Harmonikublaðið - 01.05.2011, Síða 19
brandara. Pétur Bjarnason flutti gott erindi
um hamingjuna. Agnes Þorsteinsdóttir söng
einsöngslög við undirleik ömmu sinnar
AgnesarLöve. Reynirjónasson léká harmon-
iku undir fjöldasöng og sá einnig um hluta
dinnertónlistar og auk þess lék Jónas Þórir
líka á píanó og svo Fróði Oddsson á gítar og
var öllum vel fagnað fyrir þeirra framlag. Gísli
bróðir flutti svo gamanvísur við góðar undir-
tektir. Magnús Ástvaldsson flutti grínvísur og
kveðjurfrá Dalamönnum. Þátttaka vardræm
ígátu lausnum en nokkrir þreyttu þærogvoru
þrjú borð með rétt svör og þurfti að draga því
einungis voru veitt tvenn verðlaun. Happ-
drættismiðar rokseldust og færri fengu en
vildu. Þeir sem fengu vinninga undu glaðir
við sitt. Guðný var sérstakur kossaaðstoðar-
maður Friðjóns. Þá var komið að dansinum.
Fyrst steig á svið hljómsveitin Rófustappan
frá Selfossi, hana skipa þeir Grétar Geirs og
Doddi rafvirki á harmonikur, Helgi Kristjáns-
son á gítar, Óðinn Helgason á bassa ogStefán
Þórhallsson trommari. Gólfið varð á örstundu
troðfullt. Næstir á svið voru þeir Ómar Skarp-
héðinsson, Garðar Einarsson, Jón Ingi Júlíus-
son, Helgi Kristjáns, Hreinn Vilhjálmsson og
GuðmundurSteingrímsson. Fjörið héltáfram
á dansgólfinu. Næst var hljómsveit Gunnars
Kvaran og með honum léku áðurnefndur
Helgi, Hreinn, Guðmundur Steingríms og
einnig Reynir Jónasson. Að lokum léku Vind-
belgirnir með fyrrnefndum aðstoðarmönnum
og þá var orðið þægilegt að dansa því rýmkað
hafði í salnum. Allir fóru sælir heim eftir
skemmtilegt þorrablót.
Dansleikur
í Breiðfirðingabúð 19. mars. Þessi dansleikur
var vel sóttur líkt og aðrir hjá félaginu. Garðar
Olgeirsson hóf leikinn ásamt Hreini Vilhjálms-
syni, Fróða Oddssyni og Þóri Magnússyni.
Þeirvoru alvegfrábærir með Ijúfa stillingu á
tækjunum og léku gömlu dansana og sér-
dansana líka þannig að allir voru á gólfinu
og þó engir eða fáir árekstrar. Eddi Árna tók
við með Halldóri Svavars og Þóri. Hann spil-
aði enn önnurskemmtileg lögogenn varfullt
gólfið og mikið gaman. Þá tók við Smárinn
frá HR eða þrjú af þeim Guðný K Erlings, Eyrún
ísfold og Jón Þór. Nú var aðeins rýmra á gólf-
inu enda sumir farnir heim því flestir mæta
kl. hálf tíu. Þetta var hin fínasta dansmúsik
og þau tjáðu okkur að þetta væri eiginlega
frumraun hjá þeim. Vænst þótti undirritaðri
um að heyraTitte til hinanden eða Blikka þau
hvortannað, ogfleiri gömulgóð lög. Enn fóru
allir kátir heim eftir skemmtilegt kvöld.
Hljómsveit
félagsins lék í Árskógum á handavinnusýn-
ingu eldri borgara fyrsta ogannan apríl. Fjöl-
breytt samsetning var á prógramminu og
stjórnaði Reynir Sigurðs hvað boðið yrði
uppá. Var almenn ánægja með framtakið en
þannig launuðum við fyrir æfingahúsnæðið,
en hljómsveitin hefuræftþará miðvikudags-
kvöldum fveturaf kappi fyrir Landsmótið að
Hellu. Stjórn og skemmtinefnd eru afar þakk-
lát þeim sem sækja viðburði félagsins og allt
umstang hefurverið þess virði.
Dansleikur
var haldinn í Breiðfirðingabúð 9. apríl.
Undirrituð var fjarri þessu gamni en við annan
gleðiviðburð. Vindbelgirnir hófu leikinn kl.
21.30 og síðan tók við hljómsveit undir stjórn
Sveins Sigurjónssonar. Lára og Gullfiskarnir
luku svo dansleiknum kl. 2.00. Aðeins færra
fólk mætti en á áðurnefnda dansleiki, en
skemmtu sér engu að síður mjög vel og
dansaðvarút ballið.
Framundan eru svo: Lokadansleikurinn í
Breiðfirðingabúð 30. apríl 2011, Harmon-
ikudagurinn 7. maí 2011 og skemmtifundur í
Iðnó 8. maí 2011. Svo mætum við auðvitað á
sumarmótin, en FHUR verður með hátíðina
„Nú er lag“ að Varmalandi í Borgarfirði um
verslunarmannahelgina. Þar er góð aðstaða;
gisting, sundlaug, verslun og góðir danssalir.
Þessi aðstaða dugði vel á öðru Landsmóti
SÍHU1984.
Að lokum vil ég vekja athygli á að FHUR er
komið á fésbókina, ásamt HR og FHUE og HUV
og eigum við orðið vini víða um heim. Hlakka
til að sjá ykkur á landsmótinu og öðrum
mótum í sumar.
Með harmonikukveðjum. ElísabetH. Einarsd.
Hin árlega sumarhátíð Harmonikufélags
Héraðsbúa verður haldin í Brúarásskola um
verslunarmannahelgina, dagana 29. - 31.jul. 201 .
Tjaldstæði við Hótel Svartaskóg.
Heimafólk og gestir sjá um hljóðfæraleik og skemmtiatnði.
Föstudagur 29. júlí dansleikur.
Laugardagur 30. júlí tónleikar og dansleikur.
Nánar auglýst síðar.
Hótel Svartis^ógur
SJÁUMST í SVARTASKÓGI Brúarásskóli, besti samkomustaður á Héraði
19