Harmonikublaðið - 01.11.2004, Qupperneq 4

Harmonikublaðið - 01.11.2004, Qupperneq 4
Fróðleikur HARMONIKUBLAÐIÐ Félag Harmonikuunnenda Suðurnesjum F.H.U.S. Aðdragandi að stofnun og yfirlit um starfsemina frá upphafi til þessa dags Þátttakendur í Landsmótinu á ísafirði 4.-7. júlí 2002. F.v.: Víkingur Sveinsson, Einar Gunnarsson, Árni Baldursson, Konráð Fjeldsted, Gestur Friðjónsson, Hafsteinn Ingvarsson, Þórólfur Þorsteinsson og Baldvin Elís Arason. Eftir nokkurn undirbúning að stofnun félagsins, komu all- margir harmonikuunnendur saman á veitingahúsinu „Ránni" í Keflavík. í það sinn var ákveðið að boða til stofn- fundar á sama stað 21. janúar 1990. Framhaldsfundur þar sem lög voru samþykkt fyrir fé- lagið var síðan haldinn 11. febrúar sama ár. Allmargir mættu á þann fund og óskuðu þess að gerast stofnfélagar og rituðu 45 þeirra nöfn sín í þeim tilgangi. Ekki voru margir þeirra harmonikuleikarar en áttu það sameiginlegt að hafa gaman af harmonikuleik. Fyrsti formaður var Ásgeir Gunnarsson og kom í hans hlut að móta starfsemi fé- lagsins. Útvegaði hann fyrsta æfingahús- næði þess í húsnæði Karlakórs Keflavík- ur, þar sem fyrstu skrefin voru síðan tek- in. Fyrsti samleikur nokkurra félaga var við afhendingu húsnæðis Styrktarsjóðs aidraðra á Suðurnesjum 25. febrúar 1990. Á næstu mánuðum var reynt að halda al- menna skemmtifundi, eftir því sem æf- ingum miðaði, en aðsókn reyndist næsta lítil, þrátt fyrir ötult starf margra félags- manna. Nokkuð var um að leikið væri í verslunarmiðstöðvum, veitingahúsum, á dvalarheimilum aldraðra og fleiri stöð- um, auk þess að leika á Saumastofudans- leikjum á vegum Hermanns Ragnars Stef- ánssonar og Ríkisútvarpsins. Voru teknir upp tveir þættir, sem var síðan útvarpað 2. og 9. mars 1991. Á fundi þann 10. maí 1993 lét Ásgeir Gunnarsson af formannsstarfi og var Kristinn Kaldal kosinn í hans stað. Fyrsta þátttaka félagsins í Landsmóti S.Í.H.U. var á Egilsstöðum 1993. Fulltrúar félags- ins voru þeir Kristinn Kaldal, jóhann Guðmundsson og Hörður'NÓhannsson. Sama ár var almennur skemmtifundur haldinn, sem lukkaðist allvel, bæði hvað aðsókn snerti og árangur. Árið 1994 var starfsemin góð og leikið víða. Einnig varð sá viðburður að F.H.U.S. afhenti tónlist- arskólum hér tvær harmonikur að gjöf, og var ætlunin með því að stuðla að aukinni kennslu í harmonikuleik við skólana. Á aðalfundi 9. maí 1994 lét Kristinn Kaldal af formennsku og við starfinu tók Hörður Jóhannsson. Á lokafundi 1. júní 1994 mættu 37 manns, félagar og gestir og áttu góða og glaða stund þar sem margir þöndu hljóðfærin öllum til ánægju. Á starfsárinu 1994-1995 kom Guð- mundur Samúelsson til starfa við tónlist- arskólann og hófu þá nokkrir aðilar nám í harmonikuleik. Skemmtifundur var hald- inn þann 26. febrúar 1995 í tilefni af fimm ára afmæli F.H.U.S. Var hann vel sóttur og léku þar fjölmargir, bæði heimamenn og gestir. Sérstaka athygli vakti leikur nfu nemenda Guðmundar Samúelssonar og sást þar glöggt að tilsögn er fljót að skila sér, sé áhugi nemenda fyrir hendi. Harm- onikukennsla hefur síðan verið á vegum Tónlistarskólans og allmargir nemendur hvert ár, en því miður hefur ekki fjölgað í röðum F.H.U.S. að sama skapi. Ástjórnarfundi 14. september 1995 lét Hörður Jóhannsson þess getið að hann myndi hverfa frá formannsstarfi á næsta aðalfundi. Þótti mönnum miður að svo skyldi vera. Á aðalfundi þann 28. septem- ber 1995 tók Gestur Friðjónsson við for- mannsstarfinu. Á þeim fundi var mikið rætt um starfsemina og hvernig unnt væri að efla hana enn frekar. Einnig að taka þyrfti til endurskoðunar innheimtu félagsgjalda og endurnýja félagaskrá þar sem fjöldi stofnenda virtist ekki áhuga- samur um starfsemina. Gestur hélt síðan fyrsta stjórnarfund þann 17. október 1995. Þar var rætt um væntanlegt lands- mót, sem ákveðið var að halda 1996 að Laugalandi í Holtum og þátttöku F.H.U.S. í því. Mjög vel heppnaður skemmtifundur var haldinn í „GÖNGUGÖTU" Kjarna 14. apríl 1996. Kom þar enn á ný í ljós hve góðum árangri Guðmundur Samúelsson hefir náð með nemendur í harmoniku- leik, en á hans vegum komu sérstaklega fram tveir ungir drengir og léku af mikilli færni. Á aðalfundi 30. maí 1996 var for- manni og öðrum stjórnarmönnum falin áframhaldandi forsjá félagsins. Enn var nokkuð um að leikið væri fyrir ýmis fé- lagasamtök og reynt með þeim hætti að styrkja fjárhagsgrundvöll félagsins. Á Landsmóti S.Í.H.U. að Laugalandi í Holt- um 1996 mættu til leiks tveir félagar og léku fyrir hönd F.H.U.S., það voru Þórólf- ur Þorsteinsson og Gestur Friðjónsson, en Ásgeir Gunnarsson forfallaðist á síð- ustu stundu. Starfsemin var áfram með líkum hætti, skemmtifundir og heimsóknir til annarra félaga auk þess að þau komu í heimsókn- ir og tóku þátt í kvöldvökum og spila- mennsku með okkur. Sérstaklega má til nefna skemmtifund sem haldinn var 8. júní '97 í Keflavík og lukkaðist mjög vel með góðri aðstoð Selfyssinga og fleiri gesta, m.a. var þar harmoniku og íslands-

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.