Harmonikublaðið - 01.11.2004, Page 12

Harmonikublaðið - 01.11.2004, Page 12
Fróðleikur HARMONIKUBLAÐIÐ Karlarnir Það var laugardaginn 20. nóv- ember síðastliðinn að ég náði tali af tveim heiðursmönnum þeim Sigurði Hallmarssyni og Ingimundi Jónssyni frá Húsa- vík. Þeir voru staddir í Lóni, húsi Karlakórs Akureyrar- Geysis, þar sem Félag Harmo- nikuunnenda við Eyjafjörð hef- ur haft aðstöðu til dansleikja- halds í mörg ára. Þeir voru þangað komnir til að leika fyrir dansi þá um kvöldið jafnframt því að kynna nýútkominn geisladisk sinn „Karl- arnir leika gömlu góðu lögin". Á diskinum leikur Sigurður á harmoniku og Ingi- mundur á gítar og kontrabassa. Með þeim í för var Borgar Þórarinsson, sem lék með þeim á bassa á dansleiknum, enda erfitt fyrir Ingimund að leika á hvoru tveggja í einu. En hver er þessi Borgar? í fáum orðum sagt; Aðaldælingur bú- settur á Húsavík og rekur þar stúdíó sem nefnist „Hljóðhimnar", en það var einmitt hann sem sá um upptöku hljóðblöndun og lokafrágang á diski þeirra félaga og eins og diskurinn ber með sér, er óhætt að leita til hans með upptökur, auk þess sem hann er fjölhæfur tónlistarmaður. Þeir karlarnir féllust á að svara nokkrum spurningum áður en þeir stigu á svið. Hvenær byrjuðuð þið að leika saman? Það mun hafa verið skömmu fyrir 1960, svarar, Ingimundur. þá aðallega í tengslum við leiklist og skólaböll, en þó mest á sjöunda áratugnum með Reyni lónassyni sem þá var Tónlistarskólastjóri og organisti á Húsavík. Þá léku þeir Sig- urður og Reynir á harmonikur og ég á kontrabassa. Síðan Reynir fór höfum við verið að spila saman við leiksýningar og ýmsar uppákomur, en minna fyrir dansi. Hvenær kviknaði sú hugmynd að leika inn á diskinn? Sigurður segir það hafa verið fyrir fjór- um árum síðan. Þá fórum við í prufuupp- töku til Borgars sem þá bjó á Raufarhöfn. Það var svo ekki fyrr en í sumar, þá er Borgar var fluttur til Húsavíkur að við gerðum alvöru úr því og nú er hún orðin að veruleika. Það fýsir víst marga að vita hvað þið hafið starfað um dagana? Sigurður verður fyrst fyrir svörum. Ég er kennari, og byrjaði minn starfsferil við Barnaskólann í Flatey á Skjálfanda, vann síðan í fjöldamörg ár við Barnaskólann á Húsavík, fyrst sem kennari og síðan skólastjóri og loks fræðslustjóri Norður- lands eystra á Akureyri og meðfram hef ég starfað mikið bæði sem leikari og leik- stjóri auk þess sem ég hef fengist talsvert við að mála. Nú síðustu ár hef ég gefið mig meira að harmonikunni. Ingimundur segist ekki eiga ólíkann feril. Fyrst kennari við Barnaskólann og síðan við Gagnfræðaskólann sem kennari og yfirkennari og síðast aðstoðar-skóla- meistari við Framhaldsskólann á Húsavík frá því hann var stofnaður 1987 og til '98, Sigurður Hallmarsson. Ingimunur Jónsson. en hef síðan starfað við Safnahúsið á Húsavík. Eftir að Reynir flutti frá Húsvfk hef ég snúið mér að gítarnum í samspili okkar Sigurðar en greip til bassans vegna útgáfunnar á diskinum. Ég hef einnig fengist mikið við leiklist, mest í heima- byggð. Blaðið fékk leyfi lóhannesar Sigur- jónssonar til að birta umsögn hans um karlana sem fylgir með disknum. Afauðlindum Þingeyinga Það er alltaf verið að tala um auðlindir. Auðlindir íslands og auðlindir hérað- anna. Sigurður Hallmarsson og Ingi- mundur lónsson eru auðlind okkar Hús- víkinga og gott ef ekki Þingeyinga allra. Og samt höfum við sloppið við að greiða af þeim auðlindaskatt svo sem verðugt væri. Sigurður og lngimundur hafa leikið fyrir okkur, sungið fyrir okkur, spilað fyrir okkur og kennt okkur lengur en elstu menn muna. Og eru enn að. Þeir eru svo- lítið eins og tónlistarprestar, svo oft nær- staddir og með okkur í gleði og sorg. Þeir félagar, þessi auðlindardúett okkar Þing- eyinga, eru síspilandi í stórafmælum, á þorrablótum, á menningarviðburðum, í Þessi mynd er tekin í tilefni opnunar Sjóminjasafnsins á Húsavík. Sigurður Hallmarsson og Ingimundur Jónsson.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.