Harmonikublaðið - 01.05.2011, Síða 4
Fréttir frá H.U.H.
Harmonikuhátíð íHúnaveri varhaldin 25.-
27. júní 2010 í samstarfi við Skagfirðinga
ogvarmeð hefðbundu sniði. Gestirkomu
flestiráföstudag ogvardansleikurþá um
kvöldið þar sem hinn landsþekkti Geir-
mundur spilaði á harmoniku ásamt Jóa
trommuleikara, gerðu þeir góða lukku.
Skemmtidagskrá var svo á laugardag og
ball um kvöldið, þar spiluðu tvær hljóm-
sveitir úr Skagafirði og fl. Hátíðin tókst
mjög vel og var fjölsótt.
Jón Gissurarson skrifaði þessa vísu í gesta-
bókina.
Ykkar haga höndin snjöll
hannar listaverkin flott.
Að breyta þessu húsi í hölt
hygg ég vera býsna gott.
Húsið hentar mjög vel fyrir smærri veislur,
fundi og dansleiki.
Síðasta vetrardag 20. apríl er að venju
stefnt á Hagyrðingakvöld og gömlu dansa
batt í Ósbæ og gefst þá fleirum kostur á að
njóta gleði í þessu glæsilega húsi.
Þar ætla að spila fyrir okkur Hermann og
Elín úr Skagafirði.
Harmonikuhátfð verður síðan í Húnaveri
24. - 26. júnf, væntanlega með líku sniði
og verið hefur undanfarin ár. Nokkrar
Helga og Kristján
myndir fylgja sem Valur Haraldsson tók 5.
mars. Þar sjást heiðurshjónin Helga og
Kristján dansa fyrsta dansinn eftir breyt-
ingu hússins, harmonikuleikararnir spila
saman, einnig mynd úr eldhúsi og sal.
Af þessu sést að mesta púðrið í félags-
starfinu fór í endurbætur Ósbæjar.
Kærar kveðjur frá Húnvetningum.
í byrjun árs 2010 var ráðist í það verkefni
að endurbæta verulega húsnæði félagsins
Ósbæ, Þverbrauti, Blönduósi. Húsnæðið
sem er 163 012 að stærð er í eigu klúbbsins
ognokkurra einstaklinga. Innréttuðvarný
snyrting, með mjög góðri aðstöðu fyrir
fatlaða og aðalinngangur í húsið færður.
Eftir vatnstjón var lagt parkett á sal, eldhús
færtogstækkaði salurinn talsvertvið það.
Nú er rými fyrir 90 manns í sæti auk dans-
gólfs.
Laugardaginn 5. mars sl. var endurbætt
húsið formlega tekið í notkun með veislu-
kaffi og harmonikuballi þar sem Aðalsteinn
ísfjörð, Jóhann Viðar og Jón Kristjáns sáu
um að allirskemmtu sér. Gestirkvöldsins
voru á einu máli um að húsið væri allt hið
glæsilegasta og öll aðstaða eins og best
verður á kosið.
Aðalsteinn ísfjörð, Viðarogjón
Harmonikuviðgerðir
Tek að mér viðgerðir á harmonikum
Gunnar Kvaran, sími: 824-7610
4