Harmonikublaðið - 01.12.2006, Side 12

Harmonikublaðið - 01.12.2006, Side 12
Finnst týndi hanskinn? Fyrir allmörgum árum var stjórn SÍHU. full eldmóðs og setti sér markmið í lögum sínum umaðaukavegharmonikutónlistar og harmonikuleiks á íslandi. Margt gott var gert á þeim árum svo sem, koma á kennsluíharmonikuleikítónlistarskólum, kynna hljóðfærið f grunnskólum landsins, standa að námskeiðahaldi fyrir kennara og standa fyrir tónleikum erlendra harmonikuleikara. Ég spyr, hvar værum við stödd ef þetta hefði ekki verið gert? í dag eru líklega á bilinu hundrað og fimmtíu til tvö hundruð harmoniku- nemendur að læra í skólum landsins. Ef við gefum okkur þá formúlu að af hverjum hundrað nemendum fáum við einn verulega góðan harmonikuleikara eru afköstin langt frá því að vera ásættanleg að mínu mati. Það þarf einhver eða einhverjir að gera eitthvað róttækt í mál- inu. Ekki eróraunhæftaðsetja markmiðið á eitt þúsund nemendur. Það sorglega er að stjórn okkar ágæta SÍHU, sofnaði fyrir nokkrum árum hvað þetta málefni áhrærir, og helsta afrek hennar síðasta ár var að segja nefnd þeirri upp störfum, sem staðið hafði íþví að koma með tillögur um framfaramál, en það var henni uppálagt að gera samkvæmtskipunarbréfi. En þessi ótukt- ans nefnd tók upp á þeim óskunda og ósvinnu að framkvæma sumt af þessum tillögum með tilheyrandi óþægindum fyrir sjóði sambandsins. Var því talið nauðsynlegt að segja þessum óþokka- piltum og -stúlku upp störfum. En þannig er að þar sem flestir félagar í harmoniku- félögunum eru komnir- eða eru að komast á lífeyrisþegaaldur er hugsunin eðlilega sú að geyma sjóðina til elliáranna. Ég skil mæta vel það sjónarmið félags- manna, komnir á þennan aldur. Hvað varðar þá um framþróun harmonikuleiks á íslandi. Öll áhersla er lögð á sumar- hátíðirnar og húsbílakapphlaupið enda talsvert nærtækara. Ég myndi styðja það heilshugar að SÍHU og félag húsbílaeig- enda yrði sameinað f eitt öflugt félag sem gæti heitið Samband áhugafólks um gömlu dansana og húsbílaeign. Þannig rynnu saman í eitt félag hópar fólks með sameiginleg markmið og nafnið blekkti engan. Ég myndi ganga í þetta félag. Mér er á hinn bóginn Ijóst að til að vinna að framgangi harmonikuleiks og harmonikutónlistar er SHÍU, eins og það hefur verið rekið á undanförnum árum, ónýtt. Það þarf að koma til nýtt afl áhugafólks um þá hluti ef ekki á að fara illa í þeim málum. Til að lesandi minn átti sig á hlutunum þá get ég sagt frá þvf að í öðrum tónlistarskólanum sem ég hef kennt, í hálfu starfi í 12 ár var einn gítarleikari í álíka hlutastarfi þegar ég byrjaði. í dag eru þeir fjórir og einhverjir í fullu starfi. Þessi þróun á sér stað án þess að til sé Samband íslenskra gítarunnenda. Hjá okkur í SÍHU hefur því miður verið sofið fast á verðinum, hvað þetta varðar á undanförnum árum. Ég taldi hér áður að sambandið væri sá aðili sem í krafti stærðarinnarogsameiningartákns harm- onikufélaganna í landinu væri sá aðili sem fyrst og fremst stæði fyrir fram- kvæmdum. Sú hefurallsekki verið raunin hin síðari ár. Markmið stjórnar sam- bandsins hefur leynt og Ijóst verið sú að gera sem minnst, láta aðildarfélögin um framkvæmd landsmóta og aðalfunda, en hirða síðan meirihluta þess hagnaðar sem til fellur, til geymslu, til elliáranna. Því miður, þetta er ekki góð stefna í þeim málum sem ég hef tilgreint hér að framan. Ég segi það enn og vona að það verði til önnur öfl sem taka til við að vinna að þessum málum þ.e.a.s. eflingu harmonikukennsluogharmonikutónlistar meðal íslensku þjóðarinnar. Verði svo, vona ég að gott samstarf geti verið með sambandi áhugafólks um gömlu dansana og húsbílaeign og þeirra sem vonandi taka upp hanskann sem Samband íslenskra Harmonikunnenda týndi. Með bestu kveðjum ogvinsemd, Guðmundur Samúelsson Harmonikunemendur hittust í Keflavík Þann íS.nóvember 2006 komu saman 30 nemendur í harmonikuleik í Safnaðar- heimili Keflavíkurkirkju. Þeir voru frá eftirfarandi tónlistarskólum: Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, Tónlistarskóla Sandgerðis, Tónlistarskóla Akraness, Tónlistarskólanum í Grafarvogi, Tónlistar- skólanum Do Re Mí, Nýja tónlistarskól- anum, Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónskóla Eddu Borg. Æfð voru tvö sameiginleg lög, með þátttöku allra nemendanna, síðan var haldið svokallað Master dass, þar sem 3s einn nemandi frá hverjum skóla tók E þátt í og harmonikukennararnir Juri 2 og Vadim Fedorof, German Hlopin, Ungir og efnilegir harmonikuleikarar á nemendamóti í Keflavík. Frá vinstri Sigurdur Ernst Berndsen, Flemming Viðar Valmundsson og Kristín Olga Gunnarsdóttir. Frank Herlufssen og Guðmundur Samúelsson voru leiðbeinendur. Á meðan Master class námskeiðið stóð yfir, fóru aðrir þátttakendur í sund. Að lokum voru tónleikar þar sem nemendur Master class námskeiðsins léku sín verk og síðan sameiginleg hljómsveit allra tónlistarskólanna tvö lög. Að þvf loknu fóru allir sælir og glaðir til síns heima. Þess má geta að tilhlökkun er mikil til þess ef landsmót unglinga verður haldið ívor. Kveðja, Guðmundur Samúelsson.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.