Harmoníkan - 01.10.1992, Blaðsíða 3

Harmoníkan - 01.10.1992, Blaðsíða 3
Útgefendur og áb.menn: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, Garðabæ, sími 91-656385. Þorsteinn Þorsteinsson, Torfufelli 17, 111 Reykjavík, sími 91-71673. Prenttækni Forsíðumynd Reynir Jónasson dubbar uppá forsíðu þessa blaðs. Bakgrunnurinn er hið magnþrungna listaverk við Skúlagötu í Reykjavík „Sólarskipið”. Þykir mér það viðeigandi fyrir þennan glaðsinna tónlistarmann. Myndin er tekin annan dag vetrar 1992. Ljósmynd H.H. Blaðið kemur út þrisvar á ári. f október, endaðan febrúar og í endaðan maf. Gíróreikningur nr. 61090-9. Auglýsingaverð: 1/1 síða kr. 9.300 1/2 síða kr. 6.200 1/4 síða kr. 3.900 1/8 síða kr. 2.300 Smáauglýsingar (1,5 dálksentimetri) kr. 650 + kr. 120 fyrir hvern auka dálk- sentimetra. Á hverju hausti hefst vetrarstarf af fullum krafti hjá harmoníkufélögum á landinu. Starfið í vetur kemur hjá flestum til með að vera í fastari böndum en áður og markviss undirbúningur fyrir landsmót S.H.Í.U. á Egilsstöð- um næsta sumar. Hópur vaskra manna fyrir austan vinnur að undir- búningi og skipulagningu mótsins til að gera það sem veglegast. Und- irbúningsnefndin hefur lagt fram hugmynd að lagakeppni, sem lyki á landsmótinu, en forkeppni yrði í hverju félagi, sem hvert um sig, sendi eitt lag í keppnina. Enn hafa ekki komið fram neinar reglur um gerð þessara laga, þó búast megi við því að flestir sendi í slíka keppni dægurlag i einhverskonar mynd, er mögulegt að einhver sendi í keppn- ina tónsmíð fyrir heila hljómsveit sem gæti tekið allt að 15 mínútur í flutningi. Það er kannski ástæðulaust að óttast eða vona slíkt, en þó væri ekki úr vegi að sníða keppninni á- kveðinn ramma. Þá er ekki víst að öll félög skili inn lagi, en einnig gætu sum félög lent í vandræðum með að velja úr mörgum góðum lögum sem jafnvel flest ættu erindi í keppnina. Hvað sem öllu líður ber að fagna þessari hugmynd og von- andi verður hún að veruleika. Eftir síðasta landsmót voru gefin út myndbönd með völdu efni frá tónleikum harmoníkufélaganna og Nils Flácke. Fengnir voru fagmenn til verksins en árangurinn bar þess því miður engin merki. Engu líkara var en þeir sem settu saman hljóð Hilmar Hjartarson og mynd hafi unnið í sitt hvorri heimsálfunni við verkefnið, svo langt er bilið þar á milli. Vonandi tekst betur til næst, mistök eru jú til að læra af þeim. Eins og lesendur blaðsins sjá hef- ur harmoníkufélögum fjölgað frá því í vor. Raunar er ekki endanlega búið að stofna félagið í Skagafirði, en Pétur Víglundsson sem er skráð- ur formaður í blaðinu er einn þeirra sem vinna að stofnun félagsins og mun þá geta gefið nánari upplýsing- ar ef til hans er leitað. Við stofnun þessa félags styttast vegalengdir á milli félaga sem gefur möguleika á fjölþættu samstarfi. En þær eru víða vegalengdimar hjá okkur þó landið sé ekki stórt, sem sést af því að Harmoníkufélag Héraðsbúa og Harmoníkufélag Rangæinga eru ná- grannar. Nú í byrjun 7. árgangs Harm- oníkunnar viljum við hvetja alla harmoníkuunnendur sem fyrr, að senda okkur efni í blaðið. Eins væri Þorsteinn Þorsteinsson gott að fá ábendingar um efnisval því betur sjá augu en auga. Þangað til næst, gleðileg Jól Þ.Þ. NÝTT OG NETTARA BARMMERKI HARMONÍKUBLAÐSINS KR. 300.00 MUNIÐ! AÐ GREIÐA BLAÐIÐ 3

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.