Harmoníkan - 01.02.1999, Blaðsíða 5

Harmoníkan - 01.02.1999, Blaðsíða 5
sama daginn og ballið var haldið og skila nikkunni daginn eftir. Þrettán ára eignað- ist ég fyrstu harmonikuna, Hohner 120 bassa með bognu nótnaborði. Þessa harmoniku spilaði ég á í ein 3 eða 4 ár og oftast einn míns liðs. Stundum kom það fyrir að tveir spiluðu á sama dansleikn- um til skiptis. Svo komu trommur til sög- unnar og fannst mér það mikil framför, þó að þær væru heimasmíðaðar. Sumarið 1948 réði ég mig í vinnu í síldarverk- smiðjunni á Djúpavík Þar kynntist ég Guðmundi Norðdahl sem var að vinna þar. Hann var ný útskrifaður klarínettu- leikari úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Guðmundur kenndi mér að lesa nótur og meira en það. Ég átti gamlan tenorsaxó- fón heima á Flateyri. Þegar Guðmundur komst að því þá hvatti hann mig til þess að láta senda mér saxófóninn, sem var reyndar ekki í nothæfu ástandi. Guð- mundur kom fóninum í lag og kenndi mér að spila á hann. Hann skrifaði æfing- ar fyrir mig og tónstiga í öllum tónteg- undum. Ég held að hann hafi ætlað sér að gera mig fluglæsan á nokkrum vikum. Já, ég á Guðmundi Norðdahl mikið að þakka. Ekki vildi hann þiggja borgun fyr- ir alla þessa fyrirhöfn. Þegar ég kom svo heim til Flateyrar eftir dvölina á Djúpu- vík, stofnuðum við Óskar Magnússon og Sveinn Hafberg tríó, sem við nefndum S.V.O. tríóið. Hljóðfæraskipan: tvær harmonikur og trommur nema þegar við spiluðum þar sem píanó var til staðar þá spilaði ég á það. Svo var það seint í sept- ember þetta sama ár 1948 að Erich Hubner sem þá bjó á ísafirði, hringdi í mig og bauð mér sæti í tríói með sér og Magnúsi Guðjónssyni (Magga á Hekl- unni). Erich spilaði á trommur og Magnús á píanó. Félagar mínir úr S.V.O. tríóinu voru farnir í skóla og ég einn eft- ir. Ég tók mér sólarhrings umhugsunar- frest og tók síðan tilboðinu. Fór til Isa- fjarðar og spilaði með þeim félögum um hverja helgi á veitingahúsi sem þá hét Uppsalir en gengur nú undir nafninu Sjallinn. Maggi á Heklunni hafði áður spilað á harmoniku í hljómsveit Jonna Þorsteins á Akureyri. Jonni var mikill að- dáandi Fats Waller og spilaði mörg laga hans af snilld. Maggi hafði hrifist af þessari músík og náði góðum tökum á „skálmara stflnum". Þessi músík var í há- vegum höfð á Uppsölum þennan vetur, sem sumir nefndu Fats Waller veturinn. Snemma sumars 1949 hélt ég svo til Flat- eyrar og réði mig í byggingarvinnu. Við Óskar og Svenni tókum aftur upp þráð- inn og spiluðum á Flateyri og víðar um M.G. Tríó 1948. Frcí v. Magnús Guðjónsson, Vilberg Vilbergsson og Erieli Hiiber. Vestfirði þangað til um haustið, en þá fóru þeir aftur í skóla, en ég til Isafjarðar að spila með Magga og Erich til áramóta. Ég hafði reynt að komast í iðnnám á ísa- firði, en það tókst ekki. Fór ég þá til Reykjavíkur og reyndi fyrir mér þar. Tal- aði við nokkra iðnrekendur þeir kváðust ekki geta bætt við sig mönnum, það væru „erfiðir tímar“. Eftir um tveggja vikna rölt um borgina í leit að atvinnu fékk ég loks vinnu í Isbirninuin við að flaka físk. Ég hafði fengist við það áður og var nú ánægður með mitt hlutskipti, það var þó allavega léttir að hafa atvinnu, því at- vinnuleysi hafði ég aldrei kynnst fyrir vestan. Guðmundur bróðir minn var nú orðinn atvinnumúsíkant í Reykjavík og félagi í F.Í.H. Hann sagði inér einn dag- inn að hann hefði látið skrá mig á lista hjá F.Í.H. yfir hljóðfæraleikara sem væru tilbúnir að spila í „lausabusiness" fyrir dansi. Þetta var til þess að ég spilaði á hverju laugardagskvöldi með hinum og þessum út um allar trissur. Aldrei var æft. Mér var sagt með hverjum ég ætti að spila og hvar. Þegar ég rifja þetta upp, þá koma í hugann ýmsir þekktir hljóðfæra- leikarar, sem lentu í því að spila með mér: Bragi Hlíðberg, Róbert Arnfinns- son, Valdimar Auðunsson, Bjarni Böðv- arsson, Pétur Guðjónsson rakari ofl. ofl. í maí 1950 flutti ég til ísatjarðar og Framhald ^ V.V. og Barði 1961. Frá v. Magnús Reynir Guðmundsson, Ólafur Kristjánsson, Guðmundur Marínósson, Ólafur Karvei Pálsson, Barði Ólafsson, Vilberg Vilbergsson og Þórarinn Gíslason. 5

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.