Harmonikublaðið - 01.09.2008, Page 14

Harmonikublaðið - 01.09.2008, Page 14
Kjartan Ólafsson í Stúfholti heiðraður Síðastliðið vor ákvað stjórn Harmoniku- félags Rangæinga að heiðra Kjartan Ólafs- son í Stúfholti fyrir harmonikuleik um árabil í Rangárvallasýslu og vfðar um land. Af því tilefni heimsótti stjórn harmoniku- félagsins ásamt nokkrum fleiri félögum Kjartan á heimili hans að Stúfholti þann 30. maí s.l. ÍStúfholti átti hópurinn góða ogánægjulega kvöldstund með Kjartani og börnum hans Guðrúnu og Höskuldi og nutu hlýju og frá- bærrar gestrisni þeirra að gömlum og góðum sveitasið. Jóhann formaður afhenti Kjartani áritað heiðursskjal Harmonikufélagsins og Grétar Geirsson ogjóhanntóku nokkurlögá harm- onikur sínar, en í lokin kom Kjartan með sína harmoniku og léku þeir félagar saman nokkur lög. Kjartan Ólafsson erfædduráSkriðnesenni f Bitrufirði 1. nóvember árið 1917. Fluttist ungur að árum með foreldrum sínum úr Strandasýslunni vestur í Dalasýslu að Ytri - Fagradal á Skarðsströnd. 1930 er hann á Melum í sömu sveit, eitthvað í Litla - Holti í Saurbænum en flytur þaðan með elstu systir sinni Önnu Jakobínu og m a n n i hennar að Jóhann, Kjartan og Grétar. Melum 1935, ásamt foreldrum sínum, föð- urbróðurog systursinni sem öllvoru íLitla - Holti, en fyrir voru á Melum Valgerður móðursystir Kjartans og Rögnvaldur maður hennarsem varkennari. Þarnavoru þá sam- ankomnar í sama húsinu fjórar fjöl- skyldur. Á Melum eignaðist Kjartan sína fyrstu harm- oniku sem var tvöföld og óttalegur garmur að sögn Kjartans. Fljótlega fékk hann sér næstum nýja harmoniku frá Granesso AS Hagström. Átti hann þá harmoniku til ca. 1950 er hann hóf búskap. Lagði hann þá harmonikuleik til hliðar um skeið. Seldi hann nikkuna þá Þorleifi Finnssyni ÍÞverdal sem borgaði 2000 krónur fyrir hana og þótti það gott verð á þeim tíma. Á unglingsárum sínum dvaldi Kjartan um tíma á Skarði á Skarðströnd og kynntist þar miklu tónlistarfólki, þar á meðal Boga Magn- ússyni sem var hljóðfærasmiður og smíðaði m.a. fiðlur, einnig minnist Kjartan systranna á Skarði sem voru góðir harmonikuleik- arar. Fljótlega fór Kjartan að spila á böllum og fór víða, en mest um Dalasýslu og Barðaströnd. Oft tók ferðin á annan sólarhring. Til ferðarinnar hafði hann 2 hesta, annan fyrir sig og á hinn hestinn setti hann harmonik- una í sérsmíðaðri tösku og á móti henni hafði hann einhvern annan hlut til að vega upp á móti henni. Árið 1950 hóf Kjartan búskap með Halldóru Jóhann- esdóttur. Hún var fædd í Hvammsdalskoti í Saurbæj- arhreppi í Dölum 7. ágúst 1934. Þau hófu búskap árið 1951 í Hvammsdal og bjuggu þar til 1964. Þá fluttu þau á Akranes og voru þar í eitt ár, þaðan fluttu þau að Laxárnesi í Kjós ogvoru þartilársins 1978, en þá keyptu þau jörðina Stúf- holt í Holtum. Kjartan heiðursfélagi. Halldóra lést 8. september árið 2000. Þau eignuðust 3 börn: Guðrúnu, Höskuld og Guðbrand. Kjartan hefur nú hætt búrekstri ogselthann íhendurbarna sinna Guðrúnar og Höskuldar og dvelur hjá þeim f Stúf- holti. Eftirað Kjartan flutti að Laxsárnesi árið 1965 keypti Kjartan harmoniku af Scandalli pro- fessonal md gerð, en þá var búin að vera þar lítil píanó harmonika um tíma sem áreið- anlega hefur vakið spilaneistann hjá Kjart- ani á nýjan leik og nú varð ekki aftur snúið með spilamennskuna. Árið 1989 skipti Kjartan Scandalli harmonik- unni út fyrir Victoria harmoniku og eignast þá líka Þaolo soprani, gamla harmoniku sem hann á. í apríl 2004 skiptir hann svo Victori- unni út fyrir nýja Sem harmoniku Fljótlega eftir stofnun Harmonikufélags Rangæinga árið 1985 gekk Kjartan f félagið og hóf æfingar með Valdimar Auðunssyni og félögum hans og spilaði með þeim um tíma á böllum hér sunnanlands. Lengst af spilaði Kjartan á hnappaharmoniku, en hann hefur nú að mestu lagt harmonikuleik- inn á hilluna eftir langt og farsælt starf til gleði og skemmtunar fyrir alla þá sem áttu þess kost, að njóta harmonikutónlistarinnar frá næmum huga og fingrum Kjartans Ólafs- sonar. Það var vor í lofti f Holtunum og ilmur úr grasi þegar gestir kvöddu eftir ánægjulega kvöldstund með Kjartani og börnum hans. - Megi þau lengi njóta glaðra og góðra stunda.- Haraldur Júlíusson (Heimildir. Fjölskyldan Stúfholti og Goðasteinn 37. árg. 200ibls.34ó)

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.