Harmonikublaðið - 01.12.2006, Qupperneq 17

Harmonikublaðið - 01.12.2006, Qupperneq 17
Árni Sæm aumkvaði sig yfir mig og flutti mig og hjólið ókeypis til baka og forðaði mér frá að þurfa að þiggja af sveit í það skiptið. Þessi uppákoma jók enn löngun mína til að eignast harmoniku. Ég sá sjálfan mig í anda í sporum Tollefsen og upplifði í huganum hvernig hann flutti lög eins og Hreðavatnsvalsinn, Tondeleyo og Karneval f Feneyjum, svo eitthvað sé nefnt. Svona langaði migtil að gera. Þegar ég var 15 ára kom nágranni minn og vinur nokkrum árum eldri, sem dvaldi um þær mundir í Reykjavik, norður, í jólafrí og hafði meðferðis harmoniku- garm. Þarna var um að ræða hljóðfæri á verði sem hentaði mínum efnahag og þegarhann hélttilbaka ávitsunnlenskrar menningar var ég orðinn hamingjusamur harmonikueigandi. Fljótlega kom í Ijósað þetta apparatvar langt frá þvf að vera sjálfvirkt. Mér tókst að vfsu fljótlega að ná lagi á nóturnar, enda búinn að fá smávegis nasasjón af slíku. Ári áður hafði Molastaðaheimilinu áskotnast orgel og jafnaldri minn, frændi og vinur, ári yngri, Hermann, þekktur meðal harmonikuáhugafólks sem Hemmi í Lambanesi spilaði á þetta hljóðfæri og ég hafði að sjálfsögðu fengið að spreyta mig. Bassinn reyndist öllu erfiðari viðureignar, þessi ókjör af tökkum og í Ijós kom að alls ekki virtist sama á hverja var stutt. Ég leitaði til Hemma og í sam- einingu reyndum við að finna eitthvað út úr þessu bassasístemi. Þetta sýndist ekki svo mikill vandi þegar Ninni var að spila. Hann virtist bara slá á einhverja af þess- um tökkum og allt hljómaði. Þessi fyrsta æfing endaði með því að ég lagðist á bakið upp í rúm, með harmonikuna á maganum ogtrekkti belg- inn en Hemmi spilaði á nótnaborðið eins og orgel væri. Næsta kvöld afréðum við að leita til Jóns í Saurbæ og roguðumst þangað með verkfærið í vandræðum okk- ar og fávisku. Jón reyndi eftir bestu getu að liðsinna okkur og leiðbeina. Sýndi okkur hvar C bassinn var, það var þessi með holunni, þá fengum við að vita hvar F og G bassana var að finna . Fteira sagði hann að við þyrftum ekki að vita í þeim efnum, þessir 3 bassar ættu að duga í flestum ef ekki öllum lögum sem almenni- legir menn spiluðu. Einnig reyndi hann að koma okkur í skilning um hvernig takturinn skyldi sleginn, þá væri næsti takki fyrir innan notaður. „Þið skulið bara æfa ykkur fyrir framan spegil til að byrja með“ sagði Jón. Staðgóð reyndist þessi tilsögn Jóns því eftir ár var ég farinn að grípa í að spila fyrir dansi þó ekki væri nú lagaúrvalið fjölbreytt. Og ekki fékk ég aðra tilsögn í harmonikuspili fyrr en rúmlega fimmtug- ur. Þá var ég 2 annir hjá Sigfúsi Ólafssyni pfanókennara íTónlistarskóla Selfoss að áeggjan konu minnar, til að læra að þekkja nótur. Ágæti Hreinn. Þessi minningabrot vil ég senda þér sem sárabætur, þú getur birt þetta í blaðinu ef þú telur það þess vert. Annars læturðu það bara hverfa. En ef þannig skildi skipast hef ég frá fleiru að segja. Kær kveðja. Birgir Hartmannsson ~ Harmonikuflensan á ferð og flugi ~ Mótið í Jyderup í Jyderupp á Sjálandi í Danmörku í nágrenni Kaupmannahafnar hefur danski harmóníkuleikarinn Mogens Bækgárd staðið fyrir harmóníkumótum í heimabæ sínum í liðlega hálfan annan áratug. Kynnirá mótunum hefurverið „Lille Palle" Andersen, með sinn leiftrandi húmor og skemmtilegheit. Mogens heimsótti ísland 1992 og léká Hátíð harmóníkunnar 26. apríl það ár í húsi íslensku óperunnar. