Harmonikublaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 7

Harmonikublaðið - 01.11.2004, Blaðsíða 7
HARMONIKUBLAÐIÐ Lagahöfundur Lag blaðsins bórólfur borsteinsson í Kefla- vík er höfundur Iagsins Gríms- eyjarpolkinn sem birtur er í opnu blaðsins. bórólfur er fæddur á Reykholti á Búðum við Fáskrúðsfjörð 27. mars. 1949, þekktur meðal kunn- ingja og vina sem „Dói frá Reykholti". Hann hefur samið nokkur lög til þessa. bórólfur var einn af stofnendum Félags Harmonikuunnenda Suður- nesjum og er núverandi for- maður félagsins. bórólfur er giftur Ólrikku Sveinsdóttur og eiga þau tvær dætur, sem báð- ar eru flautuleikarar. Hvenær kviknaði áhugi þinn á harm- onikunni? Áhugi minn á hljóðfærinu kviknaði mjög snemma. Það má segja strax og ég man eftir mér. Manni er þetta víst í blóð borið í báðar ættir, þó meira í föðurætt- ina. Langafabræður mínir í föðurætt, ætt- aðir úr Suðursveitinni, synir Oddnýjar frá Gerði, sem er næsti bær við Hala, voru flestir miklir tónlistarunnendur. Einn þeirra, Sveinn að nafni átti það til að setja saman eitt og eitt lag. Ef heyrðist spilað á harmoniku í útvarpinu þá var gripinn stóll, klifrað upp á hann og hækk- að í botn. Þegar farið var á jólaböll og flestir voru að ganga í kringum tréð og syngja, þá laumaði sá stutti sér venjulega nálægt þeim sem voru með nikkurnar og hafði ekki augun af þeim, sérstaklega reyndi maður að uppgötva þetta með bassana, alla þessa takka, hvernig í ósköpunum hægt væri að finna rétta takkann, svo vel færi. Eignaðist þú snemma þína fyrstu harmoniku? Það var í janúar 1970 þá var ég orðinn tvítugur en á mínum yngri árum var á heimili mínu orgel inni í stofu sem oft var laumast í. Vinurinn átti að fara að læra nótur og þessháttar, en að hans mati, fannst honum hann vera það klár að hann þyrfti þess ekki, því hann kunni al- veg að spila án þeirra. Uppeldisbróðir móður minnar, sem bjó á Stöðvarfirði, átti harmoniku og þangað fór ég oft í heimsókn. Einn minn Aðventukvöld 1995. Eldri dóttirin, Marína Ósk og sú yngri, Helena Rós. Marína útsetti lag Gunnars Gunnarssonar, „Smalastrákur- inn" fyrir tvær harmonikur sem F.H.U.S. flutti á Landmótinu á ísafirði. besti æskuvinur hann Villi á Þrastarhóli kom mér á sporið með bassana og fyrsta lagið sem ég lærði að spila með bassan- um var „Nú blikar við sólarlag" í c dúr. Bæði faðir minn og afi spiluðu á harmo- niku og pabbi spilaði líka mikið á orgelið. Ég var um 11-12 ára þegar ég fór að- eins að ná lagi. Ég fékk lánaðar nikkur sem voru ekki mikið notaðar, svona hér og þar. Eftir að ég flutti suður árið 1972 spilaði ég nokkuð mikið á jólaböllum hér og þar. Hingað til Keflavíkur fluttist ég í janúar 1973, starfaði við bifvélavirkjun til ársins 1982 og hóf þá störf við útkeyrslu í Ofnasmiðju Suðurnesja og var fyrstu 14 árin algerlega „úti að aka". Árið 1997 var bíllinn seldur og síðan þá hef ég séð um alla afgreiðslu á ofnum. |á, ég get lofað öllum harmonikuunnendum um land allt góðri og skjótri þjónustu, þ.e.a.s. ef ykkur vantar góðan yl. Getur þú sagt lesendum frá tilurð Grímseyjarpolkans? Grímseyjarpolkinn varð þannig til að ég var á ungmennamóti í Grímsey árið 1982 var þar yfir heila helgi og það var heitasta helgi sem komið hafði þetta sumar. Farið var með flóabátnum Drangi í siglingu í kringum eyjuna í blíðskapar veðri og að þeirri ferð lokinni, rauk ég inn í samkomuhúsið þar sem við höfðum að- stöðu og að píanói sem þar var og lagið varð til á um það bil 20 mín.-hálftíma. Til gamans, þá var Karl lónatansson með í þessari ferð, kom með hóp sem var á ferðalagi með Drangi og spilaði fyrir hóp- inn báða dagana um borð. í þessari ferð spurði ég hann hvort hann myndi ekki taka lagið, en þess í stað hengdi hann hljóðfærið framan á mig og sagði nú ferð þú út á dekk og lætur fólkið syngja, og það varð svo að vera. J.J. Þórólfur ásamt spilafélaga sinum til margra ára, Gesti Friðjónssyni. Blindrafélagió Spilað hjá Líknarfélaginu Bergmáli. Gunnar Guðmundsson t.h., höfundur lagsins „Smalastrákurinn" ættaður frá Streiti við Berufjörð.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.