Harmonikublaðið - 01.12.2006, Síða 6
Frá Harmonikufélagi
Reykjavíkur
Þann 14. júní 1986 var Harmonikufélag
Reykjavíkur stofnad. Árið 2006 voru því
20 ár frá stofnun þess og ákveðið að
halda með eftirminnilegum hætti upp á
afmælið.
Ákveðið var að fá hingað til lands
snillingana Lars Karlsson frá Svíþóð og
Eyvind Farmer frá Noregi til að halda
tónleika. Félögum okkará landsbyggðinni
stóð einnig til boða að fá þá í heimsókn
til sín en þvímiðurvartakmarkaðuráhugi
fyrir því, nema á Norðfirði og þar héldu
þeir tónleika sem voru frekar illa sóttir.
Það er alveg ótrúlegt þegar svona
tækifæri býðst að harmonikufélögin í
landinu skuli ekki hvetja félaga sína og
aðra til að sækja svona viðburði. Lars og
Eyvind héldu sfðan tónleika fyrir fullu
húsi í Salnum í Kópavogi.
Á vordögum hélt svo all stór hópur
félaga úr H.R. til Svíþjóðar í heimsókn til
Lars og fjölskyldu hans en þau eiga
harmonikuverkstæði, verslun og mjög
gott harmonikusafn. Var þetta í alla staði
mjög fróðleg og skemmtileg ferð.
Á aðalfundi S.Í.H.U. 2005 sem haldinn
var á Hellu ákvað H.R. ásamt Harmoniku-
félagi Selfoss að taka að sér að halda
Hafist var handa við að fá hingað til
lands erlenda harmonikuleikara því nú
skyldi á það reynt hvort áhugi væri meðal
harmonikufólks fyrir því að krydda örlítið
upp á tilveruna. Ekki var ráðist á garðinn
þar sem hann er lægstur því fengnir voru
hingað til lands heimsmeistari í
harmonikuleikurum. Heiðursgestir á
afmælishátfðinni voru þau hjónin Sigrún
Bjarnadóttir ogValur Haraldsson.
Aðloknumkvöldverði.skemmtiatriðum
og ávörpum formanna harmonikufélaga
var stiginn dans og fyrst á svið til að leika
fyrir dansi var hljómsveit heiðurs-
gestsins, Sigrúnar og félaga hennar frá
Hellu. Síðan tók hver hljómsveitin við af
annarri fram á rauða nótt.
Fóru flestir síðan að sofa, nema Stebbi
í Hólkoti, en hann var búinn að gefa
konum opinberlega upp herbergis-
númerið sitt og hvatti þær mjög til að
heimsækja sig. Frétti ég að nóg hafi verið
að gera hjá honum fram eftir nóttu enda
Stebbi með afbrigðum gestrisinn maður.
Ég hef verið varaformaður S.Í.H.U
síðastliðin sex ár og vil koma á framfæri
þakklæti tilallra þeirra sem ég hef starfað
með og kynnst á þessum árum en þessi
kynni hafa öllverið mjög ánægjuleg.
Kveðja,
Guðrún Guðjónsdóttir.
Hljómsveit heidursgestsins, Sigrúnar og félaga hennar frá Hellu, var fýrst á svid að leika fyrir dansi.
Mynd: Valur Haraldsson.
Gestir skemmtu sér konunglega undir skemmti-
atriðum. Mynd: Valur Haraldsson.
næsta aðalfund S.I.H.U. og tengja
hann afmælum félaganna en
Harmonikufélag Seifoss átti 15. ára
afmæli árið 2006. Ákveðið var að
halda aðalfundinn og afmælishóf á
Hótel Örk í Hveragerði en þar er
“ aðstaða eins og best verður á kosið.
6
harmonikuleik, rússinn Alexander
Dmitriev og sonur hans Vitaliy
Dmitriev. Komu þeir hingað til lands
fyrir tilstuðlan Vadims Federov, en
Vadim var nemandi Alexanders.
Spiluðu þeir á afmælishátíð félaganna
föstudaginn 29. september á Hótel
Örk og sfðan á dansleik á laugar-
dagskvöldinu. Héldu þeir síðan stór-
glæsilega og ógleymanlega tónleika f
Norræna húsinu sunnudaginn 1.
október. Sem fyrr er sorglegt frá því
að segja að sárafáir sóttu þá tónleika
og enginn áhugi var á landsbyggðinni
fyrir því að fá þá í heimsókn.
Afmælishátíðin var f alla staði mjög
vel heppnuð, Jón Berg margrómaður
brandarakarl var veislustjóri og fórst
honum það vel úr hendi. Sunginn var
fjöldasöngur, og bragur, saminn og
fluttur af þeim Einari Friðgeiri og Erni
Arasyni. Ekki má gleyma Grétari Geirs-
syni, sem lék nokkur lög af sinni alkunnu
snilld. en Grétar er einn af okkar færustu