Harmonikublaðið - 01.06.2005, Page 3

Harmonikublaðið - 01.06.2005, Page 3
HARMONIKUBLAÐIÐ RITST|ÓRAPISTILL ISSN 1670-200X Ábyrgðarmaður : jóhannes jónsson Barrlundi 2 600 Akureyri Sími 462 6432, 868 3774 Netfang: johild@simnet.is Ritvinnsla: Hildur Gunnarsdóttir Prentvinnsia: Ásprent Stíll ehf. Netfang: gudjon@asprentstill.is Meðal efnis • Um mynd Spessa • Dagskrá Landsmótsins • Viðtal við lagahöfundinn • Lag blaðsins • Um hljóma og fleira • Spjall við Höskuld Stefánsson Augiýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 12.000 1/2 síða kr. 6.000 Innsíður 1/1 síða kr. 1 1.000 1/2 síða kr. 5.500 1/4 síða kr. 3.500 41 1/8 síða kr. 2.500 Smáauglýsing kr. 1.500 Forsíðan: Danski harmonikusnillingurinn Sören Brix sem verður heiðursgestur Landsmóts SÍHU í Neskaupsstað 7.-10. júlí. Efni í næsta blað sem kemur út í október, þarf að berast fvrir 26. september nk. INIyjar og notaðar harmonikur í miklu úrvali á frábæru verði VÍSA og EURO raðgreiöslur Upplýsingar í síma 690 2020 Ritstjórapistill Ágæti lesandi! Nú eru fáeinir dagar í Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunn- enda sem haldið verður í Neskaupstað dagana 7,-10. júlí n.k. Landsmót Sam- bandsins hafa verið haldin frá árinu 1982 og hefur aðsókn að þeim vaxið jafnt og þétt. Mót þessi eru aðalhátíð þeirra sem ástfóstri hafa tekið við harmonikuna, það hljóðfæri sem þetta allt snýst um. Fjöldi fólks utan harm- onikufélaga hefur sótt landsmótin og tekið þátt í þeirri ósviknu gleði sem þau hafa uppá að bjóða. Víst er að margir hafa tekið harmonikuna í sátt eftir að hafa kynnst þessum samkom- um af eigin raun. Allt frá árinu 1990 hafa erlendir gestaspilarar sett svip á mótin og hafa þeir haft jákvæð áhrif á viðhorf landans til hljóðfærisins. Margir þeirra hafa hrifist af landi og þjóð og komið aftur, jafvel sest hér að og gerst harmoniku- kennarar eins og dæmi eru um. Koma þessara manna hefur aukið framboð á hæfum harmonikukennurum og eru þeir góð viðbót við annars ágæta kenn- ara sem fyrir voru. Það virðist bjart yfir kennslumálunum sem stendur og flestir sem áhuga hafa á harmoniku- námi ættu að geta fengið kennslu við sitt hæfi, þó einhverjar undantekningar séu þar á. Kennsla undanfarinna ára hefur skilað okkur mörgum góðum harmonikuleikurum sem sýnirokkurað við eigum mikið af hæfileikaríku ungu fólki sem leggur metnað sinn í námið. Tíminn líður hratt og fyrr en varir verðum við komin á Neskaupstað, full eftirvæntingar að hitta kunningja og vini og til að hlýða á ómælda tónlist þá daga sem mótið stendur. Það er mikið gleðiefni að nú í fyrsta sinn munu frændur okkar Færeyingar heimsækja okkur á landsmót og munu þeir taka þátt í tónleikum og dansleikj- um, veri þeir hjartanlega velkomnir. Látum ekki vegalengdir og smávægi- legan mótbyr aftra okkur frá að mæta, það er jú ekki nema þriðja hvert ár sem skemmtun á borð við landsmót er í boði. Um leið og ég óska ykkur gleði- legs harmonikusumars vonast ég til að sjá ykkur sem flest á komandi lands- móti. ).J.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.