Harmoníkan - 01.10.1992, Page 18

Harmoníkan - 01.10.1992, Page 18
væri yngsti harmoníkuleikarinn á mótinu. Til þess að geta talist harm- oníkuleikari varð sá hinn sami að geta leikið a.m.k. eitt lag á harm- oníku með báðum höndum. Til að dæma í málinu fengum við Sigurð Alfonsson sem dómara. Yngsti harmoníkuleikarinn reyndist vera Jakob B. Jakobsson frá Stykkis- hólmi. Allir verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjal með nafni sínu sem Sigrún Bjarnadóttir, formaður Harmoníkufélags Rangæinga skrif- aði á fyrir okkur en það hefur hún annast fyrir okkur undanfarin ár og er því einskonar hirðritari okkar í Galtalækjarskógi. Frá því að við byrjuðum að vera með spurningakeppni í Galtalækjar- skógi hefur Jón Ingi Júlíusson ávalt hlotið verðlaun, en nú brá svo við að hann vann ekki til neinna verð- launa að þessu sinni. Höfðum við Hilmar talað um, að það hlyti að koma að því að Jón fengi ekki verð- laun. Veittum við því honum verð- laun fyrir að leyfa öðrum að komast að, og fékk hann því verðlaunapen- ing. Ekki vitum við til þess að aðrir MOLAR Draumurinn um Elínu (Drömmen om Elin) eftir Carl Jularbo er einn vinsælasti vals í Skandinavíu og er reyndar nokkuð þekktur hér á landi ekki síst eftir að Jóhannes Benja- mínsson þýddi og endursamdi text- ann á íslensku. En það er saga á bak við lagið.Jularbo var að spila árið 1916 í Járpliden í litlu félagsheimili sem heitir Lindheim. Þar hitti hann Elínu en hún var vinnustúlka þar í sveitinni, tæplega tvítug að aldri. Með þeim tókust ástir og keypti Jul- arbo trúlofunarhringa úr silfri af skransala, áður en leiðir skildu. Sumarið eftir fór hann að vitja unn- ustu sinnar en rétt áður en kom á leiðarenda, barst honum sú harma- fregn að Elín hefði látist úr berkla- veiki. Það voru því þung síðustu sporin. Elín hefur þó lifað í gegn um árin með þessum fallega valsi og gleymist víst seint. Þ.Þ. hafi veitt verðlaun fyrir að vinna ekki. Samelginlegt borðhald og matseld var fyrirhugað kl. 17:00 þar sem safnast væri saman á einu svæði, eldað og borðað. Þetta er dæmi sem ekki virðist ætla að takast, allavega ekki með þeim fjölda sem var bæði í sumar og fyrrasumar. Farið var í leiki eins og til stóð t.d. stólaleik, hlaupið í skarðið, hattaleik og dansaður Fugladansinn svo eitthvað sé nefnt. Eins og ævinlega var þátttaka í leikjunum mikil og virtust allir skemmta sér vel, bæði böm og full- orðnir. Eftir leiki var spilað og spjallað fram eftir kvöldi og voru víða fagnaðarfundir þar sem margir höfðu ekki sést eða hittst frá því á Galtalækjarmótinu í fyrrasumar. Eins og getið var um í dagskrá var endurvakin flugeldasýning á miðnætti frá í fyrrasumar, en sú sýning líður þeim sennilega seint úr minni, sem viðstaddir voru. Að þessu sinni heppnaðist allt vel en varla verður þessi flugeldasýning jafn minnisstæð og sú sem var í Menn deila oft um hvað er stærst eða mest í ýmsum málefnum og það á ekki síður við um harmoníkur. Við höfum birt myndir af harmoníku Jó- hanns Svarfdælings sem við höfum talið til þessa að væri stærsta harm- oníka í heimi sem hefur verið notuð til að spila á. En ekkert er öruggt í heiminum. í „Accordion World” frá því í júní ‘92, er sagt frá 10,95 metra langri harmoníku sem var spilað á, á vörusýningu í Genf í Sviss en ekki getið hvenær. Hennar er getið í heimsmetabók Guinness en hún er smíðuð af Josef Gwerder frá Steinen. Þ.Þ. í samræðum við Lýð Björnsson sagnfræðing kom fram að danskur maður að nafni Stilhoff, sem var skipstjóri á póstflutningaskipihafi leikið á harmoníku á dansleikjum í fyrra, sem varð reyndar alveg ein- stök. Eftir miðnætti var haldið á- fram spili og spjalli fram eftir nóttu. Morguninn eftir var komin rigning, og eins og alltaf þegar rignir daprast allt skemmtanahald við slíkar að- stæður. Sumir voru því snemma á ferðinni og tóku saman farangur sinn og héldu heimleiðis. Aðrir tóku lífinu með ró og þeir sem biðu lengst náðu tjöldum sínum þurrum saman. Fyrir samkomuna höfðu bindind- ismenn haft einhverjar áhyggjur af framkomu mótsgesta, en það verður að segjast eins og er að gestir harm- oníkumótsins í Galtalækjarskógi voru til fyrirmyndar í alla staði. Það voru frekar aðrir gestir skógarins sem voru okkur til ama með fram- komu sinni, sem svo oft áður hefur að ósekju verið bendluð við okkar hóp. Að ári munum við hittast aftur á nýjum skemmtilegum stað, og verð- ur nánar greint frá því í næsta blaði. Þ.Þ. Reykjavík, sennilega fyrstur manna á Islandi. Hann hóf ferðir hingað árið 1841 en hann mun hafa drukknað er skipið fórst undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi árið 1857. Ekki gat Lýður þess hvar væri að finna þessar heimildir en hann er talinn áreiðanlegur fræði- maður. Þ.Þ. Harmoníkuhátíð „Nuits de Nacre” (Nætur Perlunnar) tileinkuð Astor Piazzolla var haldin 13.-19. september s.l. í Tulle, Coreze í Frakklandi. Meðal þeirra sem voru á dagskrá voru Richard Galliano horn og bandoneonleikari, Joe Rossi harmoníkuleikari ásamt Japönunum Ito Hiroko á harmoníku og Kazunon Maruvama á píanó. Þá sýndi harmoníkusafnari Jeannot Perret safn sitt sem í eru um 500 harmoníkur. Þ.Þ. 18

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.