Harmonikublaðið - 01.06.2005, Blaðsíða 13
HARMONIKUBLAÐIÐ
Fróðleiksspjall
I
* fi ‘t f f .1
'f T- v
' * iÍÍ jf 1$^ ^
' - -r ^
i
» j
8
; \ •;5>’t ^/^.^jgMBfcLdPÍ^S
1,1 , ."' . •'.? ••'•<>)•''j i í
f. vátiþpf
•9'
7
Fyrsta lúðrasveitin í
Neskaupstað. Á mynd-
inni eru frá vinstri: )ón
Karlsson, |ón Lund-
berg, Birgir Sveinsson,
Geir Bjarni (ónsson,
Karl Pálsson, |ón Sig-
urðsson, Höskuldur
Stefánsson, Gísli Sig-
urbergur Gíslason,
Friðrik Sigurðsson,
Ottó Sigurðsson og
Kristján Lundberg.
þú ert unglingur, þá lærir maður rosalega
mikið. En maður verður auðvitað að æfa
sig, og ég man að við vorum að þróast og
sýna þessu rækt og æfa okkur þannig
kom þetta allt. En hér, þegar ég var að
byrja að læra? )á. Það versta var að bera
nikkuna, heiman frá mér út í skóla. Og
vitið þið hvernig ég fór að því? Höddi
hjálpaði mér. Hann Hörður frændi minn
lét sig ekki muna um að bera hana,
stundum hljóp hann bara. Vissi ekki af
þvf.
„Ég man", segir )ón Lundberg, „að
maður var búinn að þjálfa sig í að skipta
reglulega um hönd á kassanum á vissu
róli. Það var roslegt stundum hvað mað-
ur gat orðið þreyttur".
Ekkert tiltökumál að
spila á balli
Það var rætt áfram um spilamennskuna
og fljótlega voru sveitaböllin inn í Kirkju-
bólsteigi nefnd. ,,Já - þar var nú alltaf
mikið fjör. Ungmennafélagið hélt þær
samkomur lengi vel".
Höskuldur hélt áfram: „Það var talið
alveg sjálfsagt að spila þar. Það var ekkert
tiltökumál að spila á balli. Eins var með
böllin í Gúttó. Og svo þegar strákarnir
komu á bátunum eða skipunum í land,
sko og ég var kannski farinn að sofa, þá
var ég kannski bara vakinn, það var bank-
að á gluggann hjá mér, og ég heyrði bara:
„Höski - ball á eftir!" „Þá var ekki um ann-
að að ræða en að fara á fætur aftur og
koma sér úteftir. Þá voru þeir komnir í
það maður, stákarnir, og fjörið komið á
fullt".
Nonni Lundbergs sagðist muna eftir
þessu: „Þá fóru þeir bara niður á götu,
tóku kvenfólkið sem þar var, og komu
með það upp í Gúttó". „Já," segir Höski:
„Svona var nú lífið þá".
Nú berst talið að hljómsveitum. Hösk-
uldur spilaði um tíma í hljómsveitum og
m.a. á píanó, í hljómsveit Svavars Gests í
einn vetur: „Þá var spilað á píanó, bassa,
trommur og gítara og fleiri hljóðfæri.
Þetta var allt sérstaklega lærdómsríkt og
gefandi. Á þessu lærði maður, kannski
einmitt með því að spila með einhverjum
sem kunni meira. Þegar maður var ungur
var maður alltaf að iæra og spreyta sig á
lögum".
Nonni segist hafa lært mikið af Hösk-
uldi og rifjar upp sumrin í beitninga-
skúrnum, þegar þeir voru að beita yngri
strákarnir, hjá Stebba föður Höskuldar.
Stundum þegar búið var að hreinsa
beituskúrinn, þá náði Höskuldur í nikk-
una og fór að spila. Af þessu lærðu þeir
yngri og fengu áhugann.
„Halló, halló, getur þú
spilað í Atlavík"!
Nú er Höski kominn á flug: „Svo spilaði
ég oft á Hornafirði og var fenginn til að
spila á balli í Bjarnanesi. Presturinn kom
og bað mig að spila. Það þótti eitthvað
alveg sérstakt. Ég var líka beðinn um að
spila á böllum á Héraði. Og Höskuldur
lék samtalið: „Halló, halló, getur þú spil-
að í Atlavík"? „Og við gerðum það - þá út-
bjuggum við bara hljómsveit sem spilaði
í Atlavík. Það var rosalegt, það var við-
burður. Allt stútfullt. Þá var slitin af mér
nikkan maður. Nonni átti í vandræðum
með básúnuna". Og Nonni rifjar upp að-
stæður: „Höskuldur kom með slitna ólina
og sagði: Nú get ég ekki meir"! Og Hösk-
uldur bætir við: „Þetta þótti bara mjög
gaman. Fólk hafði gaman af músik og
vildi fá svingmúsik. Já, já. Og þá var
improviserað, það var gaman. Maður var
alltaf að hlusta á eitthvað nýtt".