Harmonikublaðið - 01.05.2011, Page 20
Hornfirsk harmonikuhátíð
Frá því að Harmonikufélag Hornafjarðar var stofnað 1994 höfum
við félagarnir flest árin efnt til harmonikuhátíðar síðari hluta
vetrar. Þá hefur verið boðið einum eða fleiri hljóðfæraleikurum
til okkar af þvf tilefni.
Hátíðin í ár var haldin 25. mars sl. og var haldin á veitingahúsinu
Víkinni á Höfn líkt og mörg undanfarin ár. Hljómsveit félagsins lék
Bræðurnir, frá vinstri Bragi Fannar og Andri Snær Þorsteinssynir. Spilagleðin
leynirsér ekki
nokkur lög og stjórnandi hennar allt frá stofnun er Gunnlaugur
Þröstur Höskuldsson sem raddsetur einnig mikið af lögunum. Á
bassa lékjóhann Morávekogá trommurnar Ragnar Eymundsson.
Því næst tóku heiðursgestir kvöldsins við, en það voru að þessu
sinni þeir Gunnar Kvaran ogHreinn Vilhjálmsson, komniralla leið
úr Reykjavík. Þeir léku m.a. sín eigin lög og svo innlenda og erlenda
tónlist. Flutningur þeirra einkennist af yfirvegun og góðu valdi á
styrkleikabreytingum og auðheyrt að þeir eru ekki að byrja að
Heiðursgestir kvöldsins, frá vinstri Hreinn Vilhfálmsson og Gunnar Kvaran
Hljómsveitkvöldsins, Hilmarog fuglarnir. Frá vinstri: Gunnlaugur Þröstur Höskulds-
son á gítar, Ragnar Hilmar Eymundsson á trommur, Haukur Helgi Þorvaldsson á
harmoníku, Örn Arnarson söngvari og Jóhann Morávek á bassagítar. Þannig má
enn sjá ínöfnum meðlimanna hvernig nafnið á hljómsveitinni kom til á sínum tíma
þrátt fyrir einhver mannaskipti!
Gunnar og Hreinn ogstóð fjörið sleitulaust yfirtil kl. 2 um nóttina
enda var ekkert lát á dansinum allan tímann.
Aðsóknin var mjög góð að þessu sinni enda veðrið einstaktega
gott og að venju komu gestir langt að, t.d. austan úr Álftafirði og
sunnan úr Öræfum eða nærri 100 km vegalengd úr hvorri átt. Geri
aðrir betur! Við þökkum að lokum heiðursgestum kvöldsins kær-
lega fyrir skemmtunina og öllum fyrir komuna.
Zophonías Torfason gjaldkeri Harmonikufélags Hornafjardar.
Harmoníkuleikarar í hljómsveitfélagsins: Frá vinstri: Zophonías Torfason, Jónína
Einarsdóttir, Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson
spila saman enda fengu þeir verðskuldað klapp og uppklapp og
við nokkur aukalög í staðinn.
Þá tóku tvíburarnir Andri Snær og Bragi Fannar Þorsteinssynir við,
spiluðu af sínum alkunna fjöri í meira en hálftfma lög úrýmsum
áttum sem áheyrendur kunnu vel að meta. Ragnar Eymundsson
lék undir á trommur með þeim.
Að því loknu tók hljómsveitin Hilmar og fuglarnir við og lék fyrir
dansi fram á nótt. Henni til aðstoðar og afleysingar voru gestirnir,
20
Wunið landsmótið
" • 'tí X Ua\
30. juni
V
3. júlí a
HeUu'.
V