Harmoníkan - 01.02.2000, Síða 7

Harmoníkan - 01.02.2000, Síða 7
Harmonikuhátíðin Iðufelli er ný sam- koma á gömlum grunni og er þá aftur komin harmonikuhátíð um Verslunar- mannahelgina sem haldin var 30. júlí til 2. ágúst 1999. Það eru þau Snæbjörn Magnússon og Hlíf Pálsdóttir sem keyptu þetta gamla sláturhús 1997 ásamt úti- svæðl og hafa komið þarna upp efnilegri veitinga- og gistiaðstöðu með víðáttu- nriklu tjaldsvæði. Veitingasalir eru tveir unr 800 m2 og hægt er að ganga frá þeim beint út á tjaldstæðin. Aðspurður sagðist Snæbjörn vera mjög ánægður með harm- onikuunnendur og ákveðinn í að bæta að- stöðuna fyrir næstu harmonikuhátíð. Urn 500 manns komu í sumar og skemmtu sér vel. Á kvöldin var dansað við harm- onikuleik. Sá þáttur þyrfti að vera betur undirbúinn og skipulagður. Sérstakur fáni Nýtt harmonikumót Mótshaldararnir Hlíf og Snœbjörn á Iðufelli við sýningarbás Leifs H. Magnússonar og konu hans Guðleifar Guðlaugsdóttur. og merki voru hönnuð af þessu tilefni af Ólafi Th. Ólafssyni. Snæbjörn taldi sig hafa lært margt af mótinu og þær misfellur sem vart hefði orðið við, yrðu sniðnar af fyrir næsta mót, en hann væri ákveðinn í að halda þessu áfram. H.H. Dagur harmonikunnar í Ráðhúsi Reykjavíkur Jassband Þóris ogfélaga.frá vinstri Haraldur Amljótsson bassagítar, Sveinn Jóhannsson trommur, Þórir Lárusson harmonika og Kjartan Jónsson gítar. Á degi harmonikunnar 28. nóvem- ber 1999 sem haldinn er af Harmoniku- félagi Reykjavíkur komu að vanda margir fram. Mikið bar á ungum nem- endurn og svo áfram upp í eldri flokka. Kvartettinn, Karlarnir með aðstoð Karls Jónatanssonar, Stormurinn undir stjórn Arnar Falkner, Jassband Þóris og félaga, einnig Léttsveitinni er lék í um 15 mínútur undir stjórn Jóhanns Gunn- arssonar. Systurnar Hekla, Inga og Ása Eiríksdætur léku allar einleik en topp númerið í einleikaraflokknum var hinn bráðsnjalli Matthías Kormáksson, sem nýkominn var frá Helsinki, sem kepp- andi um Evrópumeistaratitilinn í Fros- initónlist. Mig undraði nokkuð að kynnir skyldi fátt fjölyrða um þátttök- una annað en hann hafi tekið þátt í keppni. Þátttaka Matthíasar markaði samt tímamót í íslenskri harmoniku- sögu. Eg var glaður að heyra kynni til- greina alla kennara Matthíasar frá upp- hafi, þá Viðar Hörgdal, Karl Jónatans- son og Tatu Kantomaa. Ýmsir fleiri komu við sögu þarna í samkomusai Ráðhúss Reykjavíkur úr H.R., áhorf- endur skorti ekki, nánast hvert sæti skipað, fyrir utan þann fjölda sem stóð uppi á ganginum. Harmonikufélags- menn H.R. skópu líflega umgjörð á sviðinu með því að stilla harmonikum þar upp snyrtilega. Að því þarf líka að hyggja á tónleikum sem þessum. Dag- skráin hófst kl. 15 og stóð í tvo tíma. H.H. 7

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.