Harmoníkan - 01.10.1992, Blaðsíða 19

Harmoníkan - 01.10.1992, Blaðsíða 19
F.H.U.R. á íslands- viku í Finnlandi Snemma árs fréttist af fyrirhugaðri Islandsviku í borginni Rovaniemi í Norður-Finnlandi (Lapplandi) með þátttöku ýmissa aðila frá íslandi á sviði söngs og hljóðfæraleiks ásamt öðrum fulltrúum menningar og matargerðar- listar. Voru þar nefndir Rangæingakór- inn í Reykjavík, Barnakór Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar, Kirkjukór Grinda- víkurkirkju, söngkonan Elín Ósk Ósk- arsdóttir ásamt píanóleikaranum Ólafi Vigni Albertssyni. Þessar upplýsingar bárust Þorvaldi Bjömssyni hljómsveitarstjóra F.H.U.R. og jafnframt boð um að félagið sendi 6- 8 manna harmoníkuhljómsveit til þátt- töku í hátíðarhöldunum. Því miður sáu sumir þeirra „nikkara", sem leitað var til, sér ekki færi á að fara en þeir sem fóru vom: Þorvaldur Bjömsson, Reynir Jónasson, Jakob Yngvason, Sigurgeir Björgvinsson, Þorleifur Finnsson, Jón Ingi Júlíusson, Gunnar Pálsson og Þórir Magnússon, sem sá um trommuleikinn. Eiginkonurnar skipuðu svo „klapplið- ið“ . Einnig var formaður F.H.U.R. Yngvi Jóhannsson og frú með í hópn- um. Farið var utan 15. júní og lent í Rovaniemi kl. 2 e.h. að staðartíma og haldið rakleitt til lokahátíðar mikillar vörusýningar, og beint upp á svið í einu horni hússins og þar fékk hver sinn hljóðnema til umráða, nikkutónarnir náðu þó skammt út í hinn víðáttumikla sal. íslandsvikan hófst svo daginn eftir með hátíðlegri athöfn í Lappia-húsinu, lista- og menningarmiðstöð þeirra í Rovaniemi þar sem menntamálaráð- herra Ólafur G. Einarsson opnaði sýn- ingu á bókum og fleiru á vegum Nor- ræna hússins í Reykjavík. Síðdegis sama dag hófst svo skemmtunin í tónleikasal hússins þar sem íslenska harmoníkuhljómsveitin byrjaði dagskrána með hressilegum Harmoníkumarsi eftir Ágúst Pétursson ásamt fleiri íslenskum lögum. Síðan sungu kóramir einn eftir annan svo og söngkonan Elín Ósk Óskarsdóttir við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Einnig sáu heimamenn um ýmis söng- og skemmtiatriði inn á milli. þann 17. júní skörtuðu margar ís- lensku kvennanna þjóðbúningum og urðu við það mjög vinsælar ljósmynda- fyrirsætur hvar sem þær fóru. Á þessari íslandskynningu lék hópurinn við ýmis tækifæri svo sem við Ráðhúsið, á úti- samkomu við byggðasafnið, í stórri verslunarkringlu, á elliheimilinu og Jón Ingi. víðar, alls 13 sinnum í þessari viku sem ferðin stóð. Síðast upp á Onisvara-hæð fyrir utan borgina, þar sem þarlendir halda sína hátíð á Jónsmessunótt. Ekki er fráleitt að halda að handleggir sumra hafi lengst nokkuð við að bera hljóð- færin upp og niður klettana. Síðasta daginn var farið í alllanga ferð um Norður-Lappland í veðri sem við Islendingar þekkjum mætavel, úr- hellisrigningu. Var ferðin þó hin á- nægjulegasta og komið víða við. Á meðan á dvölinni stóð var gist á hinu glæsilega Hotel Lapponia þar sem „lobbíinu" var breytt í dansstað á hverju kvöldi með góðu samþykki hús- ráðenda. Þakka ferðafélögum bæði úr „nikku- hópnum" og öðrum ánægjulega sam- fylgd. Jóm Ingi Harmoníkumót í Erlangen Síðastliðið sumar fórum við hjónin að keyra um Evrópu, eins og stundum áður. Við lögðum af stað til Luxem- borgar miðvikudaginn 15. júlí, í þriggja vikna ferðalag. En áður hafði ég frétt af harmoníkumóti í hljómsveitakeppni og „grúppukeppni“ i Bayem. Mótið átti að vera laugardaginn 18. júlí í Erlangen, bæ sem er álíka stór og Reykjavík, en hann er rétt norðan við Numberg. Við tókum stefnuna þangað eftir að við höfðum gist eina nótt í Rínardaln- um og vorum komin til Erlangen um miðjan dag á fimmtudegi, þar fengum við upplýsingar um mótsstaðinn og fundum hann, en það var nýlegt í- þróttahús við fjölbrautarskóla. Gistingu fengum við í litlu þorpi utan við bæinn, þar var þorpshátíð þessa helgi. Við skoðuðum okkur um í sólskini og blíðu og höfðum það gott. Á laugardagsmorgun byrjaði keppn- in kl. 8:00. Sjötíu og ein hljómsveit og 24 „grúppur“ kepptu í 9 flokkum og fór keppnin fram samtímis í 4 sölum. Það sem við heyrðum var allt mjög skemmtilegt og sumt alveg frábært, enda var þar meðal keppenda hljóm- sveit frá Numberg sem var í þriðja sæti á alþjóðlegu móti í Innsbruck síðastlið- ið vor. Eftir góðan dag var haldið í þorpið, litið aðeins á þorpshátíðina, og daginn eftir haldið í Alpafjöllin, þar sem ferðin hélt áfram með meiri músík. Þorvaldur Björnsson Ein af stœrri hljómsveitunum í keppninni. 19

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.