Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Qupperneq 7

Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Qupperneq 7
Fréttir / Fimmtudagur 14. aprfl 2005 7 Nýtt fyrirtæki í Eyjum Föstudaginn 15 apríl opnar Heilsuver. ehf, miðstöð heilbrigðis og næringar í Vestmannaeyjum. Heilsuver er staðsett að Ulugagötu 10 n.h. Heilsuver býður upp á heilbrigðis- og næringarráðgjöf, nudd, cranio sacral therapi, einkaþjálfun í tækjum, rope yoga og box. Heilsuver er opið öllum sem vilja bæta heilsu og vellíðan og taka sig á, varðandi heil- brigði og næringu. Böm, unglingar og fullorðnir geta nýtt sér það sem Heilsuver hefur upp á að bjóða ásamt fyrirtækjum, félagssamtökum og fleirum. Opið hús verður á föstudaginn milli klukkan 15.00 og 18.00 og em allir áhugasamir og aðrir velunnarar velkomnir í heimsókn. Heitt verður á könnunni. Heilsuver, ehf. Miðstöð heilbrigðis og næringar. Illugagötu 10 n.h. sími 481-3334 og 843-9777. Fréttatilkynning. Nýjar vinnureglur Andrés Sigurvinsson framkvæmda- stjóri menningar- og tómstundarsviðs vill minna á nýjar vinnureglur varðandi styrki til félagasamtaka eins og Leikfélags Vestmannaeyja, KFUM &K og kóra en nýverið var ferlinu breytt innan bæjarkerfisins. Nú em styrkir veittir tvisvar á ári, annars vegar þarf að vera búið að sækja um fyrir lok mars og síðan í nóvember. Verið er að vinna samninga fyrir félagasamtök þar sem þjónusta þeirra er skilgreind nákvæmlega. Ingibjörg Sólrún heimsótti stuðningsmenn sína í Vestmannaeyjum: Lúðvík Bergvinsson á möguleika á varaformanninum verði hún formaður -Landsfundurinn hefur síðasta orðið og þar verður tekið tillit til kynja- og landsbyggðarsjónarmiða Um þrjátfu manns mættu á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með stuðningsmönnum sínum á föstu- daginn. Þar var komið að ýmsu sem snýr að formannskjöri Samfylk- ingarinnar þar sem Ingibjörg etur kappi við Össur Skarphéðinsson sitjandi formann. Einnig var rætt um landsmálin og stöðuna í stjómmálum almennt. Þegar hún var spurð að því hvort Lúðvík Bergvinsson væri lík- legur varformaður, gerði hún hvorki að játa né neita, sagði að þar yrði að gæta ýmissa sjónarmiða og sagði að það færi eftir niðurstöðunni í for- mannskjörinu. Þannig teldi hún ekki ólfldegt að ef hún yrði kjörin formaður myndu fiokksmenn líta til þess að kjósa karlmann af landsbyggðinni sem varaformann. Það er ekki einfalt að kortleggja stuðning við frambjóðendur í Eyjum en þó virðist Ingibjörg hafa vinninginn. Alla vega er stuðningsfólk hennar sem mætti á fundinn ekki í vafa hvar stuðningurinn liggur, fullvissir um að þar sé á ferðinni næsti forsætisráðherra Islands. Með Ingibjörgu vom Hjörleifur Sveinbjömsson, eiginmaður hennar, Ami Gunnarsson fynum alþingis- maður og Kjartan Valgarðsson sem starfar að framboðinu. Ami gerði grein fyrir framboðinu og vinnunni framundan. Kom fram hjá honum bjartsýni á gott gengi Ingibjargar en hann bað þó fólk að halda vöku sinni í þeirri baráttu sem framundan er. Ingibjörg tók síðan við og hafi í hugskoti hennar leynst efi um góðan stuðning í Eyjum hefur hann horfið eins og dögg fyrir sólu á fundinum. Ingibjörg fór yfir framboðið og stöðuna í stjómmálum hér á landi. Þar var komið inn á stjómun fiskveiða, landsbyggð og höfuðborg, Reykja- víkurflugvöll. Það kom strax fram að hún ætlar sér alla leið, sem eiu einkunnarorð framboðs hennar til formanns Samfylkingarinnar. Hún sagði mikinn áhuga á framboðinu og ótrúlegasta fólk hefði lýst yfir stuðningi við sig. Þegar hún var spurð um möguleika Lúðvíks Bergvinssonar á að verða varaformaður Samfylkingarinnar á komandi landsfundi sagði hún að það yrði fundarins að skera úr um það. „Eg geri ráð fyrir að fólk velji eftir því hvort okkar verður formaður. Fólk vill hafa blöndu þar sem yrðu karl og kona og annað kæmi af landsbyggðinni," sagði Ingibjörg. „Nái ég kjöri geri ég ráð fyrir því að það vegi þungt að varaformaðurinn sé karl og komi af SAMAN í slaginn, Hjörleifur og Ingibjörg með Maríu Friðriksdóttur móður Lúðvíks og Magneu systur hans. Þegar Hjörleifur og Ingibjörg voru að byrja að skjóta sér saman var hann á vertíð á Katrínu VE. Þá sendi Ingibjörg honum póstkort, stflað á Hjörleif, Katrínu VE og komst það til skila. Um 30 manns sátu fundinn og allir styðja Ingibjörgu. landsbyggðinni. 