Harmoníkan - 01.02.1999, Blaðsíða 15

Harmoníkan - 01.02.1999, Blaðsíða 15
borðs og snæddur dýrindis málsverður. Við borðhaldið lék Jón Árni Sigfússon af sinni alkunnu snilld. Formaður félagsins Sigurður Friðriksson bauð gesti vel- komna og kynnti veislustjórann Stefán Þórisson. Stefán boðaði á senu einleikar- ann á hátíðinni, Aðalstein ísfjörð, sem lék létt og fimlega nokkur lög. Formenn ýmissa félaga færðu gjafir og sögðu vel valin orð. Þeir voru tiltölega fáir því veð- urútlit hefur vafalaust dregið kjark úr mönnum. Fram komu Geir Guðlaugsson H.U.V., Jóhannes Jónsson F.H.U.E, Ólaf- ur Þ. Kristjánsson H.R., Sigurður Ind- riðason f. hönd S.Í.H.U. og Hilmar Hjart- arson f. hönd F.H.S.N. og Harmonikunn- ar. Frá Reykjavfk komu þeir Guðmundur Samúelsson og Hreinn Vilhjálmsson er léku nokkra dúetta við þetta tilefni. Þing- eyskir hagyrðingar léku listir sínar, lystisemdir orðsins sem kitlaði hlátur- taugar sem frumur, hjarta og huga dyggi- lega. Góður undirbúningur fyrir dansinn er hátíðin endaði á og var mikið fjör fram eftir nóttu við undirleik fjölmargra hljómsveita. Fyrir mína hönd og konu minnar vil ég þakka H.F.Þ. Megi það lifa og dafna um framtíð alla. Til hamingju með merk tímamót. H.H. Hæfileikakeppni ungra harmonikuleikara Félag harmonikuunenda í Reykjavík gengst fyrir keppni í harmonikuleik í vetur. Er það í fyrsta skipti síðan 1936, að slík keppni fer fram. Sigurvegari í þeirri keppni var tólf ára gamall Reykvíkingur, Bragi Hlíðberg. Keppt verður í þremur ald- ursflokkum:, flokki 10 ára og yngri, 11 til 15 ára og 16 til 25 ára. Keppn- in fer fram laugardaginn 17. apríl og meta fimm dómarar hæfni keppend- anna. Fyrstu verðlaun í hverjum flokki verða kr. 35.000,- kennslu- styrkur. Keppnin er á landsvísu, þannig að ekki er skilyrði fyrir þátt- töku, að vera félagi í F.H.U.R. Það er von stjórnar Félags harmoniku- unneda í Reykjavík, að þetta geti bæði orðið til að auka metnað ungra harmonikuleikara og ekki síður þeirra, sem kenna á hljóðfærið. Friðjón Hallgrimsson fonnaður F.H.U.R. Heimur harmonikunnar á öldum Ijósvakans á ný Góðar fréttir fyrir hlustendur Ríkisút- varpsins. Þátturinn Heimur harmon- ikunnar í umsjá Reynis Jónassonar hefur á ný göngu sína eftir langt hlé með smá undantekningum þó. Tónlistastjóri R.Ú.V., Óskar Ingólfsson hafði samband við Reyni og vildi fá þáttinn í dagskrána, jafnvel út þetta ár. Fyrsti þátturinn fór í loftið laugardaginn 22. janúarkl 16.20 og stóð í heilar 40 mínútur. Ekki er annað vitað en þessi tími eigi að gilda áfram. Tímasetningin er með því besta sem ég ímynda mér þar sem ekki er um hefð- bundinn vinnudag að ræða. I þættinum 22. janúar kynnti Reynir m.a. Tatu Kantomaa og fór svo á skemmtilegt flakk með góðri kynningu um Brasilíu og þar- lendan harmoníkuleikara. Munið, á laug- ardögum kl. 16.20, Heimur harmonikunn- ar, þátturinn sem beðið var eftir. H.H. ÁRSHÁTÍÐ Félags harmonikuunenda í Reykjavík og Þjóðdansafélags Reykjavíkur í Hreyfilshúsinu vib Grensdsveg 13. mars 1999. 1. Húsib opnctð kl. 19.00 2. Hótíöin sett kl. 20.00 3. Matast við undirleik Wilmu Young og Arnhildar Valgarðsdóttur. 4. Gestir skemmta sér d kostnað hvers annars. - Danssýning 5. Hljómsveit undir stjórn Sigurgeirs Björgvinssonar ósamt söngkonunni Hjördísi Geirs tekur völdin um kl. 23.30 og heldur þeim ab mestu fram til kl. 03.00 Mibaverb kr.2.500.- (aðeins), en kr. 1.200,- eftir kl. 23.00 Miðapantanir hjá skemmtinefnd. Einar Olafsson Ingvar Hólmgeirsson Elsa Kristjánsdóttir Guöný Siguröardóttir Elisabet Einarsdottir sími 554 2749 554 1115 553 8093 568 6422 587 3179 Þessir frábæru diskar eru nú til sölu, auk spólu með framúrskarandi góðri gömludansatónlist, sem vakti óskipta athygli þátttakenda á harmoniku- mótunum í sumar. Verð á diskum kr. 1.500,- Verðáspólum kr. 1.200,- Sendingakostnaður innifalinn. Pantið í síma 568 6422. Friðjón Hallgrímsson. 15

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.