Fréttir - Eyjafréttir - 14.04.2005, Page 12
12
Fréttir / Fimmtudagur 14. apríl 2005
Þau fermast á laugardaginn:
Andrea Jóhannsdóttir Hólagötu 23, Aníta Jóhannsdóttir Hólagötu 23, Anton Örn Eggertsson Fjólugötu 13, Arnar
Sigurðsson Heiðarvegi 35, Auður Osk Hlynsdóttir Brimhólahraut 21, Atli Freyr Guðmundsson Smáragötu 10,
Finar Gauti Ólafsson Hrauntúni 47, Elísa Viðarsdóttir Strembugötu 8, Ingi Þór Þórarinsson Vallargötu 4a,
Ingunn Ósk Magnúsdóttir Brimhólabraut 23, Páll Jóhann Sigurjónsson Áshamri 59, 3hv, Poula María
Guðmundsdóttir Brckastíg 5a, Saga Huld Hclgadóttir Túngötu 16, Sindri Georgsson Búhamri 76 og Þóra
Sigurjónsdóttir Miðstræti 25.
Þau fermast á sunnudaginn:
Bjarni Aron Ármannsson Áshamri 56, Breki Marinósson Búastaðabraut 9, Brynjar Karl Óskarsson Foldahrauni
24, Dagmar Ósk Héðinsdóttir Faxastíg 18, Danícl Andri Kristinsson Helgafellsbraut 18, Guðmundur Jón
Magnússon Kirkjubæjarbraut 5, Kristrún Ósk Hlynsdóttir Höfðavegi 41, Margrét Steinunn Jónsdóttir Faxastíg
49 og Sara Heimisdóttir Faxastíg 45.
Ollum tilboðum
hafnað í sorpeyðingu
-Einar og Guðjón fengu sorphirðuna
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á
mánudag að hafna öllum tilboðum
sem bárust í sorpeyðingu. Þrír buðu í
verkið og voru öll tilboðin yfir kostn-
aðaráætlun.
Núverandi rekstraraðilar, Gáma-
þjónusta Vestmannaeyja ehf. var með
lægsta tilboðið, upp á 138,4 milljónir
króna yfir þriggja ára tímabil. íslenska
Gámafélagið var tæpri milljón króna
hærri með tilboð upp á 139,2 milljónir
en langhæsta tilboðið kom frá
Gámaþjónustunni hf., upp á 166,1
milljónir. Öllum tilboðunum var
hafnað og var Ríkiskaupum falið að
tilkynna bjóðendum um það.
Bæjarráð samþykkti aftur á móti að
taka tilboði Einars og Guðjóns sf. í
sorphirðu en tilboð þeirra var talsvert
lægra en önnur tilboð sem bárust í
verkið. Einar og Guðjón sf. buðu 39,3
milljónir króna en næstlægsta tilboðið
var frá Gámaþjónustu Vestmannaeyja
ehf. upp á 58,3 milljónir. Gáma-
þjónustan hf. bauð einnig í verkið og
var með hæsta tilboðið, 59,9 milljónir.
Er tilboð Einars og Guðjóns undir
kostnaðaráætlun bæjarins.
Bæjarráð samþykkti einnig á fund-
inum að fela bæjarstjóra að taka upp
viðræður við núverandi rekstraraðila
sorpeyðingarstöðvarinnar, Gámaþjón-
ustu Vestmannaeyja ehf. um áfram-
haldandi samstarf.
Tilboðin ekki ásættanleg
Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri,
sagði að lægsta tilboðið í sorphirðuna
hafi verið 92,1% af kostnaðaráætlun
og taldi bæjarráð það ásættanlegt
miðað við áætlanir og þess vegna
verði gengið til samninga við Einar og
Guðjón sf.
Um sorpeyðinguna sagði Bergur að
niðurstaðan hafi verið sú að ekkert af
þeim tilboðum sem bárust hafi verið
ásættanlegt. „Lægsta tilboðið var
34,9% yfir kostnaðaráætlun og við
teljum að munurinn sé það mikill að
ekki sé annað í stöðunni en að hafna
öllum tilboðum."
