Reykjavík - 15.10.2011, Síða 2

Reykjavík - 15.10.2011, Síða 2
2 15. október 2011 Reykjavíkurborg gaf út þá stefnu að öllum börnum, sem þess æsktu, yrði útvegað leikskólapláss á því ári sem þau yrðu tveggja ára. Árgangurinn sem fæddist árið 2009 er fjölmennasti árgangur Íslandssögunnar, en alls fæddust 5.026 börn á landinu það ár, en það eru 110 fleiri börn en fæddust árið 1960, sem var fjöl­ menn asti árgangurinn fram að því. Samkvæmt fréttum í apríl, var foreldrum 1300 barna í Reykjavík, sem fædd voru árið 2009 eða fyrr, boðið leikskólapláss að loknum sumar leyfum í ágúst. Hildur Sigurðardóttir sótti um leikskólapláss fyrir tveggja ára son sinn á Drafnarborg, sem sam ein­ að ist Dvergasteini við sam eining­ ar leikskóla. Fjölskyldan varð að vonum ánægð þegar svar barst frá Reykjavíkurborg að dreng­ ur inn væri kominn með pláss á Dvergasteini. „Síðan komu yfir­ lýs ing ar í fjölmiðlum um að þetta myndi hefjast með haustinu, þannig að maður gerði ráð fyrir að það yrði í lok ágúst að minnsta kosti, en síðan hefur það dregist,“ segir Hildur í samtali við Reykjavík. Þar sem árgangurinn er fjölmennur var ljóst að stækka yrði Dvergastein og var gripið til þess ráðs að bæta við einu húsi á lóðinni og þar einmitt stendur hnífurinn í kúnni. Börnin hafa ekki fengið plássið sitt þar sem húsið er ekki tilbúið. Hildur segir að sam kvæmt nýjustu upplýsingum eigi börnin loks að komast að í byrjun nóvember. Hún segist ekki mjög bjartsýn á að það standist miðað við hvernig húsið er í dag. Hún segist engar haldbærar skýringar hafa fengið á töfinni. „Fyrst var það grenndarkynningin sem gleymdist, en ég veit að leikskólinn er á fullu við að reyna að ráða fólk. Það er bara beðið eftir að húsið klárist og það virðist bara einn maður hafa verið að vinna í því.“ Hildur segir að þetta ástand komi að sjálfsögðu illa við hana og fjölskylduna. Hún er með vinnu, en hefur ekki getað stundað hana þar sem sonur hennar bíður enn eftir leikskólaplássinu sínu. „Ég er búin að vera heima síðan að hann fæddist, en ég hef sagst ætla að byrja að vinna í haust þegar hann kæmist inn í leikskóla. Ég er bara heppin að vera með þolinmóðan og skilningsríkan vinnuveitanda, sem er eiginlega farinn að hlægja að þessum farsa.“ Hildur segist því halda vinnunni, ennþá að minnsta kosti, en hún aflar hins vegar engra tekna á meðan þetta ástand varir. Hún segist viss um að aðrir séu ekki eins heppnir með vinnuveitendur og einhverjir hafi sjálfsagt misst vinnuna vegna þessarar tafar. Þá hafi einhverjir sagt upp plássi hjá dagmömmum í þeirri trú að börnin kæmust á leikskólann Dvergastein á þeim tíma sem stefnt var að. „Ég hitti föður sem ég þekki sem var mjög svekktur. Þau voru búin að vera með dagmömmu í limbói frá því í haust. Alltaf að segja upp plássinu, bara ekki alveg strax, því það breytist á nokkurra vikna fresti.“ Hún segir að þegar tilkynnt var að sonur hennar hefði fengið leikskólapláss, þá væri miðað við að hann gæti byrjað í leikskólanum þegar hinn hefðbundni sumarleyfis­ tími er á enda, í lok ágúst eða byrjun september, á þeim tíma sem foreldrar þurfa að mæta á ný til vinnu eða til náms. Hún hefur tak markaða trú á að litlu jólin verði haldin í þessum leikskóla. „Ég er farin að efast um það, ætli drengur­ inn verði ekki ennþá í aðlögun um jólin,“ segir Hildur Sigurðardóttir sem er orðin langþreytt á biðinni eftir að leikskólahúsið verði klárað þannig að sonur hennar geti hafið þar nám og hún sjálf snúið til vinnu. Ekki náðist, áður en Reykjavík fór í prentun, í þann starfsmann hjá framkvæmda­ og eignasviði Reykja­ víkurborgar, sem er með þessar fram kvæmdir á sinni könnu, en upplýsingar fengust hjá sviðinu um að áætluð verklok hafi upphaflega verið um miðjan september, eða fyrir mánuði. Á meðan bíða börnin eftir að komast í leikskólann sinn, foreldrar eftir að komast til vinnu og vinnuveitendur eftir að fá starfs­ menn sína, það er að segja þeir sem gátu beðið. leiðari Eins og fram kemur í þessu tölublaði Reykjavíkur sýna tölur að dregið hefur úr afbrotum á höfuðborgarsvæðinu og ber að fagna því. