Harmoníkan - 01.02.1999, Blaðsíða 4
VIDTALIÐ
VilbergVilbergsson
Formáli
A ferðalagi um Vestfirði með góð-
um félaga mínum árið 1963 komum
við víða við, ókum um bratta og tor-
sótta fjallvegi, inn til dala og fjarða,
þar sem á annað borð var bílfœr
slóði eða blettur til að tjalda á. Einn
af áningastöðunum var Isafjörður,
en nánir œttingjar bjuggu þar og því
kjörið að eyða góðum tíma í að virða
staðinn rœkilega fyrir sér. Er spjall
um dansleik bar á górna þarna með-
al félaga heyrði ég í fyrsta skiptið
nafnið Villi Valli nefnt. Við það man
ég að heimamenn lyftust í einskonar
fluggír og lýstu manni þessum sem
stórstjörnu í tónlistarlífinu á Vest-
fjörðum. Ekki náði frœgð okkar
ferðafélaganna svo langt að lenda á
dansleik í vesturferðinni, en nú hin
síðari ár hef ég bœði heyrt og séð að
hinir kampakátu Isfirðingar sögðu
bœði satt og rétt frá. 1 fyrrasumar er
fundum okkar bar sarnan á Núpi,
bað ég ViIIa Valla um viðtal fyrir les-
endur Harmonikunnar. Hann tók
vel í þá beiðni og við vonuðumst til
að geta hist við fyrsta tœkifœri, eins
og sagt er. En tœkifœri vilja oft
dragast, það vitum við öll.
Vœntanlegur viðmœlandi hefur
líkast til séð fram á það, því dag
nokkurn datt bréf inn um dyralúg-
una frá Vilberg Vilbergssyni, sem er
hans rétta nafn, þar sem hann segist
hafa skrifað niður það helsta varð-
andi feril sinn í tónlistinni, og bað
mig að veiða eitthvað úr bréfmu til
notkunar fyrir blaðið.
Bréfið, sem var skrifað með blý-
anti, lieillaði mig við fyrsta yfirlestur
fyrir að vera skipulega uppsett, lif-
andi og laust við langorðaðar lýs-
ingar. Eg ákvað að nota viðtalið
óbreytt í blaðið, (með leyfi höfund-
ar), og þannig birtist það, utan þessa
formála míns. Þar með eru í fyrsta
skipti birt óbreytt skrif frá viðmœl-
anda í Harmonikunni!
Til viðbótar aflaði ég smá upplýs-
inga frá kunningjum fyrir vestan til
gagns og gamans.
Mér var sagt að hinn ungi vél-
smiðssonur frá Flateyri hafi ávallt
borið harmonikuna á bakinu til
dansleikjanna á árum áður. Hann
var stjórnandi Lúðrasveitar Isa-
fjarðar um árabil. Hann er sagður
mikill listamaður, frístundamálari
og vinnur skúlptúra. Hann ferðast
um allt á reiðhjóli og þau hjónin
stunda ferðalög um landið á reið-
hjólum. Þaufóru t.d. hjólandi 1992
um Snœfellsnes, Vatnsfjörð og
Borgarfjörð en ferðuðust með rútu
yfir heiðar. Hann hefur aldrei átt
bíl, en tók bílpróf 19 ára gamall.
Skírteinið rann út og liefur aldrei
verið endurnýjað.
Þessi fjölliœfi listamaður sýndi og
sannaði síðastliðið sumar á Núpi að
hann hefur engu gleymt. Lesandi
góður, nú býð ég þér að líta yfir far-
inn veg með Villa Valla, eins og
hann er jafnan nefndur í daglegu
tali, manni sem leikið hefur á harm-
oniku og fleiri hljóðfœri í hart nœr
60 ár.
Hilmar Hjartarson.
VilbergVilbergsson
Það var lítið orgelharmoníum sem
ég fór að fikta við 5 ára gamall. Eftir
nokkurra daga tilraunir tókst mér hjálp-
arlaust að spila Gamla Nóa með einum
fingri. Að geta spilað Gamla Nóa án
þess að fipast varð mér hvatning til
frekari dáða. Ætli ég hafí ekki verið 10
eða 11 ára þegar ég fór að spila fyrir
dansi á orgelið á skemmtifundum
barnastúkunnar á Flateyri, en þar kom
ég í þennan heim 26. maí 1930 og ólst
þar upp ásamt þremur systkinum. Guð-
mundur bróðir minn, sem nú er látinn,
eignaðist harmoniku árið 1940, ef ég
man rétt. Fljótlega fór ég að fikta við
harmonikuna og spilaði nokkur lög á
hana 12 ára gamall, á balli sem við
krakkarnir \ barnaskólanum héldum
fyrir okkur. Sumarið eftir fór Guð-
A harmonikuhátíð að Núpi í júní 1998.
mundur að heiman. Þá var ég svo hepp-
inn að fá lánaða harmoniku hjá strák
sem kom til Flateyrar í vinnu þetta
sumar. Þegar ég hafði haft þessa harm-
oniku í nokkra daga kom eigandinn og
sagði að því miður gæti hann ekki leyft
mér að hafa nikkuna lengur. Hann ætl-
aði sjálfur að fara að æfa sig til þess að
geta spilað á böllum. Það varð samt
ekkert af því. Aftur á móti leigði ég af
honum harmonikuna til þess að geta
spilað á dansleikjum. Það stóð þannig á
að ég var sá eini í plássinu sem hugsan-
lega gat spilað fyrir dansi. Svo ég varð
bara að láta mig hafa það. Ég fékk
greiddar 75 krónur fyrir að spila á einu
balli. Eigandi harmonikunnar fékk 25
kr. fyrir að leigja mér hljóðfærið í sólar-
hring það þýddi að ég varð að æfa mig
4