Reykjavík - 15.10.2011, Qupperneq 9
915. október 2011
Á fullri ferð um heiminn
áður en hann fann friðinn
með fiðlunum
Áður en Jónas gaf sig fiðlunum á
vald, vann hann við sjónvarp, upp
haf lega hjá ríkissjónvarpinu þar sem
hann vann við þáttagerð í nokkur ár.
Hann lærði síðan dagskrárstjórnun
og hóf störf á Stöð 2 þegar hún
fór í loftið. „Síðan réði ég mig til
alþjóðlegrar sjónvarpsstöðvar sem
hét Net Hold og var með Film Net
meðal annars og vann út um allan
heim. Ég var á stöðugu ferðalagi.
Það var svona „jet set“ líf í raun
og veru. Það voru flugvélar, hótel,
leigubílar og fundir, fundir, fundir,
alveg ofsalegur hraði. Það sem ég
er að gera núna er algjör andstaða
við það.“ Hann segir að hann hafi
líklega ómeðvitað verið farinn
að þrá rólegra starf eins og hann
vinnur núna. Hann segir öll tímabil
starfsævinnar hafa verið góð og
hann hafi verið heppinn. Því starfi
sem hann sinni núna fylgi vellíðan,
enda hlakkar hann til að mæta í
vinnuna á hverjum degi. „Þegar ég
kem í vinnuna blasir við mér dagur
fullur af verkefnum, en stresslaus.”
Jónas segist aldrei vera einmanna í
þessari vinnu.
Íslenski hesturinn gáfaður
og skapgóður
Jónas var á sínum tíma umboðsmað
ur íslenska hestsins. Hann segir
að líklega hafi nafn starfsins verið
rangt, en engu að síður hafi verið
rosa leg markaðstækifæri í kringum
íslenska hestinn. Það sé margt sem
geri íslenska hestinn vinsælan og
íslenski hesturinn er afar góður
full trúi Íslands. „Fyrst og fremst er
það geðslagið, það er einstakt og það
gerir íslenska hestinn meðfærilegan
á allan hátt. Ég held kannski af því
að hann er Íslendingar þá sé hann
gáfaðri en aðrir,“ segir Jónas og hlær.
Síðan sé það töltið sem geri hann
sér stakan. Sjálfur á Jónas nokkra
hesta og segist reyna að ríða út eins
oft og hann getur. Hestamennskan
sé eins og hver önnur baktería sem
menn fái.
Fiðlan þótti ekki fín í
rokkinu
En Jónas varð fyrst þekktur meðal
þjóðarinnar sem rokksöngvari.
Hann var meðal annars í hljómsveit
inni Flowers sem meðal annars gaf
út lagið Slappaðu af, en það var
bannað í ríkisútvarpinu á sínum
tíma vegna textans þar sem konu er
sagt að halda kjafti og slappa svo
lítið af. Hjá slíkum mönnum þótti
fiðlan ekki sérlega fínt hljóðfæri
enda segir Jónas að fiðla hafi hrein
lega ekki verið tekin upp í hópi
rokk tón listarmanna þess tíma og
fiðlu leik hans hafi lokið skömmu
áður. „Fiðlan kemur ekki inn í
poppmúsik fyrr en rétt undir 1970.“
Hljóðfæraskipan fram að því að hafi
verið tiltölulega einföld, gítarar, bassi
trommur og stundum hljómborð og
kannski saxófónn. Það gleður því
væntanlega fiðluviðgerðarmanninn
Jónas, að fiðlan og rokkið náðu
saman aðeins síðar, þótt á þessum
tíma hafi alvöru töffarar ekki látið
sjá sig með fiðlu. „Sem betur fer
eru skilin á milli tónlistarbásanna
ekki eins skýr og þau voru. Núna
eru krakkar í klassík að spila rokk
og djassistar að spila klassík. Það
flæðir á milli, skilrúmin hafa fallið
og það er hið besta mál.“ Jónas
segist spila aðeins á fiðluna í dag
eða eins og hann orðar það, hann
strýkur fiðluboganum um strengina,
án þess að hljóðið sem kemur sé
óþolandi. „Það er ekki óþolandi fyrir
mig, en það getur verið að það sé
óþolandi fyrir alla aðra,“ segir hann
hlægjandi. Jónas segir að hann og
gamlir félagar úr rokkinu hafi hist af
og til og spilað. Þær samverustundir
séu þó ekki reglulegar. Einkum séu
þetta þeir sem voru á sínum tíma
í hljómsveitinni Náttúru, sem var
um margt merkileg hljómsveit – og
enn og aftur kemur fiðlan við sögu,
því þar var fiðluleikari innanborðs
og ekki bara fiðluleikari, heldur
maður sem var með viðurnefnið
fiðla, Diddi fiðla eða Sigurður Rúnar
Jónsson. Jónas segir ferska strauma
hafa komið með Sigurði og fiðlunni
hans. En eigum við eftir að sjá
rokksöngvarann Jónas R. Jónsson
syngjandi á sviði? „Neiii, en maður
á aldrei að segja aldrei, en ég held að
það yrði þá frekar djass. Ég hlusta
meira á djass. En það er gaman að
syngja rokk og það er æðislegt að
syngja rokk og finna fyrir bandinu
fyrir aftan sig. Það er svolítið eins og
að þenja sportbíl. Djassinn er meira
svona eins og að vera kominn á
limma sem rennur mjúklega áfram.“
Maður á að lifa í núinu og
hlakka til morgundagsins
Jónas segist ekki sakna hraðans
og látanna eins og í kringum
rokk tónlistina eða umstangsins í
tengslum við sjónvarpsmennskuna.
„Nei, ég sakna einskis. Ég er einn af
þeim sem er ekkert í fortíðinni. Ég er
alveg fullkomlega sáttur við fortíðina
og er lukkunnar pamfíll að hafa
fengið að njóta þeirra forréttinda að
hafa fengið tækifæri til að gera allt
sem ég hef fengið að gera. Þó svo
að maður geti sagt um leið að það
sé fullt af hlutum sem maður hefði
átt að gera öðruvísi eða þetta hefði
ég átt að gera eða ekki. En það er
bara tímaeyðsla, maður breytir ekki
for tíðinni. Maður á að lifa í núinu
og hlakka til morgundagsins,” segir
Jónas R. Jónsson og tekur upp lúna
fiðlu sem hann ætlar að gefa nýtt líf.
Jónas segist spila aðeins á fiðluna í dag
eða eins og hann orðar það, hann strýkur
fiðluboganum um strengina, án þess að
hljóðið sem kemur sé óþolandi. „Það er
ekki óþolandi fyrir mig, en það getur
verið að það sé óþolandi fyrir alla aðra,“
Ég er alveg full
komlega sáttur
við fortíðina og er
lukkunnar pamfíll
að hafa fengið
að njóta þeirra
forréttinda að
hafa fengið tæki
færi til að gera
allt sem ég hef
fengið að gera.