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að hjá embættinu hafi verið lögð sérstök áhersla á að fækka innbrotum og samkvæmt þeim tölum sem hann leggur fram, hefur tekist afar vel til. Það er vel, því þeir sem hafa lent í því óláni að brotist hafi verið inn til þeirra hafa oft lýst þeirri reynslu sem afar sárri. Ekki bara vegna þeirra verðmæta sem þjófarnir höfðu á brott með sér, stundum jafnvel munir eins og erfðagripir margs konar, sem ekki fást bættir. En ekki síður hafa þeir sem lent hafa í þessum ófögnuði sagt, að þeim finnist sem heimilið, sem á að vera griðarstaður hvers manns, hafi verið saurgað. Og það er blettur sem erfitt er að má af. Í blaðinu kemur einnig fram að fjárframlög til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í því fjárlagafrumvarpi sem Alþingi hefur nú til afgreiðslu, aukast um tæp 7% frá fjárlögum yfirstandandi árs. Því ber að fagna einnig, en þó segja þessar tölur ekkert um hver raunveruleg fjárþörf embættisins er. Því þótt stefnt sé að því að það fái rúmlega 200 milljónum króna hærri fjárveitingu á komandi ári, er erfitt að átta sig á því hversu þungt það vegur. Þetta leiðir hugann að þeirri kjarabaráttu sem lögreglumenn eru í og starfsandanum sem kann að vera innan hópsins. Eins og flestum er kunnugt, eru lögreglumenn afar ósáttir við þær kjarabætur sem þeim eru skammtaðar. Það er vont, bæði fyrir samfélagið í heild og ekki síður nærsamfélagið eins og höfuðborgarsvæðið, þegar ein af grunnstoðunum telur illa komið fram við sig og að störfin séu ekki metin að verðleikum. Það væri skaði ef fólksflótti yrði úr stétt lögreglumanna, þar sem dýrmæt reynsla og þekking færi forgörðum. Önnur grunstoð samfélags okkar eru leikskólarnir. Það er góðra gjalda vert að Reykjavíkurborg lofi öllum börnum leikskólaplássi á árinu sem þau verða tveggja ára og það loforð hefur ekki verið svikið, en dæmið um tafir vegna stækkunar leikskólans Dvergasteins, er dæmi um hvernig má ekki standa að málum. Það var ljóst í árslok 2009 að árgangurinn það ár, væri sá fjölmennasti í sögunni og því ljóst að taka þyrfti til hendinni svo hægt væri að gefa loforð um pláss. Sem og að á flestum heimilum er gengið út frá því að skólastarf, í leikskólum sem annars staðar, hefjist að loknum hefðbundnum sumarleyfistíma. Spurningin vaknar því um hvort ekki hefði mátt hefjast handa fyrr. Hugað að grunnstoðum Reykjavík vikublað óskar eftir að komast í samband við borgar búa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu póst á ritstjorn@fotspor.is eða hringið í síma 698-6789. Viltu segja skoðun þína? Reykjavík vikublað 38. Tbl. 2. áRganguR 2011 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími 578-1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Haukur Holm, netfang: haukur@fotspor.is. Myndir: Ýmsir, netfang: ritstjorn@fotspor.is, sími: 698-6789. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 46.000 eintök. dreifing: Reykjavík vikublaði eR dReift í 45.600 eintökum ókeypis í allaR íbúðiR í Reykjavík. enn beðið eftir leikskólAnum sem átti Að verA tilbúinn í síðAstA mánuði Hildur Sigurðardóttir segist heppin að eiga þolinmóðan og skilningsríkan vinnuveitanda. Viðbótin við Dvergastein átti að vera tilbúin fyrir miðjan september, en alls er óljóst hvenær verklok verða. reykjAvíkurgetrAunin hver byggði þettA hús og bjó hér fyrstur? Húsið stendur í Þing­ holtunum á hornlóð. Þetta er reisulegt hús og það lét byggja karl sem skipar stóran sess í sögu Íslands. Svarið er á blaðsíðu 14.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.