Harmoníkan - 01.10.1992, Blaðsíða 23

Harmoníkan - 01.10.1992, Blaðsíða 23
TONLEIKAR FLAVIAN ENSAMBLE FLAVIAN ENSAMBLE -Christoph Marks, Alexander I maí sl. voru tónleikar með Fla- vian Ensamble,hinir fyrstu á Akur- eyri, síðan í Bolungarvík og þeir síðustu í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnafirði. Oft fer mikil kynning fram í fjölmiðlum á allskonar listafólki sem sækir okkur heim. List þeirra rómuð fjálglega á alla kanta með orðum sem fengin eru að láni úr fjölmörgum tungum þannig að venjulegur Jón skilur sáralítið af því sem um verið að ræða. Til þess að þetta megi verða, er eins og einhver ákveðinn hópur fólks hérlendis verði að leggja blessun sína yfir listafólkið þannig að aðrir sem líta á sig sem menning- arneytendur komi til að njóta þess sem umrætt listafólk hefur fram að færa. Því var ekki að heilsa með Flavi- an Ensamble. Það fékk litla sem enga umfjöllun í blöðum ef frá er talin fréttatilkynning í Morgunblað- inu. Að vísu kom hópurinn fram í Ríkisútvarpinu rás 1 á sunnudegi milli kl. 15 og 16 en það virðist ekki hafa náð eyrum þess fólks sem helst hefur áhuga á þeirri tónlist sem hópurinn flutti. Þetta kom fram í afar dræmri aðsókn ef undan eru skildir tónleikar í Bolungarvík sem er heimabær Hrólfs en þar má segja að hann sé spámaður í sínu heima- Elsbeth Moser, Hrólfur Vagnsson og Stein. landi. Flavian Ensamble er skipað Elsbeth Moser og Hrólfi Vagnssyni á harmoníkur, Alexander Stein á flautu og Christoph Marks á selló. Á efnisskrá tónleikanna var: J. S. Bach Ricercar úr „Musikalisches Opfer“ Isang Yun Intermezzo Domenico Scarlatti Sónötur í C-dúr og C-moll Vladimir Subitzky Meditation nr. 2 Misterioso Vladimir Subitzky Misterioso Alexander Stein 4 US J.S. Bach „Sónata í D-dúr“ Adagio og Allegro Claude Debussy Syrinx Torbjöm Lundquist Rondo Ladislav Kupkovic ??????? Þau hjónin Elsbeth og Hrólfur hafa leikið oft fyrir íslenska harm- oníkuunnendur, sérstaklega Hrólfur en hvorki Alexander Stein né Christoph Marks hafa komið hingað áður. Hrólfur hafði í huga að koma aftur í haust og halda tónleika, en þá þurfa harmoníkuunnendur að taka betur á móti honum en í vor. Víst er það fengur fyrir harmoníku- unnendur að fá Hrólf hingað með þá kunnáttu og tækni sem hann hef- ur yfir að ráða. Það má velta því fyrir sér hvort fleiri kæmu á tón- leika hjá honum ef hann hefði meira „léttmeti" á efnisskránni sem næði til stærri hóps áheyrenda. Það mundi þá heita „að laga sig að þörf- um markaðsins“. Hvað sem öllu líður verða ís- lenskir harmoníkuunnendur að gera það upp við sig hvort þeir vilja fá Hrólf til að spila hér öðru hverju eða ekki. En ef fáir sækja tónleika hjá honum er eins víst að hann gef- ist upp á því og þá tel ég illa farið. Það gengur ekki fjárhagslega að taka á leigu húsnæði fyrir tónleika sem aðeins fáir sækja að ekki sé minnst á ferðakostnað. Þ.Þ. Látnir höfðingjar Nýlega bárust þær fregnir að bandoneomnleikarinn Astor Pi- azzolla hafi látist í júlímánuði í sumar, 71 árs gamall. Hann var einn kunnasti bandoneum-leikari heims en hann blandaði saman ólíkum tegundum tónlistar og samdi fjöld- ann allan af verkum. Frægastur er hann þó fyrir túlkun sína á argentískri tangótónlist sem hann flutti eftir ýmsa höfunda og sjálfan sig en sennilega er “Libertango” það sem flestir kannast við eftir hann. Nýlega lést bandaríski hljóm- sveitarstjórinn Lawrence Welk, en margir sem á sínum tíma horfðu á Keflavíkursjónvarpið muna eftir skemmtiþáttum sem hann var með “The Lawrence Welk Show”. Lawrence lék sjálfur eitthvað á harmoníku en hafði fastan harm- oníkuleikara í hljómsveit sinni í þáttunum sem flestir harmoníku- leikarar muna sennilega eftir, hinn norskættaða Myron Floren. Þ.Þ. 23

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.