Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 17

Harmoníkan - 01.10.1986, Blaðsíða 17
uninn eftir en ég hafði aldrei heyrt manninn spila svo ég var dálítið spenntur. Hann mætti þó hress um morguninn og spilaði inn fyrsta lagið, sem Pétur Pétursson í sinni vin- semd, spilaði til að kynna tónleikana sem voru um kvöld- ið. Mér varð það strax ljóst, að þarna var kominn há- menntaður listamaður. Það var afskaplega mikils virði að heyra að hann spilaði ekki eins og þessir hálfmenntuðu har- moníkuleikarar sem fengu á sig óvæga gagnrýni. Um kvöldið lék hann svo í Norræna Húsinu fyrir troð- fullu húsi, og að síðustu valdi ég úr, þá sem ég vildi ekki að misstu af þessu þó svo að húsið væri þegar orðið meira en fullt. Seinna spilaði hann upp í sjónvarpi og þá henti alveg furðulegt atvik. Þegar Salvatore var byrjaður að spila, þá kemur Jón Þórarinsson inn í stjórnstöðina og spyr af hverju maðurinn sé að spila þetta. Þá var Salvatore að spila 16. aldar tónlist sem hann hafði lagt sérstaka rækt við en Jón hafði ekki ætlast til annars en að maðurinn spil- aði þessa hefðbundnu harmoníkutónlist, og ætti því alveg að láta það vera að spila svona tónlist. Þetta bjargaðist með því að Emil Björnsson kom þarna inn og sagði eitt- hvað í þá áttina, að það hefði verið gaman að geta spilað svona á harmoníku þegar maður var strákur. Þetta mild- aði andrúmsloftið, en ég hugsa að Salvatore hefði getað kennt Jóni eitthvað, frekar en Jón honum.“ — Svo kemur hann aftur hingað? ,,Já, hann kom þrisvr sinnum og spilaði hingað og þangað um landið og ég er viss um það, að þetta hefur orð- ið til þess að vekja áhuga manna fyrir harmoníkunni, og stuðlað að stofnun félaga um hljóðfærið. Síðast kom hann hingað 1979, og þá spilaði hann meðal annars út í Grímsey, bæði á hljómleikum og á balli.“ — En það voru fleiri sem komu áþínum vegum, varþað ekki? ,,Jon Faukstad kom hingað, en hann hafði kennt Árna Sigurbjarnarsyni í Noregi, og Árni og faðir hans sáu um móttöku á honum ásamt mér. Ég sá um hann hér fyrir sunnan, en þeir fyrir norðan. Hann fékk mjög góða að- sókn víða um landið.“ — En ef við snúum okkur aftur að harmoníkuþáttun- um, verða þeir áfram með svipuðu sniði? „Það var 1979 sem við þrír, þ.e.a.s. ég, Bjarni Mar- teinsson og Sigurður Alfonsson byrjuðum í sameiningu með þessa þætti. í upphafi vorum við allir þrír saman í einu í þáttunum, en það var erfitt í framkvæmd, t.d. að mæta allir á sama tíma í upptöku og fórum við því að vinna hver fyrir sig. Það má kannski segja að við mættum hafa meira samband okkar á milli núorðið. Svo bættust þeir í hópinn á Akureyri, og má segja að þeir hafi haft ákveðið snið á sínum þáttum, frá upphafi. En það sem okkur vantar eru bréf frá hlustendum. Ef við fengjum mikið af bréfum, þar sem óskað væri eftir ís- lenskum spilurum, þá gætum við e.t.v. fengið að hljóðrita miklu meira efni. Símtöl sem við fáum eru ágæt svo langt sem þau ná, en bréfin eru áþreifanleg og hægt að sýna, ef svo ber undir.“ — Eflaust hefðum við getað haldið áfram miklu lengur. En ég þakkaði fyrir mig og kvaddi. Frekara spjall verður að bíða að sinni. Þ.Þ. Mikid úrval af hljódfærum og hljómtækjum, einnig heimastudio Sendum í póstkröfu HLJÓÐFÆRAVERZLUN POIH BERNBURG ? RAUÐARÁRSTlG 16 - 105 REYKJAVIK SlMI (91)20111 17

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.