Harmoníkan - 01.10.1992, Side 14

Harmoníkan - 01.10.1992, Side 14
y Hrólfur Vagnsson ISLENDINGUR í útlöndum Þeir eru margir Islendingarnir sem lagt hafa land undir fót í gegn- um tíðina á erlenda grund til að afla sér menntunar og aukinnar þekking- ar á ýmsum sviðum. Sumir þeirra hafa skilað sér heim aftur að loknu ætlunarverki sínu, enda fjöllin og firðirnir þá togað þrátt fyrir óveður- ský við og við. Nú og ekki spillir sjálfsagt fólkið sem þetta land byggir og fjölbreytilegt líf þess þrátt fyrir fæðina. Svo eru það hinir sem hafa í- lengst erlendis, ýmist vegna vonar um betri efnahag, enn frekari áhuga á að kynna sér lífsmynstur annarra þjóða nú eða vegna þess að ástin hefur tekið í taumana! Einn þeirra síðastnefndu er Hrólfur Vagnsson, Bolvíkingurinn sem ungur fór á vit ævintýranna í útlöndum að leita sér frekari þekk- ingar á sviði tónlistar en giftist síð- an kennaranum sínum! Hrólfur, sem nú er búsettur í Hannover í Þýskalandi ásamt eigin- konu sinni Elsbeth Moser harm- oníkuleikara og prófessor við Tón- listarháskólann þar, er nú á leið í sína þriðju tónleikaför til heima- landsins á einu ári, og nú með jap- anska fiðlusnillinginn Hiroto Yas- hima í för með sér. Við náðum tali af þeim félögum og spurðum þá út í samvinnuna, tónlistina, ferðina hingað og fleira. „Það er nú að verða komið hálft ár síðan ég kom hingað heim síðast, og ég reyni auðvitað að koma sem oftast, bæði til að sjá fjölskylduna mína og einnig til að halda sam- bandi við allt sem er mér svo mikil- vægt eftir ellefu ára dvöl í Þýska- landi”, segir Hrólfur. „Tilviljun leiddi okkur saman” Hiroto hefur orðið: „Það var eiginlega tilviljun sem réði því að við byrjuðum að leika saman. Okkur bauðst að leika við á- kveðið tækifæri nokkur létt verk og komumst fljótlega að því að okkur gekk vel að vinna saman. Næsta skref var því að stækka efnisskrána og koma henni í það form sem hún er núna. En þó okkur kæmi vel saman þá gekk það nú ekki eins vel með hljóðfærin okkar, harmoníku og fiðlu, því að í klassískri tónlist er þessi samsetning ekki til. Skýringin á því er einföld, - harmoníkan er svo ungt hljóðfæri. Við þurftum þess vegna að leita í tónlist sem upphaflega hefur verið skrifuð fyrir önnur hljóðfæri en síðan umskrifuð, nú og síðan þá tónlist sem skrifuð hefur verið á síðustu árum. En hvaða hugmyndir hefur Hiroto um ísland? „Ég held að ísland sé mjög rólegt og hreint land. Eftir því sem ég best veit hafa íslendingar aldrei háð stríð sem gerir þá áreiðanlega að sérstöku fólki. Þeir borða örugglega enn meiri fisk en við Japanir og þykir hvalkjöt jafn gott og okkur! Ég hlakka mikið til að koma þangað og vona að ég geti boðið Hrólfi með mér í tónleikaför til Japan innan tíð- ar, enda er unnið að því hörðum höndum þó erfitt sé í framkvæmd”. „Meginuppistaðan létt tónlist” „Meginuppistaðan í þetta skiptið er létt tónlist ,„ segir Hrólfur, „og má þar nefna Albeniz, Kreissler, Sarasate, Bartok, allt kunnug nöfn. Hiroto leikur að sjálfsögðu eitt ein- leiksverk eftir landa sinn Toshi Ichi- yanagi. Nú svo er okkur eiginlega skylt að leika eitt verk sem sérstak- lega er skrifað fyrir harmoníku og fiðlu og varð verk eftir Peter Wessel, ungt tónskáld frá Hannover fyrir valinu. Ég hef nú stundum fengið á mig gagnrýni frá félögum harmoníkufé- laganna fyrir að vera með of þunga tónlist, en smekkur manna er bara svo mismunandi að það er ekki auð- velt verk að „hitta alla beint í hjarta- stað - alltaf’. Sem atvinnutónlistarmaður reyni ég að sjálfsögðu að leika sem mest af þeirri tónlist sem mér finnst mik- ilvægt að verði kynnt hverju sinni og nái eyrum fólks. Það verður hver og einn tónlistarmaður að velja og hafna úr öllum þeim ólíku tegund- um tónlistar sem úr er að moða, hvort sem það er rokk, jazz, pop, klassík eða nútímatónlist. Ég er sannfærður að með réttri hlustun gætu til dæmis margir fundið nýjan skilning á nútímatónlist ef þeir leggðu sig eftir því. Ég hef í síðustu ferðum mínum til íslands verið með meira af þeirri tónlist, en í þetta sinn er þetta auðmeltara, svo ég vona að sem flestum tónleikagesta okkar muni líka það sem við höfum upp á að bjóða”. „Kem víða við“ „Ég kem nú sem betur fer „víða við“ hvað varðar flutning annarrar tegundar tónlistar. Ég er, ásamt tveimur öðrum, með starfandi Tríó (kontrabassi, klarinett/gítar og harmoníka( þar sem við leikum tón- list frá fjórða áratugnum (The Tra- vellers, Peter Igelhoff og fl), Síðan í ágúst sl. hef ég svo leikið með í hljómsveit „Straatstheater Hanno- ver“ í uppfærslu á verki Brechts með tónlist eftir Kurt Weil. Popptónlistin hefur líka sinn fasta sess, þó að í minna mæli sé, enda ber þar minna á harmoníkunni". „Tónlistarfélögin skipuleggja“ „Stærsti munurinn á tónleika- haldi hér og erlendis er kannski sá að Þeir tónleikar sem við leikum á úti eru undantekningarlaust skipu- lagðir af tónlistarfélögum sem hafa ákveðinn kjarna áheyrenda innan sinna banda sem áhuga hafa fyrir að heyra þá tónlist sem við leikum hverju sinni. Þeir tónleikar sem við höldum hér heima eru hins vegar, því miður vil ég segja, alltaf okkar eigið framtak þannig að áhættan er nokkuð mikil, sérstaklega í fjár- hagslegu tilliti, og þá einkum vegna þess að hér er ekki um neinn fastan áheyrendahóp að ræða.“ Samvinna við harmoníkufélögin? „Eina samvinna mín hingað til hefur verið námskeiðshald hjá þeim ísfirðingum. Ég gæti vel séð eitt- hvað slíkt fyrir mér hjá öðrum fé- lögum ef óskað væri eftir. Auðvitað mætti líka hugsa sér samvinnu af öðru tagi, svosem varðandi nótna- hljóðfæra- og hljómplötukaup, og svo auðvitað í sambandi við upp- tökur. Það er ýmislegt sem gæti komið til greina. 14

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.