Harmonikublaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 8
Valdi Friðriks
Árið 2003 ákváðu Stína og börn þeirra
Valda að gefa út, á geisladisk, þau lög
sem varðveist höfðu. Bræðurnir Haukur,
Þórhallur og Guðmann sáu að mestu um
undirspilið, ásamt frænda sínum Ágústi
Ármann, tónskólastjóra í Neskaupstað
en Ellert Borgar sá alfarið um sönginn.
Einnig veittu nokkrir góðvinir fjölskyld-
unnar góðfúslega aðstoð sína við
hljóðfæraleikinn. Hinn landsþekkti
Magnús Kjartansson sá um upptökur og
hljóðblöndun auk þess að spila með, þar
sem á þurfti að halda. öll umgjörð og
hönnun disksins var í höndum fjölskyld-
unnar og studdu tvö þau yngstu í syst-
kinahópnum bræður sína og mömmu
með ráðum og dáðum við þessa útgáfu.
Sama ár hefði Valdi á Sigurðarhúsinu
orðiðáttræðurogvardiskurinn hugsaður
sem minnisvarði um alþýðukúnstnerinn
ogtónlistarmanninn Valda Friðriks. Disk-
urinn var ekki settur í almenna dreifingu,
Þegar Austfirðingar og þá sérstaklega
Eskfirðingar heyra minnst á harm-
onikuleik eða hlusta á slíkan, hvarflar
hugurinn oft til Valda á Sigurðarhúsinu.
Hann var lífskúnstner eins og þeir gerast
náttúrulegastir, spilaði á harmonikuna
og samdi falleg lög, sem flest voru prýdd
textum sveitunga hans, frænda, barna og
vina.
var mikill. Oft stóðu skemmtanirnar langt
fram á morgun en áfram var haldið með
taktföstum hrynjanda þar til tími var
kominn til að sinna öðrum störfum.
Þorlákur (Lalli), bróðir Valda, var oft
spilafélagi hans og eins frændinn.Hjalti
Guðnason og Óli Fossberg
vinnufélagi til margra ára.
Frá unga aldri og til
æviloka var harm-
onikan honum kær-
asta gullið og hver
frístund notuð til að
spila og syngja. Hann
hafði bjarta tenórrödd
og söng við raust
hvenær sem færi gafst.
Fjölskyldan öll, krakk-
arnir, konan og afinn
tóku undirvið óma nikk-
unnar og söng af lífi og
sál. Valdivaroftfenginn
til að syngja við ýmis
tilefni. Hann starfaði í
karlakórnum Glað og auk
þess sönghann ofteinsöngvið jarðarfarir
áEskifirði. Stína á Sigurðarhúsinu, kona
hans, lét sitt ekki eftir liggja og leiddi oft
sönginn með kröftugri sópranrödd svo
húsið fylltist brátt af hljóðfæraleik og
söng.
Það var mjög gestkvæmt á heimili
þeirra Valda og Stínu og þar fengu menn
bæði líkamlega og andlega næringu.
Eftir ríkulegarveitingar hjá húsmóðurinni
færðu menn sig inn í stofu og þar var
tekið til við að syngja og spila. Stundum
var „söngolían” notuð til að smyrja radd-
böndin og svo var dægurlögunum gerð
skil með dynjandi söng og best þótti ef
einhver gat raddað, til þess að auka á
hljómfegurðina.
róitarfuwifin^wfraíiU
Valdi hafði aldrei
stundað hefðbundið
tónlistarnám og kunni
hvorki að skrifa né
lesa nótur. Það aftr-
aði honum ekki frá
því að semja lög eða
spila það sem óskað
var eftir. Hann not-
aði náttúrulega tón-
listarhæfileika sína,
sem hann átti í ríkum
mæli, lærði lögin utan að og festi í
minnið, þannig að alltaf var hægt að
fletta upp í huganum þegar á reyndi.
Vegna þessa hafa nú mörg laga Þorvalds
fallið í gleymskunnar dá. Höfundurinn,
sá eini sem kunni þau öll, lést árið 1996.
Þau lög sem hafa varðveist eru annað
hvort lög sem aðrir lærðu eða þau lög
sem Guðmann, sonur þeirra hjóna, náði
að hljóðrita í stofunn-i á Sigurðarhúsinu
árið 1982 á frumstætt kassettutæki
heimilisins. Á þeirri hljóðritun má heyra
harmonikuna þanda og eins söng þeirra
Stínu og Valda.
Valdi spilaði á dansleikjum víða
um Austurland en þó mest á
Eskifirði. Hann var óþreytandi við
að spila á mannamótum eins og
þorrablótum og öðrum skemmt-
unum sem til féllu. Hann hafði
unun af því að skemmta fólki með
söng og hljóðfæraleik og áhuginn