1 því ljósi ætti Lúðvík möguleika en það verða fleiri um hituna. Þó auðvitað geti ég haft einhver áhrif hef ég lítið um þetta að segja. Það skiptir líka miklu máli að formaður og varaformaður geti unnið þétt saman til að skila flokknum forystu sem virkar.“ Um landsbyggðina sagði Ingibjörg að hana væri ekki hægt að setja undir einn hatt, hvert svæði hefði sérstöðu. Nefndi hún í því sambandi Háskólann á Akureyri og framkvæmdimar á Austurlandi. „Mín skoðun er sú, ekki síst eftir stækkun kjördæmanna, að styrkja þurfi sveitarstjómarstigið. Sveitarfélögin þurfa að fá fleiri verkefni og fjármagn til að standa undir þeim. Eg vil líka sjá meiri háskólastarfsemi úti á landi. Þeim fjölgar alltaf sem fara í háskólanám og í kringum háskóla verða til fleiri störf,“ sagði Ingibjörg sem er hlynnt því að landið verði gert að einu kjör- dæmi. Um Reykjavíkurflugvöll sagði Ingibjörg að ljóst væri að þar gerðist ekkert næstu 11 árin vegna aðal- skipulags Reykjavíkur og samnings ríkis og borgar. „Okkur liggur því ekkert á og eigum ekki að ræða þessi mál eins og það sé einhver vá fyrir dymm. Annars hefur flugvöllurinn liðið fyrir það að ríkið lét hann og mannvirki honum tengd drabbast niður áratugum saman. I kosningum um flugvöllinn var meirihluti fyrir því að láta hann fara. Vilji samgöngu- yfirvöld koma fram með tillögur í flugvallarmálinu og freista þess að skapa sátt um flugvallarrekstur í einhverri mynd eftir 2016 verður að kjósa aftur því það er ekki hægt að hundsa þann vilja sem kom fram hjá Reykvíkingum í kosningunum um flugvöllinn,1' sagð' Ingibjörg. Um það hvort hún yrði ekki fyrst og fremst talsmaður Rey kjavíkur sagði Ingibjörg að hún hljóti cð kappkosta að gæta hagsmuna þeirra sem velja hana til starfa hveiju sinni. „Og hafi ég unnið vel fyrir Reykjavík mun ég gera það lflca fyrir landið allt sem þing- maður. Það á ekki að hafa það á móti fólki ef það vinnur vinnuna sína vel í þágu sinna umbjóðenda.“ Góður andi var á fundinum og ef marka má þann hóp sem þarna var mættur á Ingibjörg góðan stuðning í Vestmannaeyjum. En fróðlegt verður að sjá hverjir mæta ef og þegar Össur Skarphéðinsson vitjar síns fólks í Vestmannaeyjum. Sigurgeir fékk einn leyfi fyrir skilti Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs miðvikudaginn 6. apríl voru teknar fyrir umsóknir um uppsetningu skilta upp við Eldfell. Sigurgeir Scheving hefur verið með skilti á staðnum undanfarin ár en nú brá svo við að fleiri vildu setja upp skilti á sama stað. Alls bárust tjórar umsóknir. Málinu var frestað á fyrri fundi og sérstök nefnd skipuð til að fara yfir það. Á fundinum á miðvikudag var svo ákveðið að veita Sigurgeir leyfi en hafna hinum umsóknunum. Formaður ráðsins, Stefán Jónasson og varaformaðurinn Drífa Kristjáns- dóttir lögðu til að Sigurgeir yrði heimilt að setja upp skilti á umræddum stað og vísað var til undantekningarákvæðis í reglum um skilti. Hámarksstærð skiltis má vera einn metri á hæð og einn og hálfur metri á breidd og er leyfistími frá 1. maí til 30. september. Fjórir greiddu atkvæði með þessari tillögu en tveir sátu hjá. Sigurmundur Einarsson, Jóhann Jónsson og Flugfélag Vestmannaeyja sóttu einnig um að setja upp skilti á staðnum en var öllum hafnað þar sem umsóknir þeirra uppfyllti ekki grein 4.1.1. í reglugerð um skilti í Vest- mannaeyjum. JlieYJAFERÐIR Closu-up: lceland

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.