Reykjavík - 15.10.2011, Qupperneq 8

Reykjavík - 15.10.2011, Qupperneq 8
8 15. október 2011 Jónas R. Jónsson varð lands­þekktur strax á unglingsárum sem söngvari í rokkhljómsveit, stofnaði og rak Hljóðrita, sem var þá stærsta hljóðver landsins. Hann haslaði sér völl í sjónvarpi sem dag­ skrárgerðarmaður og dagskrár stjóri og flutti sig svo til útlanda þar sem hann var á þeytingi um allan heim og var m.a. yfirmaður hjá erlendri sjónvarpsstöð. Fyrir nokkrum árum söðlaði Jónas um og lærði fiðlu­ viðgerðir Bretlandi. Reykjavík heim­ sótti Jónas sem í dag rekur fiðlu­ verk stæði sitt á Óðinsgötu, hlustar á tón list og fylgist með borgarlífinu út um gluggann. Það fylgir því friður og ró að ganga inn á verkstæðið til Jónasar. Lág vær djasstónlist ómar úr há töl ur un um, allt er hreint og snyrti legt og enginn hlutur úr stað. Og Jónas situr við borðið og nostrar við fiðlu sem má muna sinn fífil fegurri, en á í vændum betri tíð. Uppgötvaði miðborgina í fyrsta sinn á verkstæðinu sínu Jónas lærði á fiðlu sem barn, áður en rokkið fangaði hug hans allan. Það var hins vegar ekki fyrr en löngu síðar að kynnin voru endurnýjuð. „Mér áskotnaðist gömul fiðla sem þurfti að taka í gegn fyrir 3–4 árum. Ég fór að eiga við hana sjálfur og fannst það skemmtilegt, þannig að ég keypti fleiri fiðlur sem þurfti að laga. Þannig leiddi eitt af öðru og ég fann mér skóla í Bretlandi sem kennir endurgerð gamalla fiðla og ég skellti mér í þann skóla.“ Að því loknu kom hann heim, fann húsnæðið á Óðinsgötu og er búinn að vera þar í eitt ár. Jónas segist njóta lífsins, hlustar á tónlist við vinnuna og virðir fyrir sér mannlífið gegnum stóra glugga þar sem Óðinsgatan blasir við. Hann segir yndislegt að vera niðri í bæ. „Ég er að uppgötva miðborgina í fyrsta skipti á ævinni í raun og veru.“ Fiðlan og handverkið ekkert breyst öldum saman Að gera fiðlu upp svo vel sé, er ná kvæmisvinna sem er tímafrek og kallar á mikla þolinmæði. Jónas segir það í raun aðalatriðið að gefa sér tíma. Þetta sé fyrst og fremst hand verk. „Það hefur ekkert breyst í smíði eða viðgerðum fiðlunnar í 400 ár. Það er allt saman unnið með sömu tækjum og tólum, sömu límin notuð, þannig að þetta er allt unnið á hraða handverksmanna 16. og 17. aldarinnar.“ Fiðlan hafi ekkert breyst síðan um miðbik 18. aldar þegar skipt var um háls, þegar fiðlurnar breyttust úr barrokkfiðlum sem eru með flatan háls. Menn átt uðu sig á að með því að setja hærri háls á fiðlurnar fengu þeir meiri tón úr fiðlunum. Þegar menn hugsa um afbragðsfiðlur kemur vænt an lega nafnið Antonio Stradi­ vari fyrst upp í hugann. Sá mikli meistari, sem var uppi á Ítalíu á árunum 1644 til 1737. Fiðlur hans þykja það besta og fínasta. Jónas segir að búið sé að skipta um háls á öllum Stradivariusfiðlum, en menn séu hins vegar enn að reyna að ráða gátuna um það hvernig þeim mikla meistara tókst að búa til svo glæsileg hljóðfæri. Enda reyni fiðlusmiðir nútímans enn að líkja eftir handbragði hans. „Stradi­ variusfiðlurnar eru svo fallegar, hann hafði eitthvað sér stakt lag með lakkið, en hann tók leyndar málið á bak við þær með sér í gröfina. Hann sagði ekki einu sinni sonum sínum sem unnu með honum frá. Þeir fengu víst aldrei að lakka, segir sagan.“ Jónas tíndi til tvær fiðlur og sýndi blaðamanni, sem fyrirfram sá engan mun á þessum tveimur hljóðfærum, en Jónas benti á fjölda atriða sem voru ólík og gera í raun gæfumuninn á góðu hljóðfæri og síðri grip. Hann segir þrjár til fjórar mjög góðar fiðlur til á Íslandi, hljóðfæri sem séu með því besta sem til sé. Fiðlurnar sem Jónas gerir upp eru síðan til sölu á verkstæðinu hjá honum. Hann segir afar gefandi að gefa fiðlu nýtt líf. „Stundum skilur maður ekki hvernig stendur á því að það var farið svona illa með fallegt hljóðfæri, en síðan er það ögrunin að endurgera það.“ friðsæll fiðluviðgerðArmAður á óðinsgötu Jónas R. Jónsson sem áður söng rokktónlist af krafti segir að fiðlan hafi ekki þótt sérlega merkilegt hljóðfæri hjá poppurum á sínum tíma, en í dag handleikur hann slíkt hljóðfæri allan liðlangan daginn Jónas r. Jónsson segist ekki sakna hins hraða lífsstíls sem hann lifði áður Maður á að lifa í núinu og hlakka til morgundagsins

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.