Harmoníkan - 01.10.1992, Síða 22

Harmoníkan - 01.10.1992, Síða 22
Harmoníkuhljómsveit frá Böbingen Akkordeon Orchester Böbingen. Fimmtudagskvöldið 30. júlí s.l. kom til Akureyrar 30 manna hópur þýskra harmoníkuleikara „Akkordeon Orchester Böbingen" sem var á ferð um landið. Þau höfðu komið með flugi til landsins daginn áður og gistu í Biskupstungunum um nóttina, og komu síðan norður yfir Kjöl. Það var á stjórnarfundi hjá F.H.U.E. 27. marsl991 að tekið var til umræðu bréf sem borist hafði frá Hans Joachim Ingelmann í Þýskalandi, fyr- ir hönd harmoníkuhljómsveitar Böbingen, þar sem farið var fram á að félagið yrði innan handar ef hljóm- sveitin kæmi til íslands sumarið 1992. Efni bréfsins var rætt á fundin- um og niðurstaðan varð sú, að þetta væri mál landssambandsins, og var bréfið sent þangað. Þjóðverjarnir virt- ust ekki hafa áhuga á samvinnu við landssambandið, því sumarið eftir barst annað bréf, þar sem þeir óskuðu eftir að félagið byði þeim til Akureyr- ar, því þau þyrftu að vera í boði fé- lags til að fá styrk til íslandsfarar. Þeir Sigurður Indriðason formaður F.H.U.E og Atli Guðlaugsson skóla- stjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar svör- uðu bréfinu og buðu þau velkomin. Tekið var á móti Þjóðverjunum í Lundarskóla og var þeim borinn mat- ur, sem þær Gunnlaug Heiðdal og Fil- ippía Sigurjónsdóttir sáu um. Að borðhaldi loknu lék stórsveit F.H.U.E. nokkur lög undir stjóm Atla Guðlaugssonar. Við fengum mjög góðar undirtektir hjá þeim þýsku og urðum að spila 2 eða 3 aukalög. Á eftir lék þýska hljómsveitin nokkur lög fyrir okkur og fengu þau mjög góðar viðtökur. Þarna sýndi þetta kornunga fólk, sem var að meirihluta til stúlkur, að harmoníkan á greinilega framtíð fyrir sér í Þýskalandi. Föstudaginn 31. júlí var farið með Þjóðverjana í skoðunarferð um Akur- eyri og nágrenni. Klukkan 14:30 lék hljómsveitin í eina klukkustund í blíðskapar veðri. Mikill mannfjöldi var í göngugötunni og kunnu menn vel að meta skemmtilega og góða spilamennsku á góðviðrisdegi. Jón Björnsson félagsmálafulltrúi Akur- eyrarbæjar afhenti stjórnanda sveitar- innar Wolfgang Hángel gjöf frá Akur- eyrarbæ. Síðdegis fór helmingurinn af hópnum í skoðunarferð inn í Eyja- fjörð en hinn hlutinn fór inn að Mel- gerði og fór á hestbak, og gekk þar á ýmsu. Þó þeir séu ekki stórir íslensku hestarnir getur víst verið vont að detta af baki, en það fengu þrjú af þeim að reyna, og á einn af þeim þurfti að setja á gifs á handlegg. Það var þó á- nægður hópur sem við Atli Guðlaugs- son keyrðum í Lundarskóla um kvöldið frá Melgerði, en Atli var milligöngumaður með hestaferðina (ég var bara bílstjóri). Laugardaginn 1. ágúst hélt hópur- inn ásamt nokkrum úr stjórn F.H.U.E. til Siglufjarðar á Sfldarævintýrið sem þar var haldið. Á Siglufirði spilaði hljómsveitin fyrir mikinn fjölda á- heyrenda sem þar var staddur, og fengu þau mjög góðar undirtektir. Bæjarstjórinn á Siglufirði afhenti stjórnanda hljómsveitarinnar Wolf- gang Hángel, borðfána með merki Siglufjarðar og þáði gjöf frá hljóm- sveitinni. Að lokinni spilamennsku þáðu Þjóðverjarnir kaffi hjá Siglfirð- ingum, sáu síldarsöltun og skoðuðu sig um. Síðdegis var haldið til Akureyrar. Um kvöldið var kveðjuhóf í Lundar- skóla, þar sem ræður og þakkir voru fluttar og skipst var á gjöfum. Þjóð- verjarnir ferðuðust um landið í hóp- ferðabifreið er þau tóku á leigu í Reykjavík. Á meðan þau ferðuðust um Eyjafjarðarsvæðið var Cristel Waltersdóttir leiðsögumaður og þótti hún standa sig með afbrigðum vel, bæði sem leiðsögumaður og túlkur. Sunnudaginn 2. ágúst héldu Þjóð- verjamir austur í Mývatnssveit og var Cristel leiðsögumaður þann dag einnig, en eftir það var Margrét Bóas- dóttir leiðsögumaður þeirra meðan þau dvöldu í Þingeyjarsýslu. Frá Þingeyjarsýslu héldu Þjóðverjarnir austur og suður um land og munu hafa endað dvöl sína hérlendis með tónleikum í Ráðhúsinu í Reykjavrk. Þriðjudaginn 4. ágúst fór undirrit- aður austur á Húsavík og hlýddi á tónleika harmoníkuhlj ómsveitarinnar frá Böbingen í sal barnaskólans á Húsavík. Tónleikarnir tókust mjög vel og þurfti hljómsveitin að leika nokkur aukalög. Tónleikagestir voru á milli 60 og 80 en kynnir var Mar- grét Bóasdóttir söngkona. Harmoníkuhljómsveitin frá Böbingen er skipuð 14 harmoníku- leikurum, 2 hljómborðsleikurum og trommuslagara en stjómandi er Wolf- gang Hngel. Þetta er alltsaman ungt fólk og meirihlutinn stúlkur. Farar- stjóri var Hans Joachim Ingelmann. Efnisskráin var fjölbreytt t.d. Eine kleine Nachtmusik eftir W. A. Moz- art, Ungverskur dans No 5 eftir J. Brahms, Memory eftir A. L. Webber, Down by the river side, Snjóvalsinn, Alte Kameraden eftir Carl Taike, When the saints - og mörg fleiri lög, marsar, polkar og valsar. Jóhannes B. Jóhannsson 22

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.