Harmonikublaðið - 01.09.2008, Síða 5

Harmonikublaðið - 01.09.2008, Síða 5
Rasmus Mose - Efnilegur tónlistarmaður Forspjall: Rasmus Mose fæddist 25. júlí 1991 og býr í bænum Dronninglund á Norður-Jót- landi f Danmörku. Nokkuð er liðið síðan ég tók hús á honum og átti við hann stutt spjall. í janúar á liðnu ári hljóðritaði Rasmus 14 lög, þá 15 ára og nefnist disk- urinn Tico, tico. Það er sá geisladiskur sem um ræðir í eftirfarandi spjalli og ber að taka mið af því. í janúar á þessu ári hljóðritaði hann 17 lög og heitir diskurinn Whispering og fékk einróma lof í danska harmóníku- blaðinu og því haldið fram að hann sé enn betri en sá fyrri. Diskurinn er með svingyfirbragði, þó leikur Rasmus gjarnan hinarýmsu stíltegundir. Friðjón Hallgrímsson annaðist harm- óníkuþáttinn Dragspilið dunarannað sumarið í röð á RÚV af röggsemi með stuttum og hnitmiðuðum upplýsingum. Daginn fyrir sautjánda afmælisdag Ras- mus Mose, fimmtudaginn 24. júlí sl. kynnti hann fjögur lög af Whispering og hóf þáttinn á tónsmfð hans Min Schottis og kvað lítinn byrjendabrag á, ellegar leiknum og sagði hann eitt mesta efni í harmóníkuteik sem Danir eiga og hæfi- leikana ótvíræða. Um titillag disksins Whispering sagði Friðjón: “Ég verð að segja, að þetta er lygilega gert af 16 ára polla!” - Ekki amaleg ummæli hins snjalla stjórnanda þáttarins. En það þarf að huga að fleiru, sem rétt er að geta. Lag nr. 9 Tyrkneskur mars er sagður eftir Ludwigvan Beethoven, en ereftirannan meistara Wolfgang Amadeus Mozart, sem er K-331. Rasmus leikur stærsta hluta marsins í skemmtilegum svingbún- ingi, sem er nýmæli og mun koma á óvart. Á fyrri diski Tico, tico er hliðstæð yfirsjón. Lag nr. 2 Over bölgen er eignað meistara Toralf Tollefsen, en er sem kunnugt eftir Juvetino Rosas. - Alltafer leitt þegar slíkt gerist, en mistökin eru til þess að læra af þeim. Rasmus Mose er hægur í framgöngu og Ijúfur drengur og ég spurði fyrst hvenær áhuginn á harmónfku hefði vaknað. “Það er ansi langt síðan og ífyrstu hafði ég matskeiðar fyrir ímyndaða harmónfku, en hóf að leika 10 ára.” “Hverjir hafa kennt þér?” “Ég var í eitt ár hjá Sören Brix og einnig hef ég lært mikið af því að hlýða á harmóníkuleikara á ýmsum mótum.” “Hvort er betra að spila eftir eyranu eða nótum?” “Það fer eftir tegund tónlistarinnar. Ef um konsertefni er að ræða, þá er nauðsynlegt að styðjast við nótur.” “Hverskonar músík hugnast þér?” “Oft fer það eftir skapinu hverju sinni.” “Ræður þú sjálfur lagavalinu á diskinum?” “Ég valdi 20 lög sem öll eru að mínu skapi.” “Hverjir eru eftirlætið þitt?” “Af þeim eldri er ég hrifnastur af Ragnari Sundquist og Sven Hylén, það er klárt og kvitt.” “Hefuru spilað polkasyrpu Sundquists?” Rasmus játti því og við vorum sammála, að Anderst Larsson og Sören Brix færu létt með það, en væri ekki fyrir hvern sem er. Rasmus gat þess að stíll Ragnars og mörg laga hans væru honum geðþekk. Afyngri kynslóð eru Alf Hágedal og Anders Larsson meðal fyr- irmynda hans. “Hefuru leitt hugann að öðrum diski?” Rasmus játti, en vissi ekki hvenær af því yrði. Eins og skýrt er í forspjalli kom sá diskur út á sl. vori. “Hvaða áhugamál hefurðu fyrir utan dragspilið?” “Ég sparka í bolta og hef hafið nám í uppeldisfræði.” “Hvaða munur er á hnappa- og píanóborði?” “Ég leik einungis á hnappa og er ófær á píanóborð.” Við urðum sammála um að einhver hluti laga væri ýmist samin fyrir hnappa eða píanó- borð. Fyrrmeir voru framleiddar harmóníkur með hvortveggja borðinu. Rasmus kvaðst eiga slíkt hljóðfæri, en pfanóborðið væri bara til skrauts. “Þú hefur fengið mikið lof fyrir diskinn Tico, tico á íslandi, sem hefur verið kynntur í Ríkisútvarpinu. Gætir þú hugsað þér að heimsækja ísland?” “Jú, máski einhvern tíma - það er ekki útilokað.” “Hvað viltu segja við vini og félaga?” “Löngunin og þráin til að spila þarf að vera til staðar, sé það ekki er best að sleppa því og losna við kvölina.” Spjallinu lauk með glimrandi harmóníkumúsík. Hermóður Alfredsson, Danmörku. Hjalti Jóhannsson lagfærði íslenskan texta, setningaskipan og greinarmerkjasetningu. Accordion Repair and Tuning http://iaccordion.net Heimasíða þar sem hægt er að fá upplýsingar og ráð til að gera við harmonikur. Gæti verið gott fyrir laghenta til að bjarga sér. V_____________________________________________________________________________________J

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.