Harmonikublaðið - 01.05.2011, Qupperneq 3
S' '
Harmonikublaðið
ISSN1670-200X
Ábyrgðarmaður:
Gunnar Kvaran,
Álfaland 7,108 Reykjavík
Sími 568 3670, netfang: alf7@mi.is
Prentvinnsla:
Héradsprent, Egilsstöðum, www.heradsprent.is
Netfang: print@heradsprent.is
Forsíða: Hella.
Meðal efnis:
• Fréttir frá H.U.H.
-Árshátíð H.F.Þ.
- Persmoen og Svartkopptreffen
- Ferð H.F.Þ. í Breiðdalinn
- H.F.R. spilar fyrir leikskólabörn
- Minning Jóhann Sigurðsson
- Minning Þorsteinn Pálmi Guðmundsson
- Vetrarstarf F.H.U.E.
- Skemmtun H.F.Þ. og Kveðanda í Ljósvetningabúð
- Nesjavallapolki, Landsmótslagið 2011
- Landsmót S.f.H.U. á Hellu 2011
- Starf F.H.U.R. árið 2010 - 2011
- Hornfirsk harmonikuhátíð
- Fréttir úr Skagafirði
- Hvað vakti áhuga minn á harmonikunni?
- Vitatorgsbandið er í fullu fjöri
- Harmonikumeistarinn BÉ GE
- Harmonikufréttir úr Dölunum
- Fréttirfrá Harmonikufélagi Reykjavíkur
Auglýsingaverð:
Baksíöa 1/1 síða kr. 23.000
1/2 síða kr. 15.000
Innsíður 1/1 síða kr. 18.400
1/2 síða kr. 11.500
1/4 síða kr. 6.700
1/8 síða kr. 4.600
Smáauglýsingar kr. 2.500
Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er
1. september 2011.
Frá ábyrgðarmanni
Ágæti lesandi.
Þetta erfyrsta tölublað af þremurersam-
bandið gefur út á þessu ári. Það verður
að segjast eins og er að rekstur blaðsins
á síðasta ári gekk vel og skilaði blaðið
nokkrum rekstrarafgangi og er það vel.
Þetta ber að þakka öllum þeim er komu
að blaðinu, svo og öllum þeim aðildar-
félögum og einstaklingum er sýndu þann
dugnað að senda efni og myndir í þau
blöð er komu út á síðasta ári.
Það er von ritstjóra/ábyrgðarmanns að
áframhald verði á þessu góða gengi
blaðsins á nýju ári. Sama verður ekki
sagt um heimasíðu sambandsins og er
óhætt að segja að hún sé að mestu óvirk
oger margt sem kemur þartil. Það er mín
skoðun að stjórn og aðildarfélögin hafi
ekki nýtt sér síðuna sem skyldi og þá sér
í lagi stjórn sambandsins sem hefði átt
að vera duglegri að koma áhugaverðu
efni, upplýsingum til aðildarfélaga ofl.
inn á heimasíðuna til að gera hana
áhugaverðari þeim er heimsækja sfðu
sambandsins. Eins hefði mátt brýna enn
frekar fyrir formönnum aðildarfélaganna
að senda inn áhugavert efni og tilkynn-
ingar til birtingar á síðunni. Á síðasta
stjórnarfundi sambandsins voru mál
heimasíðunnar rædd sérstaklega og voru
allir sammála um að gera eitthvað rót-
tækttilað heimasíðan verði sem áhuga-
verðust. Vil ég nefna að opnað verður
fyrir umræður (spjall) á síðunni, sem ætti
að gera sfðuna skemmtilegri og eins
verður metnaður lagður f að setja sem
mest af myndum inn á síðuna.
Nú hækkar sól á lofti og harmonikuunn-
endur fara að huga að komandi sumri,
hvað varðar sumarhátfðir félaganna og
annað skemmtilegt. Ég vil nota tækifærið
og óska eftir þvf að sem flestir sendi
undirituðum skemmtilegar frásagnir,
sögur og myndir af því sem þeir upplifa
á komandi sumri og á erindi í blaðið
okkar.
Gleðilegt sumar.
Gunnar Kvaran
3