Harmonikublaðið - 01.06.2006, Síða 4

Harmonikublaðið - 01.06.2006, Síða 4
Frá formanni S.Í.H.U. Góðir harmonikuunnendur. Frá því að undirritaður var kjörinn formaðurSÍFIL) á síðastliðnu hausti hefur ýmislegt á dagana drifið. Stjórn SÍHU hefur komið saman til eins formlegs fundar sem haldinn var á Akureyri í tengslum við undirbúning unglinga- landsmóts sem félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð stóð fyrir, en þess utan hafa stjórnarmenn verið í símasambandi um þau mál sem beint hefur verið til stjórnarinnar. Unglingalandsmótvarhaldiðá Akureyri eins og fyrr var getið og er það mitt mat að þar hafi vel til tekist þó að auðvitað hefðumviðöll viljað sjáfleiri þátttakendur en raun varð á. Ég tel að samt hafi vel til tekist með framkvæmd mótsins og vil þakka fyrir hönd landsambandsins Harmonikuunnendum við Eyjafjörð og nefndinni sem sá um mótið undir stjórn Einars Guðmundssonar fyrir vel unnið starf og tel að þetta mót sé komið til þess að vera. Það var alveg frábært að hlusta á unga fólkið spila og mitt mat er að ef svo heldur fram sem horfir sé bjart fram- undan og harmonikuleikur síður en svo á undanhaldi. Með það í huga vil ég hvetja harmonikufélög til þess að bjóðast til að taka að sér unglingalandsmót á næsta ári og halda áfram þessu góða starfi sem þegar hefur verið unnið. Kennaranámskeiðvarhaldiðítengslum við unglingalandsmótiðen þarleiðbeindi Tatu Kantomaa sem einnig lék nokkur lög fyrir þátttakendur og mótsgesti. Það vakti athygli mína að Tatu var umsetinn af ungum harmonikuleikurum til að fá hjá honum eiginhandaráritanir eins og algengt er með poppstjörnur þannig að við erum eftil villað ganga inn í nýja tíma hvað vinsældir harmonikunnar og harmonikuleikara varðar. Það lá Ijóst fyrir á haustfundi að Jóhannes Jónsson fyrrverandi formaður og Hildur kona hans myndu ekki sjá um útgáfu á blaðinu Harmonikan og vil ég þakka þeim vel unnin störf við blaðið. Reynt hefur verið að fá einhverja aðila til þess að taka málið að sér en ekki tekist fyrr en nú. Þess vegna er það sérstakt ánægjuefni að nú hefur blaðið göngu sfna á ný undir forystu Hreins Halldórssonar sem verður ritstjóri þess, en með honum starfa Baldur Pálsson og sá sem hér skrifar en vonandi bætastfleiri íhópinn. Markmiðið er að halda blaðinu gangandi út þetta ár en haustfundur verður að taka ákvörðun um framtíð þess þar sem að áskrifendur eru ekki nægilega margir til þess að blaðið geti staðið undir sér að óbreyttu fyrirkomulagi. Blaðið er að mestu helgað unglinga- landsmóti að þessu sinni en ritnefndin mun leita fanga hjá aðildarfélögum, einstaklingum og víðar eftir efni í blaðið. Stjórn SÍHU mun funda um verslun- armannahelgi í tengslum við sumarhátið HFH og hótels Svartaskógar og eru þau félög eða einstaklingar sem hafa einhver þau erindi sem þeirtelja að stjórn eigi að fjalla um beðnir um að koma þeim á framfæri við undirritaðan. Ómar Skarphéðinsson, sem sá um og hannaði heimasíðuna okkar hefur hætt umsjón með henni og mun ég reyna að komainnáhana fréttum sem berasteftir því sem við verður komið, en gott væri að fá einhvern sem hefur betri skilning á þessu verkefni til að taka heimasíðuna að sér og er hér með óskað eftir aðila sem hefur þessa þekkingu og tíma til að gera þessa síðu eins góða og hún þyrfti að vera. Að þessu sögðu óska égykkur gleðilegs sumars og sjáumst á haustfundi. Jónas Þór. Frétt frá Harmonikufélagi Reykjavíkur i Það erorðin hefð hjá Harmonikufélagi Reykjavfkur að halda upp á Dag harmonikunnar. í ár var hann haldinn 14. maí 2006 með veglegum tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur og þótti takast ákaflega vel. Þetta er orðinn árlegur viðburður og fjölmargir lögðu sig virkilega fram um að þetta yrði sem veglegast. Nikkan er nú hafin til vegs og virðingar sem henni ber. Fólk á öllum aldri lætur drauminn rætast og hefur nám í harmonikuleik og snillingar koma fram í dagsljósið. Nokkrir þeirra settu svip sinn á tónleikana núna eins og sjá má af dagskránni. Þarna komu fram félagar úr Harmon- ikufélagi Reykjavíkur: Stormurinn og Léttsveitin léku nokkurvalin lögen Vadim Fedrov hefur þjálfað þessa hópa í vetur. Mikil ánægja er með störf hans enda er hann snillingur. Hann kom Ifka með einn nemanda sinn sem lék eitt lag og sjálfur hljóp hann svo í skarðið fyrir bróður sinn sem forfallaðist og lék nokkur lög af mikilli snilld ogvið mikinn fögnuð áheyr- enda. Auk þeirra lék fimm manna hópur frá Akranesi. Þau voru: Oddný Björgvins- dóttir, Maren Lind Másdóttir, Ástrós Una Jóhannesdóttir, Sólberg Bjarki Valdimars- son og Rut Berg Guðmundsdóttir. Öll saman léku þau Orfeum intermezzo, Vaara Vitonen (finnskur polki) og Leik- fangafílinn. Ástrós Una spilaði Jolly Capalero og Rut Berg Guðmundsdóttir spilaði Svörtu augun. Gestir okkar voru Ifka úr Harmoniku- félagi Selfoss og Harmónikufélagi Rang- æinga sem tóku nokkur lög og gerðu það af stakri prýði. Áheyrendur voru með fleira móti og virtust gleðjast með okkur og þetta vil ég þakka fyrir hönd Harmonikufélags Reykjavfkur Hafnarfirði 29. maí 2006 HitmarÁrnason

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.