Reykjavík - 15.10.2011, Síða 10

Reykjavík - 15.10.2011, Síða 10
10 15. október 2011 Eins og fram kom í síðasta tölu blaði Reykjavíkur, hafa borgaryfirvöld sett reglur varð andi samskipti trú félaga við leik­ og grunnskóla Reykja víkur­ borg ar. Gideonfélagið hefur frá árinu 1954 gefið grunn skóla börn um á Íslandi Nýja testamentið, en með nýju reglunum verður breyting á fyrir komulaginu. Rúnar Viljhálms­ son forseti Gideons félagsins segir að sumu í tillögunum sé beinlínis beint gegn starfi félagsins í Reykjavík, þótt þetta sé ekki uppi á teningnum úti á landi. „Þetta kom okkur á óvart í fyrra þegar tillögurnar litu fyrst dagsins ljós,“ sagði hann í sam tali við Reykjavík. Hann sagði félagið hafa verið til þessa í góðu sam starfi við skóla og foreldra og hann vissi ekki til að kvartað hefði verið undan starfi Gideonfélagsins. Það hafi beinlínis verið kannað. „Þetta veldur því að menn urðu bæði undrandi og vonsviknir með tillögurnar.“ Samkvæmt tillögunum er bannað að beina að börnunum boðandi efni og Biblían og Nýja testa mentið séu boðandi efni. Hann segir ákvörðun borgaryfirvalda ekki leggja Gideonfélagið niður, enda starfsemi félagsins mun víðtækari en bara sem þessu nemur. Engu að síður sé samstarfið við skólana einn mikilvægasti þátturinn. „Við þurfum hreinlega að setjast yfir það hvernig við viljum haga samstarfinu áfram, því við viljum eiga gott samstarf við grunnskólana í Reykjavík áfram eins og aðra grunnskóla á landinu. Það er okkar von og trú að það geti tekist.“ Hann minnir á að reglurnar séu settar til bráðabirgða, það er að segja að gert sé ráð fyrir að hópur verið skipaður til að fara yfir það eftir eitt ár hvernig til hefur tekist. Hann segist telja mikilvægt að til séu reglur um samskipti skólana við nærsamfélagið. Hann segir Gideon­ menn þeirrar skoðunar að Nýja testa mentið eigi erindi í skólana af ýmsum ástæðum. „Bæði vegna þess að þetta er merkilegt rit í menningu Íslands, Nýja testamentið er fyrsta bókin sem gefin var út á íslensku og hefur haft gríðarleg áhrif á íslenska menn ingu og í sambandi við íslenskt mál, varðveislu og viðhald þess. Síðan er boðskapur kristninnar mikil vægur grunnur undir lífsgildi Íslendinga og hefur verið alla tíð.” Þá minnir hann á að samkvæmt grunnskólalögum eigi kristin arfleifð íslenskrar menningar að vera til viðmunar. Auk þess sé námsgrein í skólunum sem sé kristinfræði og trúarbragðafræði og þar sé Nýja testamentið hreinlega námsgagn. Þótt þorri Íslendinga séu kristnir og langflestir í þjóðkirkjunni, vaknar engu að síður upp sú spurning hvort að það sé óeðlilegt að settar séu reglur um samskipti ungra barna, sem eru í leik­ eða grunnskóla varð andi trúarlega uppfræðslu. „Nei, það er mjög eðlilegt að til séu samskiptareglur og viðmið um sam skipti skólanna við meðal annars félög eins og Gideonfélagið, kirkjur í hverfunum og aðra aðila sem eru með tómstundastarf eða félags starf fyrir ungt fólk, þess vegna íþrótta­ félög eða skátana og svo framvegis, það er mjög eðlilegt að til séu reglur sem skólastjórnendur geta stuðst við. Þess vegna er ég ekki á móti því að menn fari af stað með slíka vinnu, það sem ég saknaði var að ekki hafi verið tekið tillit til fleiri sjónarmiða. Satt að segja vantaði frá upphafi við vinnu mannréttindaráðs borgarinnar eðlilegt samráð. Það er í starfsreglum ráðsins að haft sé samráð við þá aðila sem tillögur ráðsins varða. Því miður var ekkert sam ráð haft.“ Enda segir Rúnar reglurar enn umdeildar, þótt nauð­ synlegt sé að samvinna sé höfð um svona mál. Hann segist telja til dæmis nauðsynlegt að Kóraninn sé aðgengilegur í það minnsta á skóla­ bókasöfnum, þótt honum sé ekki dreift til allra skólabarna, enda skipi hann ekki sama sess og kristnin í menningu íslensku þjóðarinnar. Spurður um hvort að þessar regl ur séu í raun eðlileg þróun á sam félaginu, þar sem til dæmis náms greinin hafi upphaflega heit ið kristnifræði, en heiti nú kristni fræði og trúarbragðafræði, íslenskt samfélag sé orðið fjöl­ menn ingar samfélag og fleira í þeim dúr, segir Rúnar að umræðan um fjöl menn ingarsamfélög sé ekki ný, hvorki á Íslandi né annars staðar. Ólík viðhorf hafi alltaf verið hjá fólki hér á landi, það sem sé nýtt séu aukin ferða lög og meiri og alþjóðlegri fjöl miðlun, þar sem Íslendingar hafi komist í meiri og nánari kynni við ýmis konar sjónarmið en áður var. „Menn hafa farið svolítið fram úr sér, held ég, þegar þeir ræða um að viðhorf séu orðin einstaklingsbundin eða svo marggreind að sé engin sam­ staða lengur um gildi eða viðhorf.“ Íslendingar sæki sín gildi fyrst og fremst í sinn kristilega arf segir Rúnar. Samkvæmt reglunum sem nú gilda er leyft að halda litlu jólin í skól anum, svo dæmi sé nefnt, en upp haflega leit út fyrir að slíkt yrði óheimilt, eins og reglurnar litu fyrst út. Rúnar segist ekki hafa trú á því að önnur sveitarfélög eigi eftir að fara sömu leið og Reykjavík hefur farið í þessum efnum. Hann segist eiga fund með fræðslustjóranum í Reykjavík á næstunni. „Og hann hefur boðað mannréttindastjóra Reykjavíkur líka á fundinn og ég vonað fundurinn leiði til þess að við getum áfram átt samskipti,“ segir Rúnar Vilhjálmsson forseti Gideonsfélgsins. Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Sena er í viðskiptum hjá okkur Björn Sigurðsson og félagar hjá Senu sjá Íslendingum fyrir nýrri tónlist, kvikmyndum, tölvuleikjum og fjölbreyttri skemmtun árið um kring. Síminn stoppar ekki, hjólin snúast, ný tækifæri bjóðast og nýtt samstarf verður til. Þannig gerast hlutirnir. Þess vegna er Sena í viðskiptum hjá okkur. F í t o n / S Í A menn urðu bæði undrAndi og vonsviknir með reglur um sAmskipti trúfélAgA og skólA Forseti Gideonsfélgsins segir kristni samofna íslenskri menningu og það megi ekki rjúfa rúnar Vilhjálmsson forseti Gideonsfélagsins Nýja testamentið er orðið umdeild­ ara en það hefur verið um aldir. Menn hafa farið svolítið fram úr sér, held ég, þegar þeir ræða um að viðhorf séu orðin einstaklingsbundin eða svo marggreind að sé engin samstaða lengur um gildi eða viðhorf.“ Íslend­ ingar sæki sín gildi fyrst og fremst í sinn kristilega arf.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.