Harmoníkan - 01.10.1986, Side 7

Harmoníkan - 01.10.1986, Side 7
Ef þú einhverntíman hittir ein- hverja, sem eru tilbúnir að vinna að framgangi harmoníkunnar hér í Danmörku, þá hjálpaðu þeim. Hafir þú ekki tíma til að vinna eitt- hvað með þeim, þá reyndu að styðja þá af öllum mætti, því það mun koma áhuga þínum á harmoníkunni til góða. Gildir þá einu hvaða smekk þú hef- ur á harmoníkutónlist, gömludansar — jazz — klassík eða þjóðlagatónlist, þá er þetta allt harmonikutónlist. Palle Andersen, varaformaður Danska harmonikusambandsins og ritstjóri blaðsins sem það gefur út, hefur eitthvað þessu líkt, eftir sænsk- um harmoníkukennara sem hann var í námi hjá. Þessi orð eru tekin úr ritstjórnar- grein sem „Lille Palle Andersen“ skrifaði í blaðið, og finnst mér orð þessa manns, geta alveg eins átt við hér á íslandi, og mun ég því leitast við að endursegja greinina í stórum drátt- um. Ef við fáum 100 harmoníkuleikara af öllu landinu, til að skilgreina orðið ,,harmoníkutónlist“, þá getum við búist við 90 mismunandi svörum. Það er afar eðlilegt, að þeir sem eru ný- byrjaðir að læra, velji lög við sitt hæfi, létt til að byrja með, en flóknari síðar. Mörg þessa laga má finna í gömlum heftum, sem voru ,,popptónlist“ síns tíma, þegar harmoníkan var upp á sitt besta hjá þorra landsmanna, á sam- komum vítt og breitt um landið. Seinna, þegar menn verða duglegri, vaknar löngun til að fást við eitthvað erfiðara, eithvað sem manni finnst skila sér meiri tónlist. Þá kemur að því, að við verðum þreytt á gömlu lögunum, sem við höf- um heyrt og spilað undanfarið. Síðan hittum við einhverja aðra harmoníkuleikara, sem finnst þau bara ansi góð þessi gömlu lög, og eru nýbyrjaðir að æfa þau. En okkur finnst lítið púður í þeim núna. Hér er fyrsta hættan á ósamlyndi harmoníkuleikara, því einmitt hér verðum við að læra að taka tillit til hvors annars. Það er ekki nóg að hlusta bara á snillinga, Og bera virðingu fyrir þeim. Því þeir, sem spila svipað og við sjálf, eru tilbúnir til að gagnrýna fyrir EINA feilnótu. (Hvernig væri að spila inn á snældu, án endurtekninga, og hlusta svo á. Við verðum undrandi á árangr- inum.) Við þurfum að læra að eiga saman ánægjulegar stundir, með þeim sem hafa sama áhuga á harmon- íkunni og við sjálf. Geturðu munað, þegar þú í byrjun hittir einhvern, sem var betri en þú, sem hjálpaði þér og þið áttuð saman ánægjulegar stundir? Það er vissulega gott þegar þannig fer, en oft fer það á hinn veginn. Sum- ir harmoníkuleikarar ná undirstöðu- atriðum og stöðvast þar, vegna þess að þeir höfðu ekki tima eða aðra að- stöðu eða möguleika til að ná lengra. Þeir eru ánægðir með þann árangur, sem þeir hafa þegar náð. Aðrir halda áfram, stígandi, og uppávið. Aðrir stoppa einhversstaðar á leiðinni, þar sem þeim hentar. En, ef við viljum ná lengra í tónlist- inni, verðum við að læra af þeim sem hafa náð lengra en við sjálf. Einhverj- um sem við berum virðingu fyrir, þó smekkur þeirra á tónlist sé annar en okkar. Þannig víkkar sjóndeildar- hringurinn, og við lærum að meta það, sem okkur líkaði ekki áður. Þessvegna verðum við að virða hvort annað innbyrðis, þó svo við höfum ekki sama tónlistarsmekk, eða hvern- íg getum við ætlast til að þeir sem ekki spila á harmoníku, virði þá hljóðfær- ið okkar. Eitt hefur mér fundist vanta á landsmótum til þessa, það er fiðlan. Fiðlan hefur verið mikið notuð i gömludönsunum og þjóðlögum á hin- um norðurlöndunum og er ennþá, en hér á landi held ég að hafi ekki heyrst í fiðlu á gömludönsunum síðan Guð- mundur Finnbjörnsson og Óskar heitinn Cortes spiluðu á þær í hljóm- sveitum sínum fyrir meira en 20 árum siðan og er þar skarð fyrir skildi. Einfalda harmoníkan hefur alveg orðið útundan á fyrri landsmótum og lítið hefur heyrst í þeirri tvöföldu. Ég vil hvetja þá heiðursmenn sem með þetta hljófæri kunna að fara, að koma á næsta landsmót, og sýna þar sínar bestu hliðar. Þá vil ég benda þeim, sem hafa áhuga á þessu hljóðfæri á kennslubók ,,DURSPEL“ eftir sænska harmon- íkusnillinginn Nils Flácke. En hvað um það lesandi góður, ef þú hefuránægjuaf harmoníkunni, þá láttu sjá þig (og í þér heyra) næsta sumar og hvettu aðra til að koma, og ég er viss um að við munum eiga þar saman ánægjulegar stundir og pignast góðar minningar. Þ.Þ. 7

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.