Aðspurður um næstu skref sagði
Bergur að það væri einfaldlega að
leysa þessi mál. Hann sagði einnig að
ekki hafi verið rætt um málið á þeim
forsendum að fara aftur í útboð.
Berg var falið að ræða við nú-
verandi rekstraraðila, Gámaþjónustu
Vestmannaeyja, og er það næsta skref
í málinu. ,Jif menn telja niðurstöðuna
ekki ásættanlega úr þeim viðræðum
verðum við að leita leiða til að gera
þetta með ódýrari hætti,“ sagði hann
en taldi ekki fýsilegan kost í stöðunni
að bærinn taki reksturinn að sér.
Deiliskipulag vegna nýs Sóla:
Tekið tillit til athugasemda nágrannanna
Tvær athugasemdir bárust vegna
deiliskipulags á Sólalóðinni. Annars
vegar var það Gunnar Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofn-
unar Vestmannaeyja, og hins vegar
Hjalti Kristjánsson, íbúi að Helga-
fellsbraut 20, sem gerðu athuga-
semdir.
Kemur fram í bréfi Gunnars að lóð
Heilbrigðisstofnunarinnar er ekki
skilgreind í tillögunni og virðast engin
gögn vera til um hve stór lóð stofn-
unarinnar er. Nauðsynlegt er, áður en
nýtt deiliskipulag er samþykkt, að
skilgreina lóðina sem virðist hafa
láðst er rekstur stofnunarinnar fluttist
frá sveitarfélagi til ríkisins. Var skipu-
lags- og byggingafulltrúa falið að
útbúa lóðarleigusamning fyrir Heil-
brigðisstofnun Vestmannaeyja í sam-
ráði við forstöðumann Heilbrigðis-
stofnunar sem miðar að því að
stofnunin hafi stækkunarmöguleika.
Hin athugasemd Gunnars var
vegna bflastæða. I upphaflegri tillögu
var gert ráð fyrir að bflastæði milli
nýs leikskóla og Heilbrigðis-
stofnunarinnar verði sameiginleg.
Segir Gunnar að þetta geti verið
bagalegt því í sumum tilfellum sé
þama aðkoma sjúkraflutningabíla.
sérstaklega ef unt stærri slys er að
ræða. Heppilegra væri að aðgreina
þessi bflastæði. Var fallist á ábend-
ingu hans um bflastæðin og segir að í
greinargerð deiliskipulagsins sé gert
ráð fyrir að 14 bflastæði tilheyri
leikskólanum. Eru þau við norður-
lóðamörk leikskólalóðarinnar og yrðu
merkt samhliða öðrum bflastæðum á
skipulagssvæðinu.
Hjalti Kristjánsson eigandi húss
númer 20 við Helgafellsbraut sendi
einnig inn athugasemdir þar sem hann
óskar eftir því að haft verði samráð
við hann um grindverk austan megin
á nýrri lóð Sóla, þar sem hún snúi að
Helgafellsbraut 20.
Velti hann þeirri spumingu einnig
upp hvort þessar framkvæmdir úti-
lokuðu frekari stækkun Heilbrigðis-
stofnunar. Óskaði hann einnig eftir að
tekið yrði tillit til nágranna varðandi
hávaða við framkvæmdimar. Sagði
hann fólk í nágrenni við sig svo og
sjúklinga á Heilbrigðisstofnun orðna
langþreytta á hávaðasömum
framkvæmdum við stofnunina. Vonar
hann að það verði haft í huga um
helgar og eldsnemma á morgnana, til
þess að fólk fái svefnfrið. Benti hann
á að geðlæknar væm sammála um að
svefn sé það mikilvægasta til að
viðhalda geðheilsu fólks.
Umhverfis- og skipulagsráð féllst á
að haft yrði samráð við Hjalta
varðandi grindverkið.