Harmoníkan - 01.10.1992, Side 8

Harmoníkan - 01.10.1992, Side 8
spilaði mest á píanó í Naustinu á- samt nikku, spilaði uppi á Grilli á Hammond orgel í 2-3 ár þrjú kvöld í viku, á Mímisbar 1-2 ár föstudaga og laugardaga, það var stundum sukksamt á Mímisbar. Manstu eftir einhverjum at- burði sem þér finnst standa upp úr tónlistarlega séð? Fyrsta ógleymanlega harmoníku- spilið var þegar Toralf Tollefsen spilaði á Breiðumýri 1952, hreint ó- gleymanlegt, húsið troðfullt, fólk stóð á bílpöllum fyrir utan gluggana og gægðist inn og hlustaði. Sama haustið kom John Molinari og spil- aði á Húsavík og Laugum líka. Ég hafði aldrei heyrt hann nefndan, það var opinberun, frábær konsert og líflegri efnisskrá en hjá Tollefsen sem spilaði meira svona háklassískt. Annað gleymist aldrei, maður heyrði í barnatímanum sem smá- strákur nafnið Ólafur Pétursson. Það endurhljómar alltaf er ég heyri hann nefndan. Ólafur hafði sérstak- an tón á harmoníku. Enn fremur bræðurnir Árni og Grettir Björns- synir, þá heyrði ég líka í barnatíma fyrst, það er ein af fyrstu minning- unum, þá voru þeir smástrákar 10- 11 ára. Svo svo heyrði maður nátt- úrulega getið um Braga Hlíðberg, sem var svona dulúðug persóna eða töframaður einhversstaðar, á hann var minnst með lotningu. Aftur heyrði ég og sá Gretti Björnsson norður á Akureyri á menntaskólaár- um mínum, þá var hann 17 ára og spilaði eins og meistari með Steina Steingríms og Óla Gauk og trommuleikaranum Einari Jónssyni. Það er reyndar kominn einn maður til viðbótar nú, Hrólfur Vagnsson, alveg í háklassa, þeir standa upp úr þessir menn Bragi, Grettir og Hrólf- ur. Einn vil ég enn nefna, það er Jan Morávek, hann gerði margt mjög skemmtilegt fyrir harmoník- una og sanna það gamlar upptökur m.a. notaði hann mikið registur harmoníkunnar. Hvar stöndum við íslendingar nú að þínum dómi í harmoníku- málum? Mér finnst svolítill galli á Félagi Harmoníkuunnenda, að þeir gera ekki nógu miklar kröfur til að vanda harmoníkuspil. Maður er alltaf að 8 hlusta á sömu mennina gera sömu feilnóturnar, á ég þá við sauma- stofudansleikina. Þeir eru mínus og harmoníkunni síst til framdráttar, allt er látið vaða, stjórnanda þáttar- ins virðist ekkert koma við hvernig spilamennskan er. Mér sýnist harmoníuunnendur vinna á móti sjálfum sér og gera harmoníkunni ógagn, allt er líka stílað upp á að aðeins sé gamalt fólk áheyrendur og ungt fólk ekki til. Harmoníkan er ekkert venjulegt hljóðfæri, hver sá er einu sinni fær hana á sinnið, losnar aldrei við þá töfra aftur, eins og að fá ólæknandi sjúkdóm. Þess vegna er það þess virði að gera það besta í því máli, að spila vel, leggja metnað í það. Túlkunarmöguleikar þessa hljóðfæris eru ótrúlega miklir. Ég sakna eins félaga okkar sem fall- inn er frá, Ágústar Péturssonar sem gaf harmoníkuhópnum mikið með ró sinni og yfirvegun ásamt fallegri spilamennsku. Ég var ekki alveg á- nægður með Finnlandsferðina með F.H.U.R. í vor, það er allt í lagi að fara og spila, en það var spilað allt of oft, enginn tími gafst til afslöpp- unar, eða njóta þess að vera í Finn- landi. Við heyrðum í frábærum ungum nikkurum, annar þeirra spil- aði á rússneska nikku, Jupiter, í þjóðdansahljómsveit. Allt sem þessir menn gerðu var svo eldklárt og fágað, nákvæmlega eins og það átti að vera. Það má ekki misþyrma harmoníkunni hugsa þarf um belg- dráttinn og spila skýrt ekki sulla. Álit á Lars Ek og Sigmund Dehli? Það er nú sorgarsaga með Lars Ek, ég fékk aldrei að sjá hann, ég var bara eitthvað mikið upptekinn. Ég hef séð hann á myndbandi og viðurkenni það að Lars hefur hrifið mig afskaplega mikið. Það hefur Sigmund Dehli gert líka ekki síður. Sigmund hefur afskaplega fína tækni, ég tók líka eftir, að hann hef- ur stutt í ólunum, heldur nikkunni alveg stöðugri. Ég hef líka kynnst honum og talað mikið við hann, hann er rosalega skemmtilegur harmoníkuleikari og hefur gífurlegt vald á þessari norsku tónlist og kann líka að gera sér mat úr því, sá er handviss um hvað hann er að gera. Hvernig kom þessi listamanns- lega hnakkaflétta til, sem þú berð? Algjör tilviljun, um 1970 létu menn gjama hár sitt vaxa, þar með ég. Svo var það fyrir 5-6 árum að dóttir mín tók teygju og setti í mig og sagði, pabbi þú átt að vera svona. Sjálfsagt, sagði ég og fór svona út. Fólk fór strax að garga á mig og spurði hvort ég væri orðinn vitlaus. Það varð til þess að ég hef ekki tekið teygjuna úr síðan. Ég er ekki orðinn fullorðnari en það, að ég hef enn gaman af að gera upp- reisn. Mörgum finnst þetta fínt, margir frægari en ég ganga með teygju í hnakkanum. Ég hef líka mikinn áhuga á fallegum fötum og tala nú ekki um fögrum konum. Já, Reynir Jónasson er ungur í anda og eftirsóttur á ýmsan hátt. Hann hefur ieikið í hljómsveit Bubba Mortens, því til staðfest- ingar er innrammaður gull- geisladiskur uppi á stofuvegg sem þýðir að hann hafí selst í yfír 3500 eintökum. Þetta hefur ekki hent marga harmoníkuleikara hér á landi, nema Örvar Kristjánsson, hann seldi upp í gullplötu eins og skot. Reynir hefur spilað inn á 3 sólóplötur 1972, 1974, 1987 allt uppselt. Hann hefur enga tölu á hljómplötuupptökum með öðrum, ýmist þá með harmoníku eða saxofón. Hann segist hafa lent í óvenjuskemmtilegu 1987 í Noregi, sat heillaður á þrjá daga á „Nor- ges mesterskab” í harmoníkuleik, telur það vera einhverja ógleym- anlegustu harmoníkusamkomu allra tíma, fannst með ólíkindum hvað unga fólkið, alveg niður í 7 ára keppti. Á kvöldin voru dans- leikir og spilað í tjöldum og skóg- arrjóðrum. Verðlaun eða viðurkenningar, væri æskilegt að huga að því hér? Ég álít, að það haldi t.d. í Noregi að miklu leyti harmoníkulífi uppi, enginn vafi á mikilvægi þess, það hvetur menn til að vinna og ná góð- um árangri en þetta er vandaverk. Mat fólks á harmoníkunni? Svo virðist að flestir setji harm- oníkuna í samband við polka, ræla og valsa eða þjóðlög. Það veit ekki um öll hin blæbrigðin, sem harm-

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.