaginn 29. apríl 2005 kl. 14.00. / e/ Kaffisamsæti l£zL=^ Vinnsliistö<5varinnar hf. Vinnslustöðin þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn á nýliðinni loðnuvertíð. í tilefni þess vilja stjómendur Vinnslustöðvarinnar sýna þakklætisvott nteð því að bjóða öllum þeim sem á vertíðinni unnu og öllum starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar til sjós og lands, ásamt fjölskyldum til kaffisamsætis í Akóges, fimmtudaginn 21. apríl nk. ( sumardaginn fyrsta) kl. 16.00 til 18.00. Afmæli hessi unga kona verður 60 ára 15. apríl og tekur á móti gestum að Dverghamri 41 frá kl. 17.00samadag. SIGURVEGARINN, Helgi Thorshamar sem sigraði með laginu Daufdumban. Lagið mitt 2005: Helgi sigraði með Daufdumban Keppnin um lag ársins 2005, sem fram fór í Höllinni á laugardaginn, heppnaðist mjög vel. Keppnin, sem Tónsmiðafélagið stóð fyrir, nefnist Lagið mitt og kepptu átta lög til úrslita. Sigurvegari var Helgi Thorshamar með lagið Daufdumban sem Vala Friðriksdóttir söng með miklum ágætum. Það var Stórsveit Sæþórs Vídó sem sá um tónlistarflutning og sjálfur söng Sæþór flest lögin. Leikarar úr Makalausri sambúð voru kynnar og gerðu það með miklum tilþrifum. Þetta var í alla staði hið ágætasta kvöld og hefðu gestir að ósekju mátt vera fleiri en atkvæði þeirra giltu 40% á móti dómnefnd sem í voru Helga Jónsdóttir, Rúnar Þór Karlsson, Stefán Sigurjónsson, Andri Eyvindarson og Smári McCarthy. Það var greinilegt að mikil vinna hafði verið lögð í útsetningar og var tónlistarflutningur allur til mikillar fyrirmyndar. Það er ekki einfalt mál að skera úr um hvaða lag er best eftir að hafa heyrt það aðeins einu sinni. En þó mátti heyra að höfundar höfðu lagt sig fram og komu ein þrjú lög til greina sem Lagið mitt 2005 án þess að nokkurri rýrð sé kastað að sigurlag Helga. Skipuleggjandi var Oðinn Hilmisson og á hann þakkir skilið fyrir framtakið. SÆÞÓR söng flest Iögin og sannaði að hann átti fullt erindi í Ædolið þó liann hafi stokkið af skútunni að eigin ósk eftir fyrstu prufu. VALA söng sigurlagið. Það var vel til fundið hjá Helga að fá hana til að syngja Daufdumban því hún skilaði því vel og er verðugur Ædolfulltrúi Vestmannaeyja.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.