Harmoníkan - 01.02.2000, Qupperneq 6
Landsmótið 1999
Framhald frá l.tbl.
Ómar Hauksson formaður H.F.S. setti
mótið og bauð gesti velkomna. Sigrún
Bjarnadóttir fráfarandi landsambandsfor-
maður hélt tölu og afhenti fulltrúa næsta
landsmótshaldara fána sambandsins eins
og venja er, en það verður Harmoniku-
félag Vestfjarða. Við setninguna hefði að
ósekju mátt taka fyrir ýmis brot úr for-
sögunni, og rifja upp atburði, sem nrark-
að hafa spor meðal þessara áhugahópa
eða minnast á ýmsa landsþekkta harmon-
ikuleikara fyrr og nú. Spurningin er hvar
við værum stödd án þeirra frumkvæðis.
Aðalkynnir mótsins var Teodór Júlíusson
frá Siglufirði, sem stóð sig með þeim
ágætum að eftir var tekið, skýrmæltur og
fumlaus í nafnaupptalningu sem og öðru
er koma þurfti á framfæri. Tíma fyrir til-
kynningar kom kynnir fyrir milli atriða
og sló jafnvel á létta strengi. Skipulagn-
ing öll var bersýnilega vel undirbúin.
Uppröðun hljóðfæraleikara á sviði og
skiptingar hljómsveita gengu árekstrar-
laust. Hljóðkerfi hússins virkaði vel.
Harmonikuhljómsveit Siglfirðinga var
stofnuð 1993 og kom fyrst fram. Hún gaf
tóninn fyrir léttleika og gleði eins og
þeim er einkar lagið. Ef ég hef rétt tekið
eftir voru tvær hljómsveitir á öllu mótinu
sem ekki notuðu nótur við spilamennsk-
una, hljómsveit þeirra Siglfirðinga og
hljómsveit F.H. á Selfossi og nágrenni.
Sameiginlegt með þessum hljómsveitum
var útgeislun og lífleg framkoma.
Nótnagláp heftir mjög þetta frelsi, menn
verða steinrunnir í andlitinu og lokast því
frá umræddri útgeislun er annars skilar
sér alla leið til áheyrenda. Góð æfing fyr-
ir landsmót ætti að gera nótnablöðin
óþörf. I heildina fann maður greinileg
framför í hljómsveitarspilamensku og í
mörgum þeirra sat margt ungra spilara
sem er bylting frá síðasta landsmóti. Eg
er ekki rétti maðurinn til að dæma spila-
mensku hinna ýmsu hópa, en það voru
þó nokkrir , bæði hljómsveitir, dúettar og
einleikarar sem stóðu áberandi framar,
enda heyrðist það í umræðum manna á
meðal.
Við getum þó verið sammála um að
F.H.S.N. sló flestum við með frumleika,
ólíkir öllum öðrum. Stóðu á sviðinu,
hreyfðu sig í takt, glaðir með glens og
sprell í kynningum. Hljómsveitastjórinn
Helgi Kristjánsson átti örugglega stóran
þátt í, að hrífa með sér salinn og fá alla
með sér á flug. Við þetta hlýtur að opn-
ast hugmyndabanki. Hljómsveitin Storm-
urinn í H.R. undir stjórn Arnar Falkner
var áberandi vel æfð og lék syrpu af
miklu öryggi. Þá er kvintett þeirra
F.H.U.E. ekki minnst nafntogaður fyrir
góða spilamennsku og skemmtilegt laga-
val.
Ég nefni þessar hljómsveitir sérstak-
lega því þær voru mikið í umræðu meðal
áheyrenda um góða spilamennsku. Eins
og komið hefur fram reyndist fólk al-
mennt á þeirri skoðun að hljómsveitar-
spilamennska almennt hafi batnað.
Framhald í 3. tbl.
Formaðurínn, fundarstjórinn, síldarspekúlantinn, bassaleikarínn, söngvarinn m.m. Ómar
Hauksson hafði mörg járn í eldinum þessa helgina. Ekki nóg með að hann stœði í ströngu
varðandi föst embœtti. Ómar var líka meðal fólksins inni á tónleikum, dansleikjum og úti á
tjaldstœðunum rœðinn og upplífgandi!
Hljómsveit H.U.V. með stjórnanda sínum Fanneyju Karlsdóttur lengst til hœgri. Meðalaldur
hljómsveitaifólks var ekki hár á landsmótinu.
Hljómsveitin Stormurinn, Harmonikufélagi Reykjavíkur sýndi stórgóða spilamennsku. Stjórn-
andi hennar Örn Falknertil hœgri fyrir rniðju og til vinstri Jóhann Gunnarsson stjórnandi
Léttsveitar H.R.
6