Harmoníkan - 01.10.1986, Qupperneq 14

Harmoníkan - 01.10.1986, Qupperneq 14
Belgurinn teygður til Högna Högni Jónsson er einn þeirra manna sem hefur séð um harmoníkuþætti í ríkisútvarpinu. Áhugi hans á harmonikunni er mikill, og gegnum árin hefur hann aflað sér mikils fróðleiks um hana og þá tónlist, sem á hana er leikin. Ég brá mér eitt kvöldið í heimsókn til Högna í Yrsufellið, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Jónu Þórðar- dóttur og syni þeirra Þórði, sem er frábær kontra- bassaleikari og starfar með sinfóníunni. Við fórum að rabba saman og talið barst að har- moníkuþáttunum í útvarpinu og ég spurði hve- nær hann hefði byrjað að vinna við þessa þætti. ,,Ég held að það hafi verið 1957 eða 8 sem ég byrjaðað gera þessa þætti, ég var um þetta leyti að læra á harmon- íku hjá Jan Moravek, og hann hvatti mig til að taka að mér svona þátt, því hann vissi að ég hafði viðað að mér tölu- verðri þekkingu um harmoníkuna af blöðum víðsvegar að.“ — Var þá Henry J. Eyland með þér? , ,Nei ég get nú varla sagt að ég hafi þekkt Henry þá, það var ekki fyrr en löngu seinna, sem leiðir okkar lágu saman. Ég var með þessa þætti í tvo vetur eða svo, og átti gott samstarf við Árna Kristjánsson tónlistastjóra, sem réði mig til þessara starfa. Mér er það minnisstætt, að ég var í byrjun settur í smá próf, sem fór þannig fram, að ég var látinn lesa upp eitthvað sem ég hafði skrifað á blað og það var svo úrskurðað fyrir framan mig að þetta teldist not- hæft. Ég hef undrast það svolítið seinnameir hvað hann var vinsamlegur hann Haraldur Guðmundsson sem síðar varð yfirmaður tæknideildarinnar, að taka mér svona vel — nef- og þvöglumæltum! Nú og ég byrjaði strax að nauða í tónlistardeildinni að fá íslenska harmoníkuleikara til að spila. Fyrsti þátturinn var svo með Jan Moravek, sem kom og spilaði.“ — Mannstu hvað það var? ,,Mig minnir að það hafi verið eitthvað af klassískum lögum og þjóðlögum frá austur Evrópu. Þessi þáttur var tekinn upp í stúdíó 2 og talsverður taugatitringur í mér. Jónas Jónasson, sem var ábyrgðarmaður fyrir fyrstu þátt- unum sat og spilaði á píanó óræður á svip, ég man ég spurði hann hvort hann væri píanóleikari og hann svar- aði: nei ég spila á klarinett.“ — En ptötur sem voru til þá, voru það ekki mest 78 snúninga plötur? „Jú það var mest af þeim, ég man hvað þulirnir voru leiðir að þurfa sífellt að vera að skipta á fónunum og mörg góð platan var dæmd ónýt vegna þess að þær suðuðu of mikið að þeirra mati eða bara að gatið var heldur þröngt. Þættir með plötum voru oftast sendir beint út og áttu að fara fram þannig að þul var afhent handrit að þættinum, síðan sat flytjandinn á öðrum stað í húsinu og þulurinn setti plöturnar á. Ég hef hinsvegar oftast þann hátt á að semja þættina jafnóðum, svo það varð að samkomulagi mili mín og þeirra að hafa stikkorð t.d. „gjörið þið svo vel!“ og þá settu þeir fóninn af stað. Það kom svo fyrir að skemmd var í plötunni og þá tók þulur plötuna af í miðju lagi, og var þá eins gott að vera viðbúinn með kynn- ingu og afsökunarbeiðni. Ég man að einhverntímann var píata með Oskar Skau kvintettinum í þætti. Oskar lék á gítar, en á harmoníkuna spilaði Toralf Tollefsen, að öll- um líkindum eða þá Rolf Syvertsen, þeir tveir gerðu þenn- an kvintett frægastan. Á plötunni er mikill og erfiður masúrki meistaralega fluttur. Það urðu því miður örlög þessarar plötu að gatið var heldur þröngt og hún því brot- in strax eftir notkun.“ — Var þetta á Skúlagötunni? „Já, þetta var skömmu eftir að útvarpið flutti þangað, það var lítið um tæki, að vísu voru komin mónó segul- bandstæki — miklir hlunkar frá Telefunken og þeim fylgdu rafmagnaðir hljóðnemar. Mér virtist mjög erfitt að hljóðrita með þeim harmoníkuna svo vel væri. Henry gróf svo upp eldgamlan RCA hljóðnema, sem reyndist miklu betur. Seinna lærist hljóðmönnum útvarpsins að nota tvo hljóðnema þó að um mónó upptöku væri að ræða.“ — Hvernig erþá með þessar 78 snúninga plötur, er eitt- hvað til eftir af þeim? „Já, mest allt safn útvarpsins fram til 1960 voru mónó plötur, og sem betur fer, þá voru þær ekki allar með þröngu gati. Þær voru fluttar í kössum inn á Suðurlands- braut, og þar eru þær allar ennþá, en harla erfitt er að komast að þeim.“ — Stendur til að taka þœr upp á band? ,, Já, ég held að það sé verið að vinna að þvi, röðin kem- ur þó sennilega seint að harmoníkunni. Nú, en eftir 1960 fóru hæggengu plöturnar að koma bæði í mónó og steríó. Ég var svo heppinn að þekkja Sig- urð í Eldorado, heildverslun sem þá flutti inn allt milli himins og jarðar. Sigurður pantaði býsn af harmoníku- plötum, þannig kynntust íslenskir harmoníkuaðdáendur t.d. Mogens Ellegaard, Charles Magnante, Jo Basille og mörgum öðrum fyrir tilstuðlan þessarar ágætu heildsölu, sem nú selur mest prjónagarn og snyrtivörur.“ — Eftir nokkurt hlé hófust harmoníkuþættirnir aftur, hvenær var það? „Það var sennilega 1960, sem ég af tilviljun hitti Árna Kristjánsson á götu, hann snaraðist að mér og bað mig að taka að mér þættina að nýju. Ég sagði honum að mér hefði ekki gengið sem best að semja við tæknideildina, 14

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.