Harmoníkan - 01.10.1992, Blaðsíða 5

Harmoníkan - 01.10.1992, Blaðsíða 5
ÞAÐ MA EKKI MISÞYRMA HARMONÍKUNNI Reynir Jónasson hljóðfæraleikari Reynir Jónasson er fæddur á Helgastöðum í Reykjadal, Suður- Þingeyjarsýslu. „Það vildi svo til, að ljósmóðirin varð að bregða sér í kaupstað. Hún var búin að bíða nokkuð eftir, að ég kæmi í heiminn. Það stóð ekki á því, ég kom um leið og hún fór. Föðursystir mín (móðir Fikka á Halldórsstöðum) tók á móti mér og einhvern tíma seinna kom læknir að líta á mig. Foreldrar Reynis eru Jónas Friðriksson og María Sigfúsdóttir frá Halldórsstöð- um. Móðirin var heimasæta á næsta bæ, þar giftust saman þrenn systkini frá bænum, þar á meðal foreldrar Reynis. Eg spurði Reyni hvort hann sé uppalinn við tónlist? Faðir minn lék á orgel og fiðlu, til var ágætis harmoníum á heimil- inu. Ég byrjaði strax að fikta smá- strákur en mér var bannað það, ég náði varla upp á borðið þegar ég var að reyna að garga eitthvað. Svo gerðist það alveg óvænt, að ég upp- götvaði, að ég gat orðið spilað ein- raddað, fannst auðvelt að spila eftir eyranu. Þegar ég var orðinn níu eða tíu ára langaði mig orðið að spila eftir nótum. Ég fékk tilsögn heima hjá pabba. Þetta smá kom, ég spil- aði upp úr sálmabókinni fyrir ömmu auk þess líka að spila hin svoköll- uðu fjárlög, íslenskt söngvasafn á- kaflega merkileg bók. Ég tel það hafa verið góðan skóla. Raddsetn- ingar bókarinnar eru góðar. Þær voru mér mikils virði held ég, mað- ur vandaði sig. Nótnalestur er eng- inn galdur, hann er hægt að læra á 10 mínútum. Hitt er vinna og þrot- lausar æfingar að verða fljótur. Mig langaði alltaf að spila á harmoníku. Hún var grundvallarhljóðfæri á böllum þegar ég man fyrst eftir, að- eins ein harmoníka. Kappreiðasam- komur og íþróttamót voru á Breiða- mýri, maður fékk að fara, ég man að ég heyrði í merkilegum harm- Hann er einn af þeim mönnum, sem virðast ná að tialda í œskufjörið þrátt fyrir að vera borinn í þennan heim árið 1932, síungur, jákvæður og alltaf á uppleið, hann hefur leikið á hljóðfœri frá barns- aldri og hefur ekki verið við eina jjölina felldur í þeim efit- um. Saxofónn, píanó, orgel og harmoníka í það minnsta. Hann hefur víða komið við sögu í hljóðfœraleik og er landsþekktur tónlistarmaður, ekki hvað minnst fyrir sinn fágaða harmoníkuleik. Hvað skildi nú hafa komið til, að efnalítill sveitapiltur, einn ellefu systkina byrjaði að klífa upp hinn fjallháa tónlist- arstiga? Eitt fallegt kvöld á fullu tungli tók ég hús á Reyni og fékk hann til að valsa um götur fortíðar til nútíðar og gefa les- endum Harmoníkunnar kost á að vera með á þeim vegi nokkurn spöl. oníkuleikurum þar, Halla Bjöms og Sigurði Hallmarssyni frá Húsavík, bræðmm innan úr Grenivík, og auð- vitað Fikka á Halldórsstöðum. Það þótti sjálfsagt að börn tækju þátt í svona, enda vom þessar skemmtanir um miðjan dag og svolítið frameftir. Ég var dálítið búinn að fá að fikta eða stelast í harmoníku frænda míns Friðriks, hann skildi hana stundum eftir heima. Svo reyndi ég að spila á balli ungmennafélagsins 14 ára gamall. Menn töldu mig geta það og ég man vel eftir þessu og þótti mikilvægt að vanda mig, en svo varð ég nervus og allt gekk mjög böxulega og dansleikurinn varð ansi daufur. Þá var það Björn á Einars- stöðum, sem bjargaði ballinu. Hann kunni ekki öllu meira en þrjú fjögur lög en hann spilaði af helvítis krafti og fólkið dansaði miskunnarlaust, hann var svo ákveðinn. Ég var lítill þá með lánsnikku og réð ekki al- mennilega við þetta, samt var ég á- fram brjálaður í að spila á nikku. Ég komst nærri nikku í Menntaskól- anum á Akureyri. Menntaskólinn átti eina slíka, Hohner. Reyndar byrjaði ég á að kaupa mér saxofón, það var mitt fyrsta hljóðfæri, þá var ég 18 ára. Það vildi svo til, að José Riba kom til landsins frá Spáni 1950 og kenndi á saxofón á Akur- eyri. Þá fékk ég fyrstu kennsluna á hljóðfæri í um 3 mánuði jafnframt spilaði ég á saxofón í skólahljóm- sveitinni. Um vorið vantaði mig svo nikku að ég skipti við Karl Adolfsson sem þá var á Akureyri, á saxofónin- um upp í nikku, þeirri fyrstu í minni eigu. Hún var þriggja kóra Hohner, hvít að lit með 4 skipting- um, fislétt og lipur. Ég spilaði á hana um sumarið 1950 og græddist nokkurt fé, 200 kr fyrir ballið, það var morð fjár en ekki nóg samt fyrir skólann. Því varð ég að selja nikk- una um haustið, Stebbi Hólkur var kaupandinn. Það voru erfiðir tímar og ég var í búskapnum hjá föður mínum en þar voru engir peningar. Ég man vel þegar ég stóð einn í myrkrinu og táraðist yfir að þurfa 5

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.