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska ásamt þekktum listamönnum. Margir kunnir erlendir spilarar eru ávallt á mótum f Kyderup, sem haldin eru árlega um miðjan ágúst og má þar t.d. nefna hina sænsku: Alf Hagedal, Anders Larsson, Lars Karlsson, Lindqvistbræður og ekki má gleyma landa þeirra, vini mínum Kjell Andersson, sem hefur m.a. haldið 10 hljómleika f Ameríku. Hann hefur mikinn hug á að koma til íslands og busla f Bláa lóninu og baða sig! Hann hyggst gefa Ríkisútvarpinu fjóra geisladiska, en Kjell var í eina tíð kosinn skemmtilegasti dragspilarinn á stærsta harmóníkumóti í heimi. Einnig má nefna norska harmóníkuleikarann Kjell Harald Langhaug, sem vakti mikla athygli þá er hann kom fram í útvarpsþætti Arnt Haugen, haustið 1974 og fékk heilsíðu grein um sig í blaði, þar sem fyrirsögnin var: „Sjálfmenntaður 17 ára heillaði alla“. Hann hefur margoft orðið Norðurlanda- meistari. S.l sumar var í annað sinn í för með mérá mótinu ÍJyderup, hinn hugprúði og vinsæli trommuleikari Þórir Magnússon og skemmti sér hið besta. Ánægjan skín úr augum hans þegar við rifjum upp viðburði mótanna. Herlegheitin fara fram í tveimur gríðarstórum tjöldum, þar sem mörg hundruð manns koma saman. Stærsta mótið í Danmörku er í Bindslev á Norður-Jótlandi, sem er 14 km frá heimili mínu hér í Hjörring. Yfirleitt mæti ég ekki á þau mót, því á sama tíma er mótið á Breiðumýri, þar sem einnig er spilað utandyra og ekki síst í góða veðrinu ísumar. Þar er gott fólk og maður finnur að þar er maður velkominn í þriggja daga mótshaldi. Ég nefni þar góða spilara m.a. EinarGuðmundsson og aðaldriffjöðrina Aðalstein ísfjörð. Ég stakk því að honum f bríaríi, að hann hefði aldrei átt að snerta múrskeið heldur helga sig harmóníkuleik. Hann svaraði af hógværð og lítillæti. Nú bíður maður eftir öðrum diski frá honum því mörg falleg lög hefur hann samið og á að halda áfram að „múra“ fleiri lög. Þegar maður hefur fengist við blaðaskrif ítvoáratugieruferðalögeinnskammturinn. Ég er nýkominn frá Noregi, þar sem slegið var upp harmóníkumóti á ferjunni og leikið á tveimur stöðum frá kl. 20.30 til þrjú um nóttina. Sá sem stóð ístafni og leiddi heila gillið, var IvarThoresen, ritstjóri og útgef- andi norska harmóníkublaðsins Nygamalt ogstjórnaði af röggsemi. Ivar er gítarleikari og heimsótti ísland ásamt Óttar Johansen harmóníkuleikara s.l. sumar, en þeir félagar eiga heima í sama þorpi í Noregi. Að lyktum vildi ég sagt hafa, að íslenskir mótsgestir hafa miklu skemmtilegra yfirbragð, en landar mínir hér í Danmörku. Hermóður Alfreðsson,

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.