Harmonikublaðið - 01.05.2011, Síða 11
T MINNING
Þorsteinn Pálmi Guðmundsson
Fæddur 22. desember 1933 - Dáinn 18. mars 2011
Horfinn er á braut félagi okkar og vinur,
Þorsteinn P. Guðmundsson, sem oft var
þekktur undir nafninu Steini spit.
Hann hóf ungur að leika á harmoniku og
fljótlega fór hann að leika fyrir dansi á sam-
komum, ýmist einn eða með góðum
félögum. Hann sótti um tíma harmonik-
unám hjá Karli jónatanssyni, en var að öðru
leyti sjálfmenntaður í hljóðfæraleik.
Kunnastur mun hann hafa orðið er hann
lék um árabil með Hljómsveit Óskars Guð-
mundssonar. Sú hljómsveit var geysi vin-
sæl á þeim tíma hér sunnanlands og lék
um flestar helgar árið um kring í hinum
fjölmörgu félagsheimilum og samkomu-
húsum víða um land um árabil. Með þeirri
hljómsveit störfuðu gegnum tíðina ýmsir
ágætir söngvarar og stundum tók Steini
fram saxofóninn og blés nokkra blúsa og
standarda sem vinsælir voru á þeim tíma.
Síðar meir stofnaði Steini sína eigin hijóm-
sveit, sem náði miklum vinsældum. „Hljóm-
sveit Þorsteins Guðmundssonar leikur"
heyrðist oft f útvarpinu; þangað var stefnt,
þar dunaði dansinn og þar var gleðin við
völd. Hann gaf út nokkrar hljómplötur með
hljómsveit sinni og var hann þá jafnan
söngvari og höfundur laganna og texta.
Þessarplötururðu mjögvinsælará þessum
árum sveitaballa menningarinnar.
Þorsteinn starfaði íallmörgársem handa-
vinnukennari á Selfossi og kenndi einnig
talsvert á harmoniku, við tónlistarskóla
Árnessýslu og í einkatímum.
Árið 1991 komu saman á fundi á Selfossi
nokkrir harmonikuleikarar og áhugafólk
um harmonikuna og upp úr því var sfðan
stofnaður félagsskapur sem nefndur var
„Félag harmonikuunnenda á Selfossi og
nágrenni - FHSN“, sem sfðar var breytt í
„Harmonikufélag Selfoss - HFS“. Einn af
þessum hópi var Þorsteinn Guðmundsson.
Hann tók virkan þátt í störfum félagsins um
árabil, eða þartil heilsan fór að bila. Hann
varíþeim hópi sem viðsendum á Landsmót
SÍHU á Egilsstöðum 1993, þvf fyrsta sem
okkar félag tók þátt í. Sfðan á Laugalandi
1996 og Siglufirði 1999.Hann tók þátt í
spilamennsku á böllum, sem félagið hefur
haldið á nokkrum stöðum um árabilogvar
þar góður liðsmaður.
Við minnumst margra góðra stunda sem
við áttum með honum Steina.
Þökkum samfylgdina og sendum Unni og
fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur frá
Harmonikufélagi Selfoss.
A Varmalandi eru góð draghýsasvæði
góður danssalur, sundlaug og gisting.
Fjölmennum ogtökum með okkur
góða gesti og gott skap.
Félag harmonikunnenda í Reykjavík
Harmonikuhátíðin
„Nú er lag á Varmalandi"
Hin arlega harmonikuhatið F.H.U.R. verður haldin
á Varmalandi í Borgarfirði um verslunarmannahelgina
29. júlí til 1. ágúst.
Glæsileg dagskra verður alla helgina, dansleikir, tonleikar,
markaður, harmonikukynning ogýmislegt fleira.
11