Harmoníkan - 01.02.1999, Blaðsíða 14

Harmoníkan - 01.02.1999, Blaðsíða 14
og viðtala ásamt yfirliti um starf félags- ins öll þessi ar. Einnig er latinna félaga minnst. Fram kemur í blaðinu að á stofnfund- inum fyrir 20 árum var félaginu gefið nafnið „Félag áhugamanna um harmon- ikuleik í Suður-Þingeyjarsýslu“ og að stofnfélagar hafi verið 55. Nafnið þótti allt of langt og óþjált, og var því fljótlega breytt í „Harmonikufélag Þingeyinga". Haustið 1980 var sett saman félagshljóm- sveit, Stórsveitin, og ráðinn stjórnandi. Ennfremur kemur fram að félagið hefur tekið þátt í öllum landsmótum S.Í.H.U. frá upphafi, staðið fyrir samskipta- og skemmtiferðum milli félaga, utanlands- ferðum, og hafi m.a. tekið þátt í Noregs- meistaramóti í harmonikuleik árið 1989. Gefnar voru tvær harmonikur, önnur til Hafralækjarskóla, en hin til Stórutjarnar- skóla. I júlímánuði ár hvert vinnur H.F.Þ. að harmonikumóti að Breiðamýri með F.H.U.E. Þá stendur félagið fyrir dans- leikjahaldi ásamt því að stuðla að út- breiðslu harmonikutónlistar í sinni fjöl- breyttustu mynd. í tilefni afmælisins gaf félagið út geisladisk með ýmsu efni frá liðinni tíð og var hann tilbúinn fyrir af- mælishátíðina. Benedikt Helgason sá um að safna efninu saman, yfirfara það, og hreinsa með nútíma tækni. Afmælishátíðin Sjálf afmælishátíðin var haldin laug- ardaginn 7. nóvember á veitingastaðnum Bakkanum á Hótel Húsavík. Veðrið skaut þó hátíðargestum skelk í bringu því stormur gekk yfir landið á laugardegin- um. Við ókum áleiðis norður síðla á föstudeginum í fögru veðri, tunglskin og norðurljós með stöku stjörnuhrapi er skrýddi himininn. Það var nánast albjart sem á degi og við sáum hesta á beit krafsa í snjónum. Ætlunin var að gista á Blönduósi en við fengum upphringingu á leiðinni um hið slæma veðurútlit frá ekki færri en þremur mönnum, þeim Sigurði Indriðasyni, Stefáni Þórissyni og Stefáni Leifssyni. Þeir töldu útlitið of áhættusamt til að gista á miðri leið, þar að auki bauð Sigurður okkur að gista. Við hlýddum og þáðum gistinguna. Um nóttina skall á með roki og skafrenning svo að Víkur- skarð lokaðist og við máttum bíða þar til vegagerðin opnaði upp úr kl.18 á laugar- dag, með það að komast frá Akureyri til Húsavíkur. Eftir það gekk allt vel, en H.F.Þ. varð að fresta setningu hátíðarinn- ar (í 30 mín.) þar til við komum og fleiri er höfðu teppst á Akureyri. Afmælisveisl- an hófst með fordrykk, síðan var sest til Aðalsteinn Isfjörð var einleikari hátíðarinnar! Hagyrðingarhópurinn. Frá v. Þorgrímur Björnsson, Sigríður Ivarsdóttir, Hólmfríður Bjartmarsdóttir og Sigvaldi Jónsson. ‘tSffiSS'* Brœðumirfrá Rauðá I miðju lagi. Frá vinstri Grímur Vdhjálmsson syngur og spilar, Hreinn leikur á gítarinn, liann er einnig góður harmonikuleikari. 